Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 11

Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 11
Hikið ekki við að hafa tengsl við syrgjendur Halla S. Jónasdóttir frá Dalvík hefur tekið virkan þátt í starfi stuðn- ingshópsins. Tildrögin eru þau frænka mín sem missti tvö börn sviplega fyrir nokkru kallaði okkur nokkur saman sem áttu svipaða reynslu og fundu til þa'rfar fyrir stuðningshóp. Ég missti drengina mína 1975 og 1978, og sannarlega hefði ég gripið dauða- haldi í svona hóp, ef hann hefði þá verið til staðar. Auðvitað hef ég unn- ið töluvert úr sorginni á þessum 10 árum, en fundir hópsins urðu mér til mikils gagns. Mér var hjálpað til þess að opna hugann og sýna tilfinningar. Umræðurnar voru í fyllsta trúnaði, auðvitað, þær losuðu um en ýfðu ekki upp sárin. Hópurinn varð mjög náinn og mætti líka ýmsum félags- legum þörfum sem við höfðum. Mér fannst gott að geta miðlað af minni reynslu og læra af öðrum, ég vildi að sem flestir fengju að njóta þessa sem verða fyrir höggi dauðans, oft alveg óundirbúið. — Þú hafðir ekki kynnst dauðan- um þegar þín högg skullu á Nei, ég var mjög reynslulaus í þeim efnum, aðeins nokkrum sinn- um verið við jarðarför. Þegar fyrri drengurinn dó í bilslysi 15 ára, varð það óraunverlegt, ég varð dofin og stundum eins og utan við atburðinn og hélt ég myndi vakna af þeirri martröð. Svo þyrmdi yfir mig nokkr- um vikum eftir jarðarförina. En þá var gott að fá allar heimsóknirnar, bréfin og kveðjurnar. Og ég get ekki nógsamlega hvatt fólk til að hafa samband við þá sem syrgja. Gera það með einföldum hætti, en það léttir byrðina svo óendanlega mikið. En við urðum líka að standa okk- ur og hjálpa yngri drengnum sem átti í mikilli sorg. Þegar hann fórst svo þremur árum síðar, 16 ára ásamt þremur félögum á leið til Hríseyjar, lifði ég missinn á ágengari hátt og sorgin var enn þyngri. Þá fann ég fyrir reiðinni gagnvart almættinu sem svo margir þekkja og ég spurði: Hversvegna kom þetta fyrir mig? En reiðin stóð ekki lengi og sektar- kenndin hefur aldrei náð tökum á mér. Bænin hefur verið mitt haldreipi. Ég hef beðið fyrir drengjunum og okkur hjónunum, það hefur styrkt mig og hjálpað mér til að sjá þetta allt í stærra samhengi. Ég hef beðið þegar mér leið illa og fengið hjálp. Ég hef aldrei þurft á róandi lyfjum eða öðrum vímugjöfum að halda. — Hvað var þér erf iðast við þessi miklu áföll? Kannski það að sjá daglega félaga strákanna minna, þessi elskulegu fallegu ungmenni sem hafa verið okkur svo góð. Þá var missirinn svo yfirþyrmandi og það átti kannski stóran þátt í því að við fluttum til Reykjavíkur. En hugurinn er oft fyr- ir norðan. Fólkið heima á Dalvík hefur verið okkur svo ótrúlega gott. En það líka spyrja hvað hafi hjálpað mest. Ég minntist á bænina, á stuðn- ing vinanna og við höfum eignast aðra tvo stráka, sá eldri var sex mán- aða þegar seinni drengurinn dó. Þeir heita meira að segja sömu nöfnum, Egill og Jónas. Þeir eru mikil guðs- gjöf en það koma auðvitað engir í stað þeirra sem farnir eru. Þetta hef- ur verið gífurlega erfitt en jafnframt þroskandi. Við lærðum að táka engu sem sjálfsögðum hlut, t.d. að eiga góð og heilbrigð börn. Sorgin hefur tengt okkur hjónin enn nánar og við höfum byggt hvort annað upp. Mað- urinn minn hefur óbifanlega trú á framhaldslíf og hefur ýtt burt mín- um efa. Hér syðra höfum við verið í góðu félagslífi, t.d. í kórastarfi og ég fór í söngnám sem gerði mér óskap- lega gott. Ég söng frá mér margt sem á hvíldi. Sigurður Dementz hefur verið mér betri en enginn. — Hvernig bregstu við þegar þú heyrir um missi annarra. Ég finn þá fyrir mikilli sorg og samkennd og hef stundum skrifað viðkomandi, því að ég veit hvað það er mikill stuðningur. Auðvitað finn ég eins og flestir hversu erfitt er að orða slíkt, finnst það yfirþorðslegt. Þá er best að nota sem fæst orð. En hvernig sem fólk tjáir hlýhug, með handtaki, klappi á bakið, bréfi, þá gengur það beint til hjartans. Verið ekki hrædd við að koma í veg syrgj- andans, ekki endilega strax eftir áfallið, það er oft erfiðast þegar frá líður og þá er huggunar kveðjan svo mikils virði. — Að hverju stefnið þið með þessu hópstarfi? Við vitum að stór hópur fólks bíð- ur eftir að fá aðstoð, þörfin er svo mikil eins og allir vita. Bæði gætu prestar vísað fólki til okkar, sem þeir telja að hefðu gagn af slíku hóp- starfi, slíkir hópar gætu einnig starf- að innan safnaða. Eins getur fólk komið á eigin vegum. Fólk finnur það oft eftir nokkur ár, að það hefur ekki unnið úr sorg sinni og þarf að- stoð. Við viljum vera til stuðnings og vekja umræður, svo að dauðinn og sorgin verði ekki feimnismál. Það eru allir áhugamenn vel- komnir. Öll höfum við misst og get- um miðlað af reynslu okkar. VÍÐFÖRLI — 11

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.