Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 18
í fréttum
Sálmastefna
í Norræna húsinu
Fræðslustarf í
prófastsdæmunum
Tíukvölda námskeið eru að hefj-
ast á vegum Roykjavíkurprófasts-
dæmis. Er það ætlað öllu áhugafólki
og fjalla um kirkfuna og hið innra líf
safnaðarins. M.a. verður fjallað um
helgibúnað kirkjunnar, kynntir liðir
messunnar og starfshættir safnaðar-
ins athugaðir.
Tilgangurinn er að auðvelda fólki
að lifa og starfa innan safnaðarins
með því að þekkja sem best innviði
þess er þar fer fram.
í Kjalarnesprófastsdæmi hafa
verið fjórir fræðslufundir með sókn-
arnefndarmönnum. Þar hefur verið
kynnt erindisbréf þeirra og fjallað
um verkaskiptingu og starfshætti
þeirra.
Billy Graham í Helsinki
Mikil örtröð var á Olympíuleik-
vanginum í Helsinki síðustu vikuna í
ágúst, er Billy Graham hélt þar vakn-
ingarviku. Fólk kom frá öllum hlut-
um Finnlands. Undirbúningsnefnd
undir forsæti Helsinkibiskups var
að störfum í rúmt ár þar sem nokkrir
starfsmenn og fjöldi sjálfboðaliða
vann að gerð fræðsluefnis, kynning-
ar- og tengslavinnu. Nær helmingur
lúthersku safnaðanna í landinu átti
aðild að vikunni og undirbjuggu þeir
sérstakt átak til þess að veita þeim
trúarlegt samfélag og umönnun er
vöknuðu til trúar á samkomum
Grahams. Um 9000 manns tekur nú
þátt í þessum „vaxtarhópum“ safn-
aðanna.
Áður en boðunarvikan hófst var
uppi allhávær gagnrýni um fjárútlát
og amerískan stíl á undirbúningi, en
sú gagnrýni hljóðnaði mjög er vikan
hófst og fjölmiðlar umgengust
Graham með virðingu og áhuga.
í fréttabréfi finnsku kirkjunnar
segir, að ekki sé tímabært enn að
meta árangur vikunnar en eitt sé þó
þegar ljóst, trúarumræða er orðin
opnari og víðtækari, það er auðveld-
ara nú að ræða um trúmál við þá sem
hafa fjarlægst kirkjuna.
Kostnaðurinn varð um 40 miljónir
ísl. króna, sem var aflað með frjáls-
um framlögum í Finnlandi. Þriðj-
ungur upphæðarinnar var gefinn á
samkomukvöldunum.
Hörður Áskelsson organleikari Hall-
grímskirkju.
Sr. Kristján Valur Ingólfsson á Grenjað-
arstað.
Sveinn Ellingsen frá Noregi.
Dr. Bjarni Sigurðsson dósent.
Sr. Sigurjón Guðjónsson frá Saurbæ.
Fyrsta sálmastefnan sinnar teg-
undar var haldin í september s.l. í
Norræna húsinu og Hallgríms-
kirkju. Að henni stóðu Norræna
húsið, Prestafélag íslands, söng-
málastjóri, sálmabókarnefnd, Guð-
fræðideild Háskólans og endur-
menntunarnefnd.
Stefnan var vel sótt, bæði af org-
anleikurum, söngfólki, prestum,
stúdentum og kennurum Guðfræði-
deildar auk annarra. Flutt voru er-
indi og kynntir sálmar úr sálmahefð
Norðurlanda og nýir íslenskir sálm-
ar. Tveir norkir gestir voru á sálma-
stefnunni, sálmaskáldið og málarinn
Svein Ellingsen og tónskáldið Trond
Kverno. Fyrirlesarar auk þeirra voru
þeir Knut Ödergard forstjóri Nor-
ræna hússins, sem talaði um helgi-
kvæði frá miðöldum, geisla og Lilju,
sr. Kristján Valur Ingólfsson sem
fjallaði um sálmaþörf kirkjunnar,
Þröstur Eiríksson organisti: Kór-
bókatímabilið, Hörður Áskelsson
rektor: Sálmalögin á Grallaratíman-
um, dr. Bjarni Sigurðsson: Lúthers-
sálmar á íslandi og sr. Sigurjón Guð-
jónsson sem ræddi um Davíðshörpu
frumkristninnar. Þeir dr. Björn
Björnsson forseti Guðfræðideildar
og sr. Jón Helgi Þórarinsson for-
maður sálmabókarnefndar fluttu
ávörp.
Þröstur Eiríksson organleikari í Garða-
sókn.
Knut Ödegaard, forstjóri Norrœna húss-
ins.
18 — VÍÐFÖRLI