Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 6
Ritstjóri rœðir málin
Hvað
á
að
gera
um
helgina?
Bernharður Guðmundsson
Fyrstu helgina nú í október var
íbúum höfuðborgarvæðisins boðið
upp á að njóta eftirfarandi valkosta
og verja þannig tíma sinum á laugar-
dag og sunnudag. Byggt er á auglýs-
ingum í einu dagblaðanna í Reykja-
vík.
168 sýningar á 29 kvikmyndum.
44 stundir sjónvarp á tveimur rás-
um
192 stundir af utvarpsefni á fimm
rásum.
53 matsölustaðir opnir
15 dansstaðir bjóða skemmtiatriði
22 myndlistarsýningar
7 leiksýningar í fjórum leikhús-
um.
372 síður fimm dagblaða.
Þá eru ótalin spilakvöld, fundir,
ráðstefnur og söfn opin almenningi,
vídeóleigur, glæsitímaritin og heilsu-
ræktarstöðvar. Auk þess sem tölv-
urnar bíða heima en íslendingar eiga
flestar einkatölvur af öllum þjóðum
miðað við fólksfjölda náttúrlega.
Svo eru íþróttirnar og umönnun
hestanna sem skipta þúsundum á
höfuðborgarsvæðinu.
En í þessu dagblaði var minnst á
fleira. Allnokkrar fréttatilkynningar
vöktu athygli á því að vetrarstarf
safnaðanna væri að hefjast, æsku-
lýðsstarf, aldraðastarf, fundir kven-
félaga og bræðrafélaga auk guðs-
þjónustanna. Og þær eru ekki fáar.
Samkvæmt messutilkynningum í
fyrrnefndu blaði voru rúmlega 50
opinberar athafnir í kirkjum og á
sjúkrastofnunum á þessu svæði,
bæði almennar guðsþjónustur og
barnasamverur.
Það er sem sé nóg við frístundirn-
ar að gera í þensluþjóðfélagi þar sem
vinnuaflsskortur er svo yfirþyrm-
andi (atvinnuauglýsingar fylla sjö
síður í umræddu dagblaði), að
verkafólk er flutt inn, jafnvel hinum
megin frá af hnettinum. Því til við-
bótar er staðgreiðslukerfi skatta að
skella á og freistandi að afla sér sem
mestra tekna þessa síðustu mánuði
ársins.
Hvernig nær kirkjan til fólks með
sinn boðskap í allri þessari örtröð og
beinni samkeppni um tírha og athygli
manna. Ekki notar hún hinar há-
væru upphrópanir til að vekja at-
hygli á starfi sinu.
En kannski er þar einnig styrkur
hennar. Kirkjan býður upp á annað
tækifæri til að „drepa tímann“, hún
getur boðið upp á kyrrð, griðland,
stuðning í flóknu lífi. Innan kirkj-
unnar hefur ítrekað komið fram
þörfin fyrir smáhópinn þar sem ein-
staklingar í stórum heimi geta átt sitt
hæli og notið sín. Sú spurning hlýtur
að mæta forystufólki safnaða hvort
þeirri þörf sé mætt. í viðtölum í
þessu tölublaði Víðförla kemur ein-
mitt fram þessi vænting til kirkjunn-
ar, að hún skapi griðland fyrir fólk,
hvort sem það á í sorg, býr við eyðni-
ótta, veltir fyrir sér spurningum lífs-
ins eða þarf annan stuðning. Þar er
þjónusta sem danshús, bíó eða fjöl-
miðlar veita ekki.
Vitnað er enn til títtnefnds dag-
blaðs. Á fjórum síðum birtust þar
svör nokkurra guðfræðinga við
spurningum sem hafa vaknað við
yfirlýsingar nokkurra forystumanna
hinna nýju trúarhópa í ritdeilum
sumarsins — um afstöðu til skírnar,
samkynhneigðra og lögmáls gamla
testamentisins.
Það er mikill fengur að þessum
svörum í víðlesnasta blaði landsins
sem m.a. benda á þá staðreynd að
kirkjan er samfélag syndugra manna
sem nærast á fyrirgefningu Guðs,
hver svo sem synd þeirra er. Því erf-
iðari sem kjör einstaklings eru, því
sterkar kallar hann á kærleika ann-
arra.
Þetta er einmitt kjarninn í ályktun
Alkirkjuráðsins og Prestastefnunn-
ar um eyðni. Fyrir þeim sem hafa
fengið einhverja innsýn í það ógnar-
mál sem eyðni skapar, t.d. á ráð-
stefnu landlæknis og Háskólans sem
greint er frá hér í blaðinu, er það
augljóst að okkar allra bíður mikið
hlutverk, ekki sist í baráttu gegn for-
dómum og til verndar þeim veiku.
Þar hlýtur kirkjan að vera í forystu.
Um þessar mundir eru fimm ár
síðan Víðförli hóf göngu sína á veik-
um, völtum fótum. Síðan hefur
áskrifendum fjölgað og blaðið
stækkað, en vissulega þyrfti að vinna
enn betur að því að Víðförli standi
undir nafni, — sá víðföruli sem flyt-
ur hinn góða boðskap.
___________
6 — VÍÐFÖRLI