Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 20

Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 20
Fráfundi norðlenskrapresta áAkureyri. Fremsta röð f.v.: sr. Bjartmar Kristjánsson fyrrum prófastur, sr. Bolli Gústavsson íLaufási, sr. Örn Friðriksson prófastur á Skútustöðum, sr. Sigurður Guðmundsson settur biskup, Hólum, sr. Sigurpáll Óskarsson Hofsósi, sr. Kristján Valur Ingólfsson Grenjaðarstað, sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir Hrísey, sr. GuðniÞór Ólafsson prófastur Melstað. Mið- röð: sr. Þórhallur Höskuldsson Akureyri, sr. Birgir Snœbjörnssonprófastur Akureyri, sr. Jón Helgi Þórarinsson Dalvík. Aftasta röð: sr. Hjálmar Jónsson prófastur Sauðárkróki, sr. Bjarni Th. Rögnvaldsson, Prestsbakka, sr. Sighvatur Karlsson Húsavík, sr. PéturÞór- arinssonMöðruvöllum, sr. SvavarÁ. Jónsson Ólafsfirði, sr. Robert Jackfyrrumprófastur, sr. PálmiMatthíasson Akureyri, sr. Vigfús Þór Árnason Siglufirði, Þorsteinn Kristiansen œskulýðsfulltrúi og sr. Hannes Örn Blandon Laugalandi. Málstofa í guðfræði Oft hefur borist í tal á meðal guð- fræðinga, vígðra jafnt sem óvígðra, að tilfinnanlegur skortur væri á vett- vangi fyrir guðfræðilega umræðu hér á landi. Nú hefur Guðfræði- stofnun háskólans í hyggju að ráða nokkra bót á þessu með því að opna málstofu í guðfræði á vetri kom- anda. Að því er stefnt að veita guð- fræðingum og guðfræðistúdentum, sem lengra eru komnir í námi, tæki- færi til að koma saman einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina, ýmist til að flytja eða hlýða á fyrirlestur og taka þátt í umræðum. Mikil áhersla er á það lögð að öllum guðfræðing- um er boðin þátttaka. Þarna á að vera vettvangur til að kynna rann- sóknir í guðfræði, hvar sem þær eru stundaðar, innan veggja guðfræði- deildar að sjálfsögðu, en alls ekki síður utan veggja hennar. Það færist í aukana að prestar í or- lofi dveljist erlendis við guðfræði- iðkan margvíslega. Þeir væru au- fúsugestir í málstofu, þegar þeir hverfa aftur heim. Kandídatar í guð- fræði stunda framhaldsnám erlend- is, oft um margra ára skeið. Þeir hafa af mörgu að taka og miklu að miðla. Aðrir, þótt heima sitji, eiga ýmislegt í handraðanum, sem þeir hafa ekki haft tækifæri til að kynna í hópi kollega sinna. Fyrir þá gæti málstof- an verið kjörinn vettvangur, m.a. til að viðra hugmyndir og fá við þeim viðbrögð, áður en lengra er haldið, t.d. með birtingu á prenti. Málstofu hefur verið valinn staður í Skólabæ, húsi háskólans, Suðurgötu 26, en þar er prýðileg aðstaða til samfunda af því tagi, sem hér er haft í huga. Málstofa verður opin í fyrsta sinn þriðjudaginn 27. október n.k., en þá mun séra Torfi Hjaltalín Stefánsson, fil.lic., fjalla um rannsóknir sínar, en hann skrifaði licentiatsritgerð í trú- fræði við háskólann í Lundi á s.l. vori, sem hann nefnir: Diskussion- ene kring Anders Nygrens Motiv- forskning. Fyrirlesturinn hefst kl. 16, en gert er ráð fyrir að málstofa verði opin milli kl. 16 og 18. Öðru sinni verður málstofa opin þriðjudaginn 24. nóvember, en þá mun sr. Kristján Valur Ingólfsson flytja fyrirlestur. Efni hans verður kynnt síðar. Þriðjudaginn 26. janúar 1988 mun dr. Hjalti Hugason, lektor, fjalla um rannsóknir varðandi upplýsinguna á íslandi. Að svo mæltu eru prestar og aðrir guðfræðingar boðnir velkomnir. Látum hendur standa fram úr erm- um. Eflum hag guðfræðinnar með því að taka virkan þátt í málstofu í guðfræði. Forstöðumaður Guð- fræðistofnunar, dr. Björn Björns- son, prófessor, veitir nánari upplýs- ingar og tekur á móti óskum manna um að flytja mál sitt á þessum nýja vettvangi. Sími hans í háskólanum er 69 43 44. 20 - VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.