Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 23
. . . Hvað áttu við? I staðinn fyrir launahækkun segistu vilja frí á sunnudögum
eins og annað fólk . . .
Trúaruppeldi I dagvistun
Finnsk lög kveða svo á um, meiri-
hluti foreldra er sama sinnis, að trú-
aruppeldi skuli eiga sér stað á dag-
vistunarstofnunum. Foreldrar álíta
að það auki öryggistilfinningu
barnsins, þetta styður við uppeldið
heima og miðlar grunnfræðslu um
biblíuna.
Þótt afstaða foreldra sé jákvæð í
þessu efni, var það einnig álit þeirra
að trúaruppeldið skyldi ekki vera
hinn miðlægi þáttur starfsins. For-
eldrar vilja samvinnu og vilja vita
hvað börnunum er kennt. Yfirleitt er
sunginn morgunsálmur á dagvistar-
stofnunum og lesin borðbæn, en hin
eiginlega fræðsla er aðallega í
tengslum við hátíðir kirkjunnar.
Prestar í hlutastarfi í Svíþjóð
Mikill prestaskortur er nú í Sví-
þjóð, sérstaklega er vöntun á prest-
um til afleysinga eftir að 40 stunda
vinnuvika var tekin upp meðal
presta.
SÚPUKÚR
— Það er ekki aðeins að ég hafi losnað við nokkur kíló, mat-
arlystin hefur Iíka minnkað og ég held enn áfram að léttast. Þar
að auki er ég andlega hressari og kraftmeiri en áður. Þessi súpa
hreinsar mann að innan og kemur hugsunum í annan farveg —
svo mælti einn af lesendum Víðförla
og hvatti til þess að fleiri lesendum
gæfist kostur á að njóta þessa prýði-
lega megrunarkúrs með því að upp-
skriftin yrði birt í blaðinu, einmitt
nú meðan ávextir og grænmeti eru
hvað ódýrust.
— Er það ekki líka góð ráðs-
mennska að fara vel með sinn eigin
líkama. Ber ekki málgagni kirkjunn-
ar að stuðla að því að menn geti sem
lengst og best unnið fyrir guðsríkið.
Vinnst þeim ekki best sem eru and-
lega og líkamlega hressir?
Ritstjórinn þyrfti kannske að fara
á þennan kúr! bætti hann við.
Þessi kúr er óvenjulegur að því
leyti, að eftir því sem menn borða
meira, þeim mun meir grennast þeir.
Það fara nefnilega fleiri hitaeiningar
í að brenna upp fæðuna sem kúrinn
leggur fyrir heldur en fæðan gefur
líkamanum.
Grunnfæðan er súpa, sem má
borða í öll mál, heita sem kalda, auk
þess má drekka af vild af vatni, kaffi
og dietdrykkjum. Allur matur skal
vera ósaltaður og ósykraður.
Súpuuppskriftin er þessi: Saxið í
smábita eitt hvítkálshöfuð, tvo
lauka, tvær grænar paprikur, eina
stöng af sellerí, hellið í pott ásamt
einni dós af niðursoðnum tómötum,
vatni og tveimur pökkum af Liptons
lauksúpu (eða einhverri annarri
gerð). Þetta er soðið við skarpan hita
í 10 mínútur og síðan látið malla þar
til grænmetið er mjúkt.
Gott er að láta kúrinn vara í 7
daga, en þar sem hann er alls ekki
skaðlegur er hægt að endurtaka
hann eins oft og hver vill. Súpuna
borðar maður sem sé eins oft og mik-
ið og gerlegt er en auk þess er fylgt
eftirfarandi reglum um fæði.
1. dagur: Alla ávexti eins og þú vilt,
ekki banana.
2. dagur: Allt grænmeti, eina stóra
kartöflu m/smjöri — ekki
baunir eða gullkorn.
3. dagur: Ávexti og grænmeti —
með sömu takmörkunum
og áður — ekki kartöfl-
una.
4. dagur: Bananar og mjólk — allt
að 8 bananar og 8 glös af
léttmjólk eða undan-
rennu.
5. dagur: Nautakjöt og tómatar,
kjötið má matreiða að
vild og magn ótakmark-
að. Ef þú borðar meira en
6 tómata verður þú að
drekka 8 glös af vatni.
6. dagur: Nautakjöt og grænmeti —
sömu takmarkanir og í 2.
og 5. grein.
7. dagur: Hýðisgrjón og grænmeti
og hvaða ósætan ávaxta-
safa.
VÍÐFÖRLI - 23