Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 24

Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 24
f fréttum Biblían best á vörusýningu. Stærsta vörusýning Norðmanna er svonefnd „Gimlimessen“. í sumar fékk norska Biblíufélagið verðlaun fyrir besta upplýsingabásinn þar. Biblíufélagsmenn sögðust vilja gera fólki það Ijóst að Biblían hefur boðskap að flytja í öðrum messum en í kirkjunni, leigðu því stóran bás sem dró að sér mikla athygli. Póstur og sími fékk önnur verðlaun og sam- tök skipasmíðastöðva þau þriðju. Reynsla frá þessari „messu“ segja Biblíufélagsmenn, ætti að draga úr kvíða fólks að fara með Biblíuna út á „torgin“. Organistar í fullt starf Nokkrir organistar eru nú í fullu starfi við kirkju. Fyrstur var Jón Stefánsson: Langholtskirkju og síð- an þeir dr. Orthulf Prummer í Há- teigskirkju og Björn Steinar Sól- bergsson við Akureyrarkirkju. Ný- lega var Þröstur Eiríksson ráðinn að Garðakirkju. Verksvið hans verður að leika við messur og athafnir bæði í kirkju og hinum ýmsu stofnunum í prestakallinu, taka þátt í fermingar- starfi og barnastarfi og þjálfa kirkjukór. Auk þess er honum ætlað að hafa frumkvæði í tónlistarlífi safnaðarins og standa fyrir sem fjöl- breytilegustu starfi á sínu sviði. Ann Torild Lundstad sem gegndi með Þresti starfi organleikara í Laugarneskirkju annast það starf nú ein. í Seljasókn hefur Kjartan Sigur- jónsson verið ráðinn tónlistarstjóri og Örn Falkner til Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Jónas Þórir verður org- anleikari Bústaðasóknar í vetur í leyfi Guðna Þ. Guðmundssonar. Jó- hann Baldvinsson hefur verið ráðinn organisti hjá Glerárprestakalli á Ak- ureyri. Jóhann hefur nýlokið þriggja ára námi í Aachen í Þýskalandi. Biblíuleshópur aldraðra Á vegum Félagsmálastofnunar Kópavogs starfar Biblíuleshópur sem kemur saman aðra hverja viku og er nú að hefja fimmta starfsár sitt. Sr. Magnús Guðjónsson er leið- beinandi, en mikil áhersla er lögð á Þátttakendur í námskeiði Æskulýðsstarfsins í Skálholti upplifa gleði hins skapandi starfs, sem ætti að vera burðarás í öllu félagsstarfi. umræðu og að þátttakendur deili reynslu sinni og viðhorfum. Nær þrjátíu manns sækir þessar samver- ur reglubundið. Á fyrsta fundi þessa starfsárs voru um fimmtíu manns og kom þar fram hjá þátttakendum hversu mikils virði slíkar samkomur væru öldruðum til fræðslu, helgihalds og samfélags. „Ég ólst upp við heimilisguð- rækni. Þegar ég fór að heiman fannst mér ég lenda í tómarúmi og það er ekki fyrr en á þessum fundum að ég hef fengið það aftur, sem ég finn núna að ég hef saknað alla ævi,“ sagði einn þátttakendanna. Fyrsta kirkjuhljómsveitin hérlendis. Stofnuð hefur verið Kammersveit Háteigskirkju. Er hún skipuð 9 strengjaleikurum, flestum úr sin- foníuhljómsveitinni, en stjórnandi er dr. Orthulf Prunner organleikari kirkjunnar. Hljómsveitin æfir viku- lega og mun koma fram a.m.k. 5 sinnum á ári. Að sögn dr. Prunners verða þar á meðal tvennir tónleikar með verkefnum, sem hæfa helgum stað um jólin og vorkomu, en þrisvar verður leikið við athafnir í kirkj- unni, og þá flutt úrvals verk kirkju- tónlistar. Hljómsveitin tekur einnig að sér að leika annars staðar, enda mun hún eiga æfð verk á takteinum sem henta öllum kirkjulegum athöfnum. Hinar reglubundnu æfingar tryggja tengsl tónlistarmanna við kirkjuna og skapa þá tiltmningu fyrir sér- stöðu tónlistarflutnings í kirkju sem er nauðsynleg í kirkjutónlist segir dr. Orthulf Prunner. Kirkjan greiðir æfingastyrki, styður við nótnakaup og kynningu. En greiðslur vegna flutnings tón- verka verða skv. taxta F.Í.H. Norrænir söngvarar flytja Lilju Á menningarhátíð í Lillehammer í Noregi var nýverið flutt Oratoría um Lilju Eysteins Ásgrímssonar. Tónlistin er eftir Kjell Mörk Karl- sen en norska þýðingin eftir Knut Ödegard. Hann var einnig einn af fyrirlesurunum. Erindi hans um miðaldirnar og jarðveginn sem Lilja varð til úr, var mjög rómað. Finnskir og íslenskir söngvarar fluttu þetta oratorío ásamt heimamönnum. Sönghópurinn Hljómeyki söng þar fyrir íslands hönd auk þess sem þau komu fram á Olafsvöku sem haldin var jafnhliða og stóðu sig með mik- illi prýði. Þar flutti sr. Jón Dalbú Hróbjartsson ræðu um kristnitöku og kristnilíf nú á íslandi. Að sögu hans lokinni var flutningurinn á Lilju mjög áhrifaríkur. Öll 100 er- indin voru flutt af kór lesara og ein- söngvara. 24 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.