Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 8

Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 8
Kyrrðardagar í Skálholti Um miðjan september var efnt til kyrrðardaga í Skálholti og var Sigur- björn biskup Einarsson þar leiðtogi. Aðsókn var mjög góð og komust færri en vildu. Dvalist var í Skálholti frá föstudagskvöldi til sunnudags- kvölds. Þögn ríkti á staðnum eftir fyrstu máltíðina, utan dr. Sigurbjörn annaðist hugleiðingar og menn komu fjórum sinnum á dag til tíða- gjörðar í kirkjunni, auk þess var messa á morgnana. Þögninni var síð- an aflétt á sunnudagskvöld. Dr. Sigurbjörn Einarsson leiddi kyrrðardaganna ásamt dr. Hjalta Hugasyni. Ég hef kynnst þessu starfi aðal- lega af afspurn, tók reyndar þátt í slíkri samveru í englandi, hjá angli- könum en þeir hafa haft forgöngu um þetta starf. Þar er fjöldi staða sem bjóða upp á kyrrðardaga og eru sérhannaðir til þess. Bak við þá alla eru yfirleitt stuðnings- hópur áhuga- fólks. — Hver er tilgangurinn með kyrrðardögum? Að menn njóti kyrrðar og upp- byggilegrar þagnar í hvíld, — leiti þar sambands við Guð og noti til þess þögnina og vera samstilltir öðr- um i því.Þögnin er aðeins rofin af þænagjörð, messum og hugleiðing- um leiðtoga sem eiga að stuðla að trúarlegri einbeitingu, þær eiga að vera hugbót hugvekja. — Tókust kyrrðardagarnir eins og þú hafðir vœnst. Já. Þetta er fyrsta samvera þessar- ar tegundar hérlendis þar sem þögn- in hefur verið rækt algjörlega og þátttakendur voru einhuga að það tækist. Staðurinn hentar sérlega vel, þótt húsakynni skólans séu full lítil. Menn þyrftu að vera einir í herbergi. En það fór mjög vel um okkur. Sr. Hanna María sá um allt skipulag af hálfu Skálholts með stakri prýði. Arineldur, kertaljós, falleg borð- stofa og viðeigandi tónlist. Þögnin var allstaðar virt. Starfsstúlkurnar í eldhúsinu tóku líka þátt í henni. — Verður framhald á þessu starfi? Mér kæmi ekki á óvart að kirkjan þyrfti að bjóða reglulega upp á slíkar samverustundir, því að þörfin er greinileg. Fólk uppgötvar þarna ákveðna dýpt í lífinu. Margir vita hvers virði þeim er að fá að vera hljóður og laus undan áreiti hávaðans. Þarna fengu menn að njóta þess í samfélagi með öðrum í þeim markvissa tilgangi að láta þögnina opna fyrir farvegina inni fyrir sem skila heilnæmu að- streymi inn í sálarlífið. Mér virtist að fólk hafi ekki viljað fara á mis við þögnina. Hún skapar vissa áreynslu en þægilega. Okkur vantar enn gott íslenskt heiti yfir er- lenda orðið retreat, sem felur í sér það sem var gert í Skálholti um þessa helgi. Kyrrðardagar segja ekki allt. Með sjálfum mér kalla ég retreat hvarf, og menn fari í hvarf þegar þeir draga sig í hlé til þagnar og uppbygg- ingar. 8 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.