Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 4

Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 4
Fordómar eru ógnun eyðnismitaðra Hrund Sch. Thorsteinsson er deildarstjóri þeirrar deildar Land- spítala, sem sérstaklega hefur verið útbúin til þess að taka við sjúkling- um með alnæmi. Innan tíðar mun hún taka við nýju starfi og vinna að ýmsum málum er varða eyðnismit- aða einstaklinga. — Hvernig brást starfslið deildar þinnar við sjúklingum með alnœmi? Mjög vel. Við fengum góða fræðslu um hinar ýmsu hliðar sjúk- dómsins, auk þess sem óbein fræðsla og umræður voru stöðugt í gangi á þessum tíma. Eftir það varð ég ekki vör hræðslu eða tregðu hjá starfs- fólki varðandi umönnun þessa sjúkl- ingahóps. — Hvað er brýnasta verkefnið vegna umönnunar eyðnismitaðra? Þessum einstaklingum má í raun skipta í þrjá hópa. Þ.e.a.s. einkenna- lausa einstaklinga, einstaklinga með forstigseinkenni og sjúklinga með alnæmi, þ.e. sjúkdóminn á Iokastigi. Sjúklingar með alnæmi þurfa oft sjúkrahúsvist og mikla hjúkrun, andlega sem líkamlega. Þessi þjón- usta er nú þegar i boði. Einkenna- lausir einstaklinga sem hafa mælst með mótefni gegn veirunni tel ég að þurfi á ráðgjöf og stuðningi að halda og það umtalsvert meir en hefur ver- ið í boði og á skipulagðari hátt. Sam- felld þjónusta af þessu tagi þarf að standa þeim til boða er þess óska og eins lengi og þeir telja sig hafa not af slíkri þjónustu. Greining mótefna í blóði er í mörgum tilfellum slíkt áfall að hún getur valdið alvarlegri kreppu hjá viðkomandi. Það er ekki einungis verið að segja fólki að það hafi í sér smit, sem getur valdið ban- vænum sjúkdómi heldur er einnig verið að dæma það til erfiðs lífs og jafnvel útskúfunar vegna fordóma. Hafa verður í huga að þessir ein- staklingar eru oft illa staddir félags- lega fyrir og tilheyra hópum sem sæta fyrirlitningu og fordæmingu. Þar sem sjúkdómurinn er lang- vinnur og getur gengið í bylgjum, þurfa einstaklingar með forstigsein- kenni sambland af þeirri þjónustu sem hinir tveir hóparnir þarfnast. Að auki þarft heimahjúkrun að vera í boði fyrir þennan sjúklingahóp. — Er erfiðara að fá sjúkdóms- greiningu um eyðni en t.d. krabba- mein? Ég hugsa það. Vegna hinnar miklu umfjöllunar sem sjúkdómurinn og fórnarlömb hans hafa fengið og það hvernig sú umfjöllun hefur verið þ.e. allt það ömurlegasta dregið fram og ekkert látið kyrrt liggja. Hvað varð- ar krabbamein er öll umræðan já- kvæðari og gjarnan bent á að fólk geti lifað góðu lífi um árabil með þann sjúkdóm. Auk þess eiga krabbaméinsjúklingar samúð allra vísa en ekki fordæmingu. Starfs- menn fjölmiðla ættu að hugsa um þau áhrif sem slíkur fréttaflutningur hefur á hinn smitaða og aðstandend- ur hans og reyna að breyta áherslu- þætti og fréttastíl. — Hvernig er heilbrigðiskerfið búið til að taka við þessum sjúkling- um? Heilbrigðiskerfið er engan veginn í stakk búið til að taka við stórum hópum af sjúklingum með alnæmi. Nú þegar er skortur á mannafla og fjármagni í heilbrigðiskerfinu og of mikið er um skammtímaáætlanir, sem geta verið kostnaðarsamar þeg- ar til langs tíma er litið. Enn fremur er hætta á að fordómar aukist enn ef fólk verður að bíða eftir spítalavist vegna þess að alnæmissjúklingar taka upp pláss. Fordómarnir eru hugsanlega mesta ógnun eyðnismit- aðra. Það er nánast ógjörningur fyr- ir þá að lifa eða deyja með sæmd enn sem komið er. — Hvernig má takast á við for- dómana? Fræðsla er lykilatriðið, hún þarf að leiða til almennrar umfjöllunar um sjúkdóminn og afleiðingar hans. Fræðslan þarf einnig að hvetja fólk til að horfast í augu við eigin for- dóma og hvetja til umburðarlyndis og virðingar á gildismati annarra. Þarna hefur kirkjan miklu hlut- verki að gegna. Stóryrtar greinar frá sérhópunum um samkynhneigt fólk og alnæmi eru ómannúðlegar og geta haft mikið illt í för með sér Þjóðkirkjuprestar hafa skrifað vel gegn þessu, enda hafa þeir þekking- una og rökin og kirkjan getur sann- arlega verið viðhorfamótandi í svona málum ef hún beitir sér. Ferm- ingarstarfið er t.d. kjörinn vettvang- ur til að vekja með krökkunum mannúð og virðingu fyrir fólki og vinna gegn hverskonar fordómum. — Hvað gceti kirkjan gert með hagnýtum hætti? Prestar auglýsa lítið þjónustu sína. Það kom fram á ráðstefnunni að gott væri að t.d. kirkjan hefði símanúmer sem hringja mætti í þeg- ar fólki líður illa, þá ekki aðeins eyðnismitaðir. Það myndi létta af prestum næturhringinum ef slíkt byðist og fyrir mörgum aðgengilegra en að ónáða sóknarprestinn. — Hvað fœr þig til að sinna svo erfiðu verkefni sem þessu? Þetta hefur tekið upp hug minn undanfarin tvö ár a.m.k., án þess að ég geri mér grein fyrir hvers vegna. Hjúkrun sjúklinga með alnæmi er mjög ögrandi og gefur manni kost á að nýta menntun sína og hæfileika. Þegar einstaklingur leggst inn á sjúkrahús vonast hann yfirleitt eftir lækningu (cure) og að fá linaðar þjáningar sínar. Læknar og hjúkr- unarfræðingar starfa saman að þessu markmiði. Varðandi alnæmi er enn ekki til lækning þannig að að- al áherslan er fyrst og fremst á bætta líðan/umönnun (care) sjúklingsins og þar gegnir hjúkrunarfólkið lykil- hlutverki. Hér birtist e.t.v. í hnot- skurn mismunur á áherslum þessara jafnstæðu starfsstétta, sem eiga svo nána samvinnu. Umönnun eyðni- smitaðra og forvarnarstarf er ekki einkamál heilbrigðisstétta — það er mál okkar allra. 4 _ VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.