Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 5

Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 5
Aðaláherslan á menntun starfsfólks Einstaklingar með eyðnismit hafa þegar leitað eftir aðstoð Fé- lagsmálastofnunar. Við höfum sett niður starfshóp félagsráð- gjafa innan stofnunarinnar til að gera tillögur og vinna að þess- um málaflokki. Við höfum alls ekki verið undir þetta búin og því ljóst að við verðum að mennta okkur sjálf í eyðnimálum til þess að geta tekið við þessum skjólstæðingahópi og veitt honum eins góða þjónustu og best verður á kosið. Einar Þorleifsson er viðmcelandi Víðförla en hann er félagsráðgjafi á Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar. Á síðastliðnu ári kynnti hann sér eyðnimálin á Norðurlönd- umfyrir hönd stofnunarinnar. Þá er Einar virkurfélagi íSamtökunum 78 og hefur unnið með þessi mál á þeim vettvangi. Ég tel nauðsynlegt að við byrjum á okkur sjálfum og vinnum úr eigin tilfinningum í sambandi við þetta fyrirbrigði sem eyðni er. Að standa andspænis skjólstæðingi með eyðni- smit er mjög ögrandi verkefni. Það snertir í fyrsta lagi dauðahræðslu okkar en hræðsla við eyðni er algeng meðal meðferðaraðila eins og eðli- legt er. Það er nauðsynlegt að gefa svig- rúm til þess að ræða um þessa hræðslu og ýta henni ekki til hliðar. Fyrsta skrefið til að losna við hina óraunhæfu hræðslu er að viður- kenna hana og tala um hana. Við leggjum áherslu á að fræðsla um eyðni sé endurtekin því reynsla er- lendis frá sýnir að full þörf er á því fyrir meðferðaraðila, nýjar spurn- ingar koma upp og óttinn skýtur endurtekið upp kollinum. En dauðahræðslan er ekki það eina sem meðferðaraðilar verða að vinna úr hjá sjálfum sér. Sú stað- reynd að um 70% þeirra sem eru smitaðir eru hommar eða bísexual karlmenn gerir þær kröfur til með- ferðaraðila að þeir vinni með við- horf sín til þessa hóps en vanþekking og óöryggi er ríkjandi gagnvart hommum. Þetta gerir kröfur til þess að meðferðaraðili sé fær um að ræða kynlíf hispurslaust og án kinnroða og geri sér grein fyrir að önnur form í kynlífi og lífsstíl eru jafnrétthá og hans eigið. Menntun og fræðsla um lífsskilyrði og líf áhættuhópanna er grundvallaratriði fyrir meðferðarað- ila til þess að ná árangri og geta hjálpað skjólstæðingi sinum. Reynsla meðferðaraðila hvað varðar vímuefnanotendur hefur þó auð- veldað það starf sem að þeim snýr. — Þú hefur kynnst líðan eyðni- smitaðra? Ég tel að ástandið á þeim bæ sé mjög alvarlegt. Þeir virðast oft Ienda í algjörri einangrun með þessa stað- reynd lífs síns. Treysta sér ekki til að ræða málið. Þeir sem það hafa gert hafa lent í alls kyns útistöðum, m.a. eru dæmi um það að húsnæði og at- vinna hafa komist í uppnám. Lítið og alls ófullnægjandi tilboð hefur verið til eyðnismitaðra um tilfinn- ingalega úrvinnslu (terapi) eftir að þeir hafa fengið vitneskju um smit. Þeir eru sendir einir heim eftir að hafa fengið úrslit í mótefnaprófinu og dæmi eru til að þeim hefur verið sagt að koma aftur eftir sex mánuði. Ég tel að heilbrigðiskerfið hafi gjör- samlega brugðist ábyrgð sinni á þessu sviði. Koma þarf á laggirnar hópi félagsráðgjafa og sálfræðinga í sambandi við sjúkrahúsin, sem hafi það starf að hjálpa eyðnismituðum í gegnum hina tilfinningalegu kreppu. Einar Þorleifsson Mikil reynsla er af þessu starfi er- lendis. Þegar hafa verið þróaðar alls kyns aðferðir i sálrænni meðferð til handa eyðnismituðum. Mikilvægt er að hjálpa þeim til að vinna úr ógeð- inu á eigin líkama og óttanum. — Hvað ætti kirkjan að gera? Hún á að halda áfram á sömu braut og styrkja aðsföðu sína í þessu sambandi, m.a. með því að gefa alls ekki eftir fordómum sértrúarhóp- anna. Alkirkjuráðið tók af skarið um afstöðu til eyðni og íslenska kirkjan fylgdi á eftir og sýndi ábyrga afstöðu. Ég hef kynnt mér afstöðu og greinargerð Alkirkjuráðsins í þessu máli og mér finnst hún mjög vönduð og kirkjunnar menn geta verið stoltir af henni. En mér er spurn: Þarf ekki kirkjan að auka fræðslu um eyðnimálin meðal sinna þjóna til þess að þeir verði betur í stakk búnir til að mæta einstakling- um með eyðnismit sem til þeirra leita? Kannski getur kirkjan lært af Félagsmálastofnun hvað þetta varðar. Það er svo erfitt viðfangsefni að fást við fólk í djúpri kreppu, að fyrsta skrefið hlýtur að vera að vinna með sjálfan sig, snúast gegn hræðslu og fordómum, hvort sem um er að ræða sálgæslu prestsins eða félags- lega úrvinnslu ráðgjafans. VÍÐFÖRLI — 5

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.