Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 2

Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 2
Frá borði biskups Útgefandi Ritstjóri: Ritstjórn: Umsjón: Setning og umbrot: Prentun: Útgáfan Skálholt Biskupsstofa, Suðurgata 22 S: 621500 Sr. Bernharður Guðmundsson. Hróbjartur Árnason, Jóhannes Tómasson, sr. Sólveig Lára Guðmundsdóttir, sr. Örn Bárð- ur Jónsson. Edda Möller. Filmur og prent Prentstofa G.Ben. Sr. Sigurður Guðmundsson Hlýjar móttökur Gott og gjöfult sumar er senn á enda. Haustið er komið, laufvindar blása og trén missa skrúða sinn. Margt breytist í lífi okkar þessa daga. Sumarfrí eru að baki, starf vetrarins að hefjast. Undanfarna daga hafa birst í blöðum fréttatilkynningar frá hin- um ýmsu söfnuðum um vetrarstarf- ið. Það segir okkur hversu fjölþætt starfið er sem kirkjunnar fólk innir af hendi. Barna og unglingastarfið hefst og þar er margt að athuga og krefst mikils undirbúnings. Þeir sem aldraðir eru gleymast ekki. Starf í þeirra þágu fer vaxandi enda þörfin mikil. Börnin eru þakklát og glöð — það eru hinir öldruðu einnig. Hver prestur sem hefur einhvern tíma starfað að þessum málum minnist þess áreiðanlega að bros og gleði- glampi í auga gaf aukinn kraft og vilja til að starfa enn betur á þeim akri. Já, starfið er að fara af stað í söfn- uðum, ekki aðeins í fjölmennum sóknum um land allt, þar sem mest ber á því, gaumur er því gefinn, það er auglýst, sem vert er — einnig í fá- mennum sóknum er starfað. Prestarnir út um dreifðar byggðir landsins leggja fram krafta sína til að fræða, gleðja og styrkja unga og aldna til að vera betur færir að takast á við vandamál lífsins í nafni þess kærleika sem Jesús Kristur boðaði okkur. En margir þessir prestar búa við erfiðari aðstæður til starfsins en þeir sem í fjölbýli búa. Vegalengdir — ófærð og fámenni torvelda starf- ið. Kannski líka tómlæti en það finnst líka og ekki síður í þéttbýli bæja og borga og ef til vill enn meir. Þegar ég um stundarsakir sit við þetta borð hugsa ég oft og lengi til starfsbræðra og systra um land allt. Aðstaða þeirra til starfs er ærið mis- jöfn, en ef vilji er fyrir hendi er ætíð hægt að starfa að því málefni sem okkur öllum er heilagt. Það er oft erfitt að koma á mess- um, stundum vegna fámennis, en þá minnumst við þess sem Jesús sagði: „Hvar sem tveir eða þrír eru saman- komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra.“ Ég hef flutt messu þar sem aðeins fimm voru kirkjugestir. Þeirri stund gleymi ég ekki. Þar var sannarlega Guðsandi starfandi. Og glaðst hefi ég er þessir fáu kirkjugestir hafa oft minnst á þá stund í þökk. Þess vegna þarf ekki að sleppa guðsþjónustu af því að álitið er að fáir mæti. Það er ekki alltaf margt í kirkjum í fjöl- mennum sóknum. Prestarnir þar messa samt ótrauðir. Það eigum við öll að gera. Guð gefur okkur kraft- inn til þess og hann sér um ávöxtinn. Ég veit af langri reynslu að í hverri sókn er til fólk sem vill styðja að málum kirkju sinnar og styrkja prestinn í starfi. — Ekki alls fyrir löngu kom til mín ungur maður er ég þekkti lítils háttar. Hann sagði: „Ég vil svo gjarna gera eitthvað fyrir kirkjuna. Hvernig á ég að fara að því. Ég hefi enga sérþekkingu á þess- um málum?“ Ég spurði hann hvort hann hefði talað við prestinn sinn. Hann kvað nei við. Hann væri ný- lega fluttur í þetta byggðarlag og þekkti fáa og hann hefði bara einu sinni farið þar í kirkju en hefði sig ekki aftur. — Þetta var samfélag heimamanna fannst honum. — Ég ráðlagði honum ýmislegt og vona að hann hafi fundið sig heima í því sam- félagi. Þetta er atriði sem við öll sem að málum kirkjunnar vinnum verðum að íhuga og gera eitthvað til að bæta úr. Fólk flytur mikið milli lands- hluta, ekki síst nú úr sveitum í þétt- býli. Þeir verða framandi í starfi kirkjunnar ef ekki er tekið hlýlega á móti þeim. Þetta er stórmál, sem ekki má vanrækja. Væri ekki unnt að setja á stofn einhvern hóp í sókn- unum sem tæki að sér ákveðin hverfi, sem byði fólki sem er nýflutt í sóknina velkomið til starfa í kirkju sinni? Þetta er ef til vill gert sum- staðar, en þyrfti að vera allsstaðar — einnig og ekki síður í strjálbýlinu. Þar ætti það að vera auðveldara en í hinum mannmörgu sóknum. Vetrarstarfið er að hefjast í kirkj- unni. Það blómgast þar sem áhugi og fyrirbæn er. — Guð er með í starfinu — Hann horfir til barna sinna sem biðja hann. Hann bíður þess að við komum og leggjum mál- in fyrir hann svo hann megi senda okkur gjafir sínar, sýnilegar og ósýnilegar. í trausti þess er starfað. 2 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.