Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 12
Skálholtsútgáfan
er komin á þurrt
Það sem fyrst vekur athygli er hin trausta framganga. Hann
gengur hægum föstum skrefum og er hluti af því umhverfi þar
sem hann er hverju sinni. Það er augljóst að honum verður ekki
auðveidlega stjakað til hliðar. Síðan augun, blá og vammlaus.
Augnaráðið er kyrrt en fast, og glettnisglampanum bregður fljót-
Iega fyrir. Vandaður klæðaburður og fáguð framkoma, er í eðli-
legum samhljómi við það yfirbragð bóndans sem einnig er áber-
andi.
Maðurinn er Ottó A. Michelsen,
fyrrum forstjóri hjá IBM á íslandi,
stofnandi og aðaleigandi Skrifstofu-
véla og nú stjórnarformaður,
Kirkj uþingsmaður, stj órnarformað-
ur útgáfunnar Skálholt.
„Hann Ottó er leikmaður af lífi og
sál, “ sagði náinn samstarfsmaður
um hann: „Það er ekki ónýtt fyrir
kirkjuna að eiga hann að.“
Nei, það er ekki ónýtt. Síðasta af-
rek Ottós í því er að rétta við útgáf-
una Skálholt.
Þetta hefur verið erfiður en full-
nægjandi tími. Við höfum mætt
miklum skilningi skuldaeigenda
langt út fyrir raðir kirkjunnar.
Skuldahalinn var geysilangur og
þungur, en nú er þetta komið á þurrt.
Við skuldum aðeins um eina miljón
og margskonar efni er komið í dreif-
ingu þannig að tekjurnar aukast.
Það var auðvitað erfitt að fást við
að leysa úr skuldabagganum í
skugga af erfiðleikum Hjálparstofn-
unar kirkjunnar. Þau mál ollu mikl-
um sársauka hjá fólki, þeir sem
blésu mest og skömmuðust voru
gjarnan þeir sem þótti vænst um
kirkjuna. En með þolinmæði og yf-
irlegu hafðist þetta. Ég vann þetta á
sömu forsendum og öll önnur störf:
Ég stóð við það sem ég lofaði. Það er
mín viðskiptahefð.
„Hvað átti ég að gera þegar Ottó
kom að semja um greiðslu á skuld-
um Skálholts. Þarna var þessi stál-
heiðarlegi maður að taka á sig erfiða
byrði af hugsjóninni einni. Auðvitað
vann maður með honum að lausn
vandans enda þekkir hann öll svið
viðskipta og kunni á málin. Þetta er
handleiðsla að fá mann eins og Ottó
í þetta starf en ekki hefur hann verið
öfundsverður,“ sagði annar viðmæl-
andi Víðförla.
— Hvaða drauma dreymir þig,
OttóA. Michelsen, um framtíð Skál-
holts?
Kirkjan verður að annast útgáfu.
Bókin og kirkjan eru eitt. Margt af
því sem gefa þarf út, er ekki vænlegt
til ágóða, en þá þarf að fá hann ann-
arsstaðar, t.d. af þjónustuefni sem
gefið er út til að nota í söfnuðunum.
Því skiptir miklu að það útgáfuefni
Skálholts nýtist sem best. Það þyrfti
að skipuleggja þannig að prestar séu
samstiga að nota það.
Ég held að Skálholt sé á réttu róli.
Útgáfan vex hægt en örugglega, tek-
ur ekki áhættur en sinnir sinni þjón-
ustu. Hún var í röngu sjólagi og það
þykja fréttir þegar illa tekst til. Nú
erum við að finna traustan fjárhags-
grundvöll, sem er forsenda þess að
hægt sé að mæta þörfum kirkjunnar
í útgáfumálum. Við verðum að
kveða niður þá útbreiddu skoðun að
kirkjan geti ekki staðið sína pligt í
fjármálum. Þetta er landlægur
skilningur sem þarf að breyta. Auð-
vitað verðum við sem góðir ráðs-
menn að vera trúir öllu því sem
Drottinn fær okkur í hendur og
ávaxta það vel, hvort sem það eru
Ottó A. Michelsen
hæfileikar, tími, fjármunir eða ann-
að.
Ottó A. Michelsen er frá Sauðár-
króki, einn tólf systkina. Kreppa var
í algleymingi og atvinnuleysi mikið
þegar hann komst á unglingsár og
fór að sjá fyrir sér. Snemma fékkst
hann við stjórnunarstörf, varð
flokkstjóri í vegavinnu sextán ára.
En svo lá leiðin til Þýskalands.
Já, ég frétti um möguleika í
Þýskalandi til náms í viðgerðum á
skrifstofuvélum. Ég hafði ekki
kynnst slíkum tólum. En glanna-
skapurinn var nægur. Ég fór í sept-
ember 1938 þvert á vilja foreldra
minna enda stríðsblikur á Iofti. En
ég var sannfærður um að ekkert
kæmi fyrir mig, eins og er háttur
ungra manna. Ég vildi hasla mér völl
og fannst möguleikar afar litlir á
Króknum.
Það byrjaði ekki vel. Ég kom til
Hamborgar með Dettifossi með eitt
mark í vasanum. Það dugði fyrir
12 — VÍÐFÖRLI