Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 13

Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 13
Við byggingu Bústaðakirkju dvalarleyfinu og þá var ég matarlaus fyrstu fimm dagana í landinu, þar til ég komst í Mercedes skrifstofuvéla- verksmiðjurnar þar sem ég fór á námssamning. Að loknu námi fór ég að vinna á þeirra vegum og var verk- stjóri í viðgerðadeildunum til 1944 og bjó þá i Dresden. Þetta var auð- vitað skelfilegur tími, bæði aðdrag- andi stríðsins og meðan á því stóð. En við sem unnum hin hversdagslegu störf, reyndum einfaldlega að kom- ast af í erfiðleikum hversdagsins. Ég fann mjög fyrir hungrinu, vegna linnulausra ferðalaga, gat ég síður tryggt mér matföng, en þegar maður býr fast á sama stað. En ég var þrek- skrokkur og þoldi þetta. Ég strauk svo til Danmerkur vegna djúpstæðs ágreinings við vinnuveitendur. En margt lærði ég í Þýskalandi, m.a. að fara varlega í pólitík. Þeir voru auðvitað að verja sitt land og þá er nú skynsemin ekki alltaf í fyrir- rúmi, eins og við þekkjum t.d. úr okkar þorskastríðum. Þjóðverjar eru stálheiðarlegir, vinnusamir og eiga þjónustuanda sem víða skortir. En margt gekk mjög nærri mér í þýsku lífi, þótt ég væri hlédrægur og blandaðist Iítið. Sárast var að sjá meðferðina á Pól- verjunum, það var ekki komið fram við þá sem þjóð, þetta gáfaða, glæsi- lega hæfileikafólk. í Danmörku var ég fram til 1946 við nám og störf og kom svo heim. — Hvenær kom IBMinn í líf þitt? Ég stofnaði strax Skrifstofuvélar h.f. og vann þar til ársloka 1949. Þá fór ég til IBM í Svíþjóð og lærði þeirra fræði, kom heim og setti upp fyrstu gagnavinnsluvélarnar í Hag- stofu íslands. Svíðþjóðardvölin var ægilega erfið. Ég var tæknimaður en gengið var út frá mikilli kunnáttu í raftækni auk þess sem allar bækur voru á ensku sem ég kunni þá lítið í. En þetta hafðistlÉg kom svo heim og hélt áfram með fyrirtækið sem óx hratt. Árið 1967 skipti ég því til helminga, seldi annan hlutan IBM og varð forstjóri þess, en hélt eignar- hlut í hinum og réði sérstakan for- stjóra. IBM á íslandi var þá eina fyrir- tækið hérlendis sem var alfarið í eigu erlends aðila og njá þeim starfaði ég til 1981 er ég var rétt rúmlega sextug- ur. — Þá varstu á góðum aldri. Hvers vegna hættirðu? Mér leið mjög vel hjá IBM, fyrir- tækið gekk vel og naut trausts. En ég hef aldrei efast um að þetta var hár- rétt ákvörðun. Ég var í fullu fjöri, jú, en ég óttað- ist að ef ég héldi áfram starfi hefði ég ekki dómgreind til að skynja það síð- ar að ég ætti að hætta. Því vildi ég hætta í tíma. Enda er þróun í tölvu- málum mjög ör og eins gott að ungir menn taki við. Nei, þetta var ekki gert umhugsunarlaust. — Hvenær hófust afskipti þín af kirkjumálum? Ég var alinn upp við kristna trú og kirkjugöngur, og ekki síður Gyða konan mín, en við erum bæði frá Sauðárkróki. Þegar við fluttumst inn í Bústaðahverfi um 1960 fórum við með börnin í messur í Réttar- holtsskólann. Þar var Axel L. Sveins mikill drifkraftur og fékk mig inn í sóknarnefndina þegar Bústaðasókn var stofnuð. Þar hef ég verið safnað- arfulltrúi síðan. Við fórum svo að byggja Bústaða- kirkju sem tók 5 ár. Það var mikill handleggur. Við slógum undan og naglhreinsuðum í sjálfboðavinnu allan þann vetur. Þá var maður oft þreyttur, en það er gott að takast á við líkamlega vinnu í frítíma þegar maður er bundinn við skrifborð á daginn. Það er mikil hvíld frá stjórn- unarvafstrinu. Það var stórkostlegur dagur þegar kirkjan var vígð. — Hvernig leit fólk á stórforstjór- ann í þessu puði? Öll vinna er góð, ef hún er heiðar- leg. Samheldni safnaðarins er mjög traust. Til allrar hamingju finnst heldur engum það skrítið á íslandi þótt forstjórar t.d. raði stólum. En þessi sjálfboðavinna mín í þágu kirkjunnar, hvort sem það er líkamlegt puð eða nefndarstörf, skapast af þvi að mér þykir óskap-- lega vænt um mína þjóð. Ég veit að ekkert er þjóð minni jafn nauðsyn- legt eins og þekkja kærleiksboðskap kristninnar. Það hefur rekið mig áfram ef ég mætti verða að liði til þess að þjóðin verði meðvituð um hið kristilega siðgæði, því að þá mun henni vel farnast. VÍÐFÖRLI — 13

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.