Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 17

Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 17
í byrjun ágústmánaðar sl. fékk Hjálparstofnun kirkjunnar beiðni frá Alkirkjuráðinu í Genf um að senda föt til Suður- Afríku handa flóttafólki frá Mósambík. Fjöldi flóttafólks streymir yfir landamærin til Suður-Afríku hungrað og illa á sig komið. Borgarastyrjöld er í Mósambík, mikill vöruskortur og kemur flóttafólkið fatalítið yfir landamærin. Kalt hefur verið á þessum slóðum og fólk dáið úr vosbúð, þess vegna er mikil þörf á hlýjum fatnaði. Beiðni Alkirkjuráðsins var svarað strax játandi og landssöfnun á fatn- aði fór fram dagana 27.—29. ágúst sl. Nær allir söfnuðir landsins og stór hluti þjóðarinnar tóku þátt í þessari söfnun. Tekið var á móti föt- um í flestum kirkjum landsins og sá safnaðarfólk um móttöku á þeim. Að aflokinni söfnun var fötunum safnað saman í Breiðholtsskirkju þar sem endanlegur frágangur á þeim fór fram. Almennt var álitið að Breiðholtsskirkja væri nógu stór til að rúma allan þann fatnað sem safn- ast myndi en þar reyndust jafnvel bjartsýnustu menn hafa misreiknað sig því þátttakan í söfnuninni var slík að harðsnúið lið pökkunarmanna varð að vinna hratt og vel við að koma tilbúnum pökkum út úr kirkj- unni og í gáma til að rýma fyrir nýj- um fatnaði til pökkunar. Frágangur á fatnaðinum var allur unninn í sjálfboðavinnu. Það var fólk frá söfnuðum, skiptinemasamtökun- um, æskulýðsfélögum og einstakl- ingar sem réttu okkur hjálparhönd. 70 tonn af fatnaði AIls söfnuðust um 70 tonn af fatn- aði. Áberandi var í hve góðu ástandi fatnaðurinn var og það var auðsjá- anlegt að gefendur höfðu lagt mikla vinnu í að koma fötunum frá sér hreinum og heilum. Fötin eru þegar á leiðinni til Suður-Afriku og má bú- ast við að þau nái áfangastað um miðjan október. Samband íslenskra samvinnufélaga sá um flutninginn og veitti góðan afslátt af flutnings- kostnaði. Heildarkostnaður vegna söfnunarinnar verður um 1.4 mill- jónir kr. Allflestir sem þátt tóku í þessari söfnun vildu greiða undir flutning á sínum fötum og þannig fékkst fyrir öllum kostnaði. Segja má að söfnunin hafi tekist vel í alla staði. Um miðjan ágúst gaf Rauði Kross íslands 6 tonn af vetrarfatnaði sem þeir áttu tilbúinn í Danmörku til Hjálparstofnunar kirkjunnar. Sá fatnaður var sendur til Malawi og er þegar búið að dreifa honum meðal flóttafólks frá Mósambik. Það var danska hjálparstofnunin sem sá um flutninginn okkur að kostnaðar- lausu og kunnum við báðum þessum stofnunum bestu þakkir fyrir. Það er enginn vafi á því að þessi fatasöfnun hefur verið mikill ávinn- ingur fyrir Hjálparstofnun kirkj- unnar og er spor í rétta átt að vinna stofnuninni aftur það traust sem hún hafði í þjóðfélaginu. Vil ég nota þetta tækifæri til að þakka innilega Föt á ferð þá samvinnu sem við höfum við söfnuði landsins og jafnframt þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið, unnu óeigingjarnt starf og gerðu fatasöfnunina að veruleika. Tryggj- um rekstur Hjálparstofnunarinnar. Jólin nálgast og fyrir þessi jól verður sala á svokölluðum „friðar- kertum“. Það er von mín að þau fái fastan sess í jólaundirbúningi lands- manna. Prófsteinn okkar verður hin hefð- bundna jólasöfnun „Brauð handa hungruðum heimi“. Söfnunin verður með svipuðu sniði og fyrri jólasafn- anir. Hún hefst 6. desember n.k. Verkefnin eru mörg sem bíða. Tug- ir beiðna um aðstoð berast okkur mánaðarlega bæði frá Lútherska heimssambandinu og Alkirkjuráð- inu. Þessar beiðnir eru m.a. vegna hungursneyðar í Mósambík, flóða í Bangladesh en þar eru hundruð manna heimilisslausir, flóttamanna o.fl. o.fl. Til þess að geta orðið við þessum beiðnum verðum við að tryggja rekstur Hjálparstofnunar kirkjunnar. Það er því mikið í húfi að jólasöfnunin takist vel því með þeirri söfnun ræðst framtíð Hjálpar- stofnunar kirkjunnar. Sigríður Guðmundsdóttir. VÍÐFÖRLI — 17

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.