Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 9

Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 9
Þröstur Eiríksson Þetta var mjög ánægjulegt og hefði mátt vera lengra til þess að komast betur inn í takt kyrrðarinnar. Þetta var samsettur hópur, sem gat þagað saman. Þögnin er dásamlegt fyrirbæri. Menn fá kyrrð og ró á hugann til íhugunar bæna og lestrar. Sigurbjörn talaði beint um aðstæður okkar og við hlutum að takast á við spurningar. Hver er manneskjan andspænis Guði? Hvað vil ég með líf mitt? Við verðum að halda þessu áfram. Kristjún Þorgeirsson Ég kveið þögninni, en ég var hins vegar ekki tilbúinn að rjúfa hana í lokin. Það felst mikil fullnægja í slíkri þagnar samveru. Ég vissi ekkert hvað beið mín, var í öðru hissa á mér að fara á kyrrðar- dagana. En þetta varð mér dýrmæt- ur tími. Það er lykilatriði að fara vel inní þögnina en ekki síður að koma mjúklega inn í hljóðið aftur og inni í þann gráa hversdag sem við lifum í. Það er mikið frelsi í þögninni, ekkert áreiti eða krafa, ekki ráðist inn á mann. Hinsvegar hugleiðingar Sigurbjarnar og orð Biblíunnar með sinn boðskap til okkar. Mér verður ákaflega minnisstæð fyrsta samver- an í kirkjunni, náttsöngur. Að lokn- um hugleiðingum færðist kyrrðin yf- ir og í hugsýn sá ég gamla konu koma upp á baðstofuloftið heima í Dýrafirði, kveikti ljós í glugga í rökkrinu og las versin hans Hall- gríms okkur öllum til blessunar. Ég lifði blæ þeirra bernsku stunda aftur í Skálholti og kom ríkari heim. Ég hef einu sinni áður tekið þátt í kyrrðardögum og þá sem hluta af djáknanámi mínu. Ég var þá með hóp sem ég þekkti. Þess vegna hélt ég fyrir fram að það yrði erfitt að finna ró í hóp með flestum ókunnugum í Skálholti. En svo var ekki. Þessi hópur var mjög samstilltur í kyrrð- inni og þögninni og enginn vildi vera fyrri til að trufla hinn. Þessir dagar voru tími fárra áreita og slíka daga upplifir maður sjaldan í sínu venju- lega lífi sem er fullt af alls konar áreitum sem auðveldlega valda streitu. Áður en ég fór úr bænum fann ég til hræðslu við að ég myndi óvænt rjúfa þögnina vegna einhvers óvænts atburðar eða hugdettu. Slíkt kom ekki fyrir og andrúmsloftið það afspennt að ég held að þessi ótti hafi verið ástæðulaus. Regluleg bænagjörð og hugleið- ingar voru fastir liðir og þannig fyllt- ist þögnin af íhugun og tilbeiðslu. Sigurbjörn biskup hjálpaði okkur mjög mikið og minnti okkur meðal annars á Jesúbænina sem mér fannst ég fá mikla ró við að biðja. Að biðja Jesúbænina er að segja „Sonur Guðs, Jesús Kristur,“ um leið og maður andar að sér. Á útönduninni segir maður svo „vertu mér syndug- um líknsamur“. Að sitja í Skálholts- dómkirkju, biðja Jesúbænina og horfa á Kristsmyndina er upplifun sem ég get lifað lengi af. Maður sér Krist en sér hann þó ekki. En hann er nálægur. Báðir dagarnir byrjuðu með messu. Það var gott að byrja daginn með því að neyta altarissakramentis- ins, maður fær svo sjaldan tækifæri til að koma að borði Drottins fast- andi. Margt kemur upp í hugann í næðinu og manni gefst tími til að vinna úr atburðum liðinna daga. En það er ekki bara það sem er nálægt í tímanum sem skýtur upp kollinum heldur líka hið löngu liðna. Ég hafði hugsað mér að taka með mér vatnsliti en gleymdi þeim svo heima. En ég fann einmitt þörf til að tjá mig á annan hátt en með orðum. Ég tók með mér prjóna en fann mig ekki í þeirri sköpun eða framleiðslu. Hins vegar las ég dálítið og rakst á sænskt ljóð og áður en ég vissi af hafði það fengið á sig íslenska mynd. Ragnheiður Sverrisdóttir Gleði þín léttir brún mína. Ég lifi í kærleika þínum hvert sem ég fer. Úr öllum áttum nálgast þú mig. Friður þinn er æðri skilningi mínum, hann skýtur rótum í undirmeðvitund minni. Réttlæting þín fær mig til að rétta úr bakinu og hún þurrkar burtu skuggann af sekt minni. Gleði þín Iéttir brún mína og fyllir lungu mín með fögnuði. Nú lifi ég ekki Iengur ekki ég. En þú lifir í mér og þess vegna lifi ég sjálf, loksins, raunverulega. VÍÐFÖRLI — 9

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.