Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 22

Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 22
í fréttum Arftakar Kaldys útnefndir Biskup Ungverja, Zoltan Kaldy lést í vor, en hann var jafnframt for- seti Lútherska heimssambandsins, kosinn á heimsþinginu í Budapest 1984. Val hans sætti nokkurri gagn- rýni vegna tengsla hans við komm- únistaflokkinn. Á stjórnarfundi í Viborg í Dan- mörku í sumar var Jóhannes Hansel- man kjörinn forseti heimssamband- ins. Hann er biskup í Bayern í Þýska- landi en það biskupsdæmi telur á þriðju milljón manna. Hanselman er þekktur sáttamað- ur sem kemur sér vel, en nokkur gagnrýni hefur einkum komið frá Þýskalandi á framkvæmdastjórann, Norðmanninn Gunnar Staalsett, sem m.a. hefur tekið mjög skýra af- stöðu í mannréttindamálum. Arftaki Kaldys sem biskup hinna 430 þús. lúterskra í Ungverjalandi er Bela Harmati, sem hefur verið starfsmaður Lútherska heimssam- bandsins um árabil og fjallað um fé- lagslega og siðfræðilega mála- flokka. íslensk kona líknar holdsveikum Allar góðar gjafir koma að ofan, syngjum við gjarnan. En stundum koma þær að norðan og ofan af kortinu séð, því að um ein milljón ís- lenskra króna hefur borist frá ís- lenskri konu til líknarstarfs meðal holdsveikra í Bangladesh. íslenska hjálparstofnunin hafði þar milli- göngu um. Svo segir í fréttabréfi dönsku hjálparstofnunarinnar sem fer til allra fjölmiðla landsins. Dansk Santalmission hefur um- fangsmikið starf meðal holdsveikra í Bangladesh og var íslenska miljónin send þeim og hefur hún þegar komið i góðar þarfir. Aðstæður holdsveikra í Austurlöndum mótast af fordóm- um, útskúfun og einangrun og er þar afar mikil þörf fyrir langtíma hjálp. Prestar í leyfi Séra Valgeir Ástráðsson í Selja- sókn er nýkominn heim úr 3ja mán- Settur biskup sr. Sigurður Guðmundsson stýrir Kirkjuráðsfundi: Talið frá vinstri: sr. Sigurður, sr. Jón Einarsson prófastur í Saurbœ, Ottó A. Michelsen (varamaður Gunn- laugs Finnssonar) sr. Magnús Guðjónsson ritari, Kristján Þorgeirsson ogsr. Þórhallur Höskuldsson á Akureyri (varamaður sr. Jónasar Gíslasonar dósents). aða námsdvöl í Oxford, sr. Tómas Sveinsson í Háteigssókn er vestur í Bandarikjunum einnig í 3ja mánaða námsdvöl. Þar er einnig sr. Frank M. Halldórsson í Nessókn sem hlotið hefur 9 mánaða námsleyfi þar til þess að kynna sér æskulýðs og ferm- ingarstarf. Sr. Jón Ragnarsson í Bol- ungarvík er í Þýskalandi, þar sem hann hefur vetursetu í 9 mánaða námsleyfi sínu. Sr. Sighvatur Birgir Emilsson í Ásaprestakalli í Skaftár- tungum hefur einnig hlotið 9 mán- aða námsleyfi og mun verða í Noregi og Bandaríkjunum. Velkomin til Þorlákskirkju Spakur maður hefir sagt að lands- lag væri lítilsvirði ef það héti ekki neitt. Enda er það svo að allir — eða flestir — sem ferðast vilja gjarnan vita hvar þeir eru staddir og helst eitthvað um þann stað, sem þeir eru á hverju sinni. Hingað til Þorlákshafnar koma ófáir ferðamenn. Sumir leita uppi fólk, sem getur sagt þeim eitthvað um staðinn og fá að skoða kirkjuna. Aðrir láta sér nægja það, sem sést út um bílglugga, þó þeir vildu gjarnan fá meiri upplýsingar. Nú hefir sóknarnefndin ákveðið að koma til móts við þessar óskir ferðamannanna og hafa kirkjuna opna um helgar og þar verður stað- kunnugt fólk, sem á að geta veitt ferðamanninum flestar þær upplýs- ingar um stað og kirkju, sem hann óskar. Starfinu er þannig hagað, að það verður fólk í kirkjunni frá kl. 3-7 á laugardögum og sunnudögum. Á öðrum tíma helgarinnar þarf ekki annað en hringja í síma og kemur þá fólk í kirkjuna til þess að fagna gest- um. Það er hægt að komast í síma á bensínstöðinni og þar fást einnig upplýsingar um hvert á að hringja. f.h. Sóknarnefndar Þorlákskirkju Gunnar Markússon 22 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.