Víðförli - 15.12.1989, Blaðsíða 4

Víðförli - 15.12.1989, Blaðsíða 4
Karl Sigurbjörnsson Gengið í Guðs hús á aðventunni Um aðventu og jól leggja margir leið sína til kirkju, snortnir af hríf- andi tónlist og helginni, sem tengist þessum árstíma umfram aðra. Svo verður og væntanlega um þann helgidóm, sem hér er mynd af. Ekki lætur hann mikið yfir sér, en er þó í alfaraleið. Þetta er ein smæsta kirkjan í borginni, en vafalaust kem- ur þar þó dags daglega fleira fólk en í margar kirkjur. Þetta er Kapella Kvennadeildar Landspítalans í Reykjavik. Þar eru fjölmörg börn borin til skírnar alla daga ársins. En það, sem meira er og mikilvægara, er að þar er griðastaður margra, sem þar finna frið og hlé í ágjöfum og ólögum sem á dynja. Þangað leitar fólk athvarfs til að biðjast fyrir eða láta uppbyggjast í einrúmi helgi- dómsins. Slíkir griðastaðir eru gulls ígildi á angistar- og streituöld. Ekki eru nein aðventukvöld hald- in í Kapellu Kvennadeildar. En þar er e.t.v. merking orðsins aðventa ljósari en víðast annarsstaðar. í mínum huga er orðið svo nátengt orðunum von og vænting. Við segjum að þunguð kona „eigi von á sér,“ og „vænti sín“. Og aðventa er tími óþreyju og eftirvæntingar. Það þekkjum við öll, sem erum í nám- unda við börn. En það, sem aðvent- an boðar, er það sem gerist þegar „fylling tímans“ er komin, þegar fæðingahríðum sköpunarinnar linn- ir, og þrá Iífs og tilveru allrar er sval- að, þegar HANN birtist, sem er mark og mið lífs og heims. Orðið aðventa er auðvitað úr lat- ínu og merkir „koma“ og á við komu Krists í þennan heim, komu hans sem við fögnum á jólum, og sérhver jólagjöf og jólakveðja, og jólaljós boðar og vitnar um. Komu hans er minnst, vegna þess, að hann kemur enn. Hann kemur til þeirra, sem ákalla hann, hann kemur í orði sínu og sakramentum, og hann kemur í þeim, sem hann kallar sína minnstu bræður, þeim þjáðu og snauðu hér í heimi. Og hann mun koma um síðir, þá verður hann ekki hulinn eins og nú, heldur öllum augljós og opinber, þá verður ekki um að villast hver það er, sem allt vald er gefið á himni og ájörðuog hefursíðastaorðið. Það er JESÚS, Guðs sonur, lausnarinn. Aðventan beinir sjónum til hans, sjónum eftirvæntingar og óþreyju til hans, sem uppfyllir alla dýpstu þrá og fegurstu drauma jarðarbarna. Leysir viðjar, læknar mein, þerrar tárin öll. Kirkja, helgidómurinn, hvort sem hann er smár eða stór, nýr eða gam- all, er tákn. Hann er samfundastað- ur kirkjunnar, þess fólks, sem helgað er Kristi, og táknar návist Guðs í lífi okkar og örlögum. Hann minnir á þann, sem er „ljós það og líf, sem að lyftir oss duftinu frá,“ eins og segir svo fallega í þjóðsöngnum okkar, ís- lendinga. Hann minnir á, að Guð er ekki einhver óræður, æðri máttur, alvaldur í alheimsgeimi, heldur lýtur ofan til mannsins á jörðu til að bjarga og blessa, lýsa og leiða. Um það undur syngjum við á jólum í sálmunum, sem engan láta ósnort- inn. En það er ekki bara hugljúft æv- intýri, og eins og gjarna er um ævin- týri bernskunnar, of gott til að geta verið satt. Það er satt, sannleikurinn, og um það vitnar kirkjan með tilveru sinni og öllu sínu lífi og kallar okkur saman til að fagna yfir þeirri stað- reynd, frammi fyrir Drottni í helgi- dómi hans. Það gerist ekki aðeins á helgum hátíðum, heldur árið um kring, hvern fyrsta dag vikunnar, og á krossgötum ævinnar. Kapella Kvennadeildar talar sínu hljóðláta máli um þessa staðreynd, eins og allar kirkjur. Þegar kirkjulegt starf hófst í Hall- grímssókn í Reykjavík, í ársbyrjun 1941, byrjuðu prestar hins unga safn- aðar, þeir séra Jakob Jónsson og séra Sigurbjörn Einarsson, reglu- bundið guðsþjónustuhald og prests- þjónustu á Landspítalanum. Var það æ síðan hluti af þjónustu sóknar- presta Hallgrímskirkju, ólaunaðri, þar til allra síðustu árin. Lengst af var messa á göngum spítalans, og svo er enn, hvern sunnudag. Nú er prestsþjónusta á Landspítalanum í höndum tveggja sjúkrahúspresta í fullu starfi, og er það vissulega gleði- legt. Þegar hafist var handa um undir- búning að byggingu Kvennadeildar Landspítalans á sínum tíma, var fljótt óskað eftir því að kapella yrði þar í byggingunni. Frumkvöðull og ötull talsmaður þeirrar hugmyndar var Þórunn Þorsteinsdóttir, deildar- hjúkrunarkona, sem lét ekkert tæki- færi ónotað til að hamra á því við arkitekta og byggingarnefnd og hverja þá, sem málum réðu, að þarna yrði að vera kapella. Og kap- ellan komst á blað. Síðan tóku nokkrir af starfsliði fæðingardeildar sig saman og mynduðu Kapellu- nefnd til að halda málinu vakandi og afla fjár til kapellunnar. Landspítal- inn er stór stofnun, og þar er barist um hvern krók og kima, og það veitti sannarlega ekki af að minna á tilveru kapellunnar og nauðsyn. Gaman var og mikil gleði að hafa sainskipti við þetta góða fólk. Þegar Ljósmæðra- félag Reykjavíkur afréð að gefa glugga og skírnarfont í kapelluna, var það að ráði að hjónunum Leifi Breiðfjörð, glerlistamanni, og Sig- ríði Jóhannsdóttur, veflistakonu, var falið að annast alla hönnun og gerð kapellunnar og allra muna hennar og búnaðar. Unnu þau það verk af mikilli prýði, svo sem engum dylst sem þar kemur. Nú tóku gjafir 4 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.