Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 14

Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 14
Frá Æskulýðsstarfinu Hendið litabókunum Sigrún Proppé „Númer eitt er að láta börnin skapa. Kaupið handa þeim jarðleir, þekjuliti og almennilega breiða pensla. Og ef þið eruð með litabæk- ur í ykkar starfi þá skuluð þið henda þeim,“ sagði Sigrún Proppé listmeð- ferðafræðingur á námskeiði í Skál- holti fyrir starfsmenn og áhugafólk í kirkjunni um barna og æskulýðs- starf. Var ekki Iaust við að það kæmi furðulegur svipur á okkur sum því að litabækur eru einmitt hluti af því efni sem Æskulýðsstarf þjóðkirkj- unnar hefur gefið út undanfarin ár. Sigrún brýndi okkur mjög til að virkja sköpunargleði barnanna og leyfa þeim að tjá sig og fá útrás í lit- um, föndri og leiklist. Skapandi starf væri besta leiðin til að miðla trúnni til barnanna. En fræðsla Sigrúnar var ekki einungis töluð orð, því hún kenndi okkur líka og lét okkur gera ýmis konar föndur. Var þetta einkar vel til fundið og hér gátu allir þátt- takendurnir, jafnt börn sem full- orðnir sameinast í skemmtilegri og gefandi iðju. Og þannig á þetta að vera innan- dyra í kirkjunni. Námskeiðið Innan- dyra, sem er árlegur viðburður, sóttu um fimmtíu manns víðs vegar að af landinu. Sumir þátttakendur höfðu verið í nokkur ár í sunnudagaskóla- starfi, aðrir voru rétt að byrja og enn aðrir komu frá æskulýðsfélögunum og sumir komu bara með pabba og mömmu. Þarna áttu lærðir og leikir, ungir og gamlir saman ánægjulegar stundir. Á meðan fullorðna fólkið sat í fræðslustundum voru börnin með fóstrum sínum í leikherberginu. Á kvöldin var svo sameinast við bænagjörð í kirkjunni. Fyrirlesarar á námskeiðinu auk Sigrúnar voru þau Heli Savolainen æskulýðsfulltrúi frá Finnlandi og Gunnar Hrafn Birgisson sálfræði- nemi og sumarbúðastjóri á Vest- mannsvatni. Einnig kynntu starfs- menn Æskulýðsstarfsins nýútkomið efni og notkun ýmissa hjálpargagna. Lesendum til fróðleiks má geta þess að á skrifstofu Æskulýðsstarfsins í Suðurgötu 22 Reykjavík er hægt að fá lánuð ýmis hjálpargögn. Hringið í síma 91—621500 og við munum reyna að aðstoða ykkur. Námskeiðinu Innandyra lauk svo með guðsþjónustu í Skálholtskirkju. Var guðsþjónustan miðuð við þarfir og þroska allra aldurshópa. Reynt var að hafa sem mest af myndrænu efni í öllum messuliðum fyrir yngstu þátttakendurna. Þó var hér í öllu fylgt liðum hinnar hefðbundnu guðsþjónustu. Það besta við svona námskeið er samfélag þátttakenda. Við komum víðsvegar að en sameinumst þarna í Skálholti í trúnni á Jesú Krist. Það er svo dýrmætt að deila reynslu sinni með og búa sig þannig undir átökin á komandi vetri. Á meðal þátttakenda voru hjón frá Ólafsfirði, Matthías Sæmunds- son og Jónína Óskarsdóttir. Við höfðum samband við Matthías til að heyra hvernig þeim hefði líkað. Við vorum hrifin bæði tvö, sagði Matthías. Við fengum mikið út úr þessu námskeiði. Við lærðum t.d. betur að umgangast börn og ungl- inga. — Var eitthvað sem kom þér á óvart? Ég renndi alveg blint í sjóinn þeg- ar ég fór á námskeiðið. Það kom mér á óvart hversu opinskátt var talað um trúmál þarna. Unga fólkið var líka mjög opið gagnvart trúnni. Svo voru samverurnar í kirkjunni alveg sérstakar. — Eruð þið hjónin mikið í kirkju- legu starfi? Ég byrjaði í fyrra í barnastarfinu með prestinum, sr. Svavari. Ætli við verðum ekki bæði eitthvað með í vet- ur. Reyndar var það fyrri sóknar- prestur, sr. Hannes Örn Blandon, sem kom að máli við mig um að koma til starfa í kirkjunni. Hann hafði einhvern pata af því að ég læsi Biblíuna. — Gerirðu það? Ég les Biblíuna daglega. Það byrj- aði þegar ég var á skuttogara. Ég var búinn að lesa allt, spennusögur, horfa á vídeó. Þá fékk ég þessa hug- mynd. Ég keypti mér Biblíu þegar ég kom í land. Ég byrjaði fremst á Biblíunni og las með því hugarfari að fá eitthvað út úr því. Síðan hef ég haldið áfram að lesa. Fólk tálar um að kirkjan sé stöðnuð. En ég held að fólkið eigi þá að ganga til liðs við kirkjuna og lífga þannig upp á hana. Magnús Erlingsson. Jónína og Matthías í Skálholti. 14 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.