Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 19
Trond Kverno ræðir við Helga Bragason
organleikara í Hafnarfirði í stuttu kaffi-
hléi.
Trond Kverno var einn af fyrirlesur-
um á Sálmastefnunni. Hann kennir
við norska tónlistarskólann, er í
handbókanefnd kirkjunnar og
sálmalög hans hafa hlotið miklar
vinsældir.
— Er sungið af gleði í norsku
kirkjunni?
Víða er það svo, en það er breyti-
legt eftir landssvæðum. Við höfum
því miður ekki þessa riku kirkju-
kórahefð eins og þið íslendingar.
Það ættu að vera 60.000 norðmenn í
kirkjukórum til að jafnast á við ykk-
ur,en það eru 5000 manns.
— Fer sönggleðin vaxandi?
Jú, sannarlega, þar er blómaskeið
kirkjutónlistar. Margt að gerast í
sálmasöngvum og því verður æ
skemmtilegra að syngja með. Þessi
þróun hófst eftir stríð og beinist
jafnt að grallarasöng og nýrri form-
um af kirkjukveðskap, vísur og vers
köllum við það, við þau eru sett nú-
tímalög sem hafa aukið sönggleðina.
En því er ekki að neita að fyrir
ýmsum lágkirkjumönnum eru
gregorsöngvar sama sem kaþólska
og það er næstum skammaryrði í
hópum þeirra.
— Hver er munur á sálmi og
kirkjuvísu?
Hann er ekki skýr. Þegar kirkju-
vísan kemur inn í liturgiuna fær hún
hins vegar svipmót kirkjusálmsins
og verður auðvitað sálmur við það
að prentast í sálmabók.
— Hverjir hafa helst unnið að nýj-
um sálmasöng í Noregi.
Þekktustu skáldin eru Svein Ell-
ingsen, Liv Nordhaug, Eyvind Skeie
sem enn er á fertugsaldri og Tryggve
Bjerkheim. Hann þýddi annan af
sálmum Hallgrims Péturssonar sem
er í norsku sálmabókinni, Víst ertu
Jesú kóngur klár. Hinn er Allt eins
og blómstrið eina. Valdimar Briem á
þar líka sálm.
Meðal tónlistarmanna má nefna
Egil Hovland, þá Haraldana
Gullichsen og Herresthal og svo lík-
lega Trond nokkurn Kverno.
— Hvenœr kom núverandi sálma-
bók ykkar út?
Hún er ný, kom árið 1985. Þangað
til höfðum við bók frá 1924—26.
Við gáfum út tilraunahefti 1972 með
134 sálmum og lögum, af þeim kom-
ust rúmlega 100 í sálmabókina sem
telur 900 sálma. Líklega féll þriðj-
ungur sálmanna í gömlu sálmabók-
inni brott.
— Hvernig hefur nýju sálmabók-
inni verið tekið?
Yfirleitt vel. Helst er deilt um end-
urskoðun gamalla sálma, þar sem
orðalag er gert nútímalegra. Norsk-
an hefur breyst meira en íslenskan.
Spurt er hversu mikið tillit eigi að
taka til hefðarinnar, hvort nota eigi
sálma sem skiljast ekki fullkomlega,
þar sem orðafar er fyrnt og gamal-
dags.
Sjálfur er ég ekki ánægður með
þessar umyrkingar. Betra að fá nýja
sálma á máli fólksins og halda hin-
um gömlu óbreyttum. Málskiptingin
hefur lika áhrif á sálmabókina. Með
nokkrum undantekningum eru
sálmarnir annaðhvort á bókmáli eða
nýnorsku.
— Hverjir eru draumar þínir um
norskan kirkjusöng?
Að söfnuðurinn verði kjarkmeiri
við að reyna nýja tilraunaefnið og
þora jafnframt að halda þvi sem best
er í hefðinni. Og auðvitað að söngur-
inn verði enn glaðari, bæði hjá safn-
aðarfólki og kórum.
I fréttum
Per Lönning aftur biskup í
Noregi.
Það vakti mikla athygli í Noregi
árið 1975 er Per Lönning biskup á
Borg sagði af sér biskupsdómi í mót-
mælaskyni við nýja löggjöf um fóst-
ureyðingar þar í Iandi.
Um árabil hafði Lönning verið
einn helsti talsmaður kirkjunnar um
hin margvíslegustu efni, enda tvö-
faldur doktor, fyrrverandi þingmað-
ur, þekktur íþróttamaður og kunn-
áttumaður um geimrannsóknir. Frá
1975 hefur Lönning unnið að rann-
sóknum á vegum Lútherska heims-
sambandsins.
Nýlega fór svo fram biskupsval í
Björgvin og hlaut Lönning þar
glæsilegri kosningu en dæmi eru til
um langt skeið og hefur nú verið
skipaður biskup þar.
Aðspurður hvort aðstæður í fóst-
ureyðingamálum hefðu breyst svo að
hann gæti tekið aftur við biskups-
dómi, svaraði Lönning: „Nei, bar-
áttan fyrir mannlegu lífi hefur ekki
hætt, hvorki fyrir fæðingu né þegar
dauðann ber að garði. Jafnframt ber
að berjast fyrir lagabreytingum með
venjulegum pólístiskum aðferðum.
Mótmælaaðgerðir verða að vera
þess eðlis að þær efli jákvæða virkni
og umhugsun.“
Söngbúðir í Skálholti
Ölfuskórinn, sem eru kórar kirkn-
anna í Hveragerðisprestakalli dvald-
ist í Skálholti við söngæfingar um
langa helgi nýlega og undirbjó vetr-
arstarfið auk ferðar til ísrael um jól-
in. Söngmenn komu með fjölskyld-
ur sínar og var mikið líf á staðnum.
Makarnir önnuðust matargerð og
alla þjónustu svo að söngfólkið gat
gefið sig óhindrað að æfingunum.
Slíkir söngdagar efla mjög innra líf
kóranna og bætir félagsanda auk
hinnar góðu æfingar sem fæst.
Um miðjan nóvember fagnar
Kirkjukórasamband Árnesprófasts-
dæmis 40 ára afmæli með tónleikum
þar sem einvörðungu verða sungin
verk eftir tónskáld upprunnin úr
Árnesþingi. Má þá nefna: Pál ísólfs-
son, Pálmar Eyjólfsson, Sigfús Ein-
arsson, Sigurð Ágústsson og Einar
Sigurðsson.
VÍÐFÖRLI - 19