Víðförli - 15.12.1989, Blaðsíða 23

Víðförli - 15.12.1989, Blaðsíða 23
— Það eru margir strákar til, sem eiga engan bíl. — Ha? — Já. Og geta aldrei eignast neinn. — Af hverju? — Pabbarnir þeirra eiga enga peninga. Kannski eiga þeir engan pabba. — Hún Beta í hinu húsinu á eng- an pabba. — Er pabbi hennar dáinn? — Nei, hann er bara farinn. Hann á víst nýja konu núna, segir Beta. líann kemur aldrei heim til hennar. Já og Bubbi segir að mamma sín sé svo mikið veik, hún er á spítalanum. Hún var líka veik á jólunum í fyrra. — Það eiga margir bágt, sagði afi. Enn fór bíllinn í gang á gólfinu. — Viltu gefa mér þennan bíl? sagði afi. — Þú átt bíl. — Það er satt. Og ég kann ekki að aka svona bíl. En ef ég væri nú lítill drengur eins og þú og ætti engan bíl til að leika mér að, mundirðu þá gefa mér bílinn þinn? — Nei. — Ég mundi ekki tíma að gefa bílinn minn. Við erum báðir eins með það. Afi stóð upp, gekk um gólf litla stund, settist síðan hjá snáða á gólf- inu. — Veistu það, að aðventan heitir líka jólafasta. — Af hverju? — Það er kallað fasta, þegar við neitum okkur um eitthvað. — Neitum okkur...?? — Nú til dæmis gæti ég hugsað mér að fá mér aukasopa af kaffi. Eða þá vindil að reykja. En ég neita mér um það af því ég veit að það er ekkert hollt. Og ef mig langar að gleðja einhvern, sem er fátækari en ég, þá þarf ég kannski að neita mér um að kaupa eitthvað, sem mig lang- ar í, til að geta glatt hann, gefið hon- um eitthvað, sem hann þarf. Maður þarf að geta sagt nei við sjálfan sig, annars verður maður aldrei sterkur og stór. Ef við gerum aldrei annað en það, sem okkur langar til þá og þá stundina, hættum við að stækka og einn góðan veðurdag finnum við að okkur þykir ekki lengur gaman að neinu. — Mamma segir að ég sé að stækka svo mikið, þú stækkar strax upp úr öllum fötum, segir hún. — Já, þú náðir hingað á mér í fyrra, nú nærðu hingað. Þú hefur nóg að borða, Guði sé lof. Það hafa ekki allir. Ég þekkti gamla konu, þegar ég var lítill. Hún hætti að stækka, þegar hún var þriggja ára. Pabbi hennar þurfti að fara langt í burtu um miðjan vetur til þess að komast út á sjó að fiska. Það var kallað að fara í útver. Þegar hann kom heim um vorið brá honum, stúlkan hans var hætt að geta gengið. Það var svo lítið til að borða á bæn- um. Hún náði sér, þegar hann kom með fiskinn heim. Svona fátækt var sumt fólk hér á landi einu sinni. Og núna er margt fólk í öðrum löndum, sem er svona fátækt. — Af hverju? — Þú skalt reyna að finna svar við þvi, þegar þú ert orðinn stærri. Kannski er bað að einhverju leyti af því, að við viljum eiga of marga bíla og margt annað, sem við höfum van- ið okkur á. Og borðum meira en við þurfum eða höfum gott af. Og skemmum og eyðileggjum ógrynni af mat og öðru. — Ekki við? — Ég er ekki bara að tala um okkur tvo. Þegar ég segi „við“, meina ég allt ríka fólkið á jörðinni, okkur hér á íslandi og aðra. Við gleymum hinu fólkinu, sem á bágt. Að fasta er að minna sig á. Og hlusta á Guð. Og reyna að stækka þannig, að maður verði betri, þyki vænna um Guð og aðra menn. Kirkjan safnar pening- um á jólaföstu til þess að hjálpa ein- hverjum af þeim, sem eru fátækastir af öllum. Ef við neitum okkur um að borða nammi fram að jólum getum við kannski sparað peninga til þess að kaupa fyrir mat handa einhverj- um á þinum aldri, sem getur ekki stækkað af því að hann fær svo lítið að borða. Og í staðinn fyrir að biðja um dýra jólagjöf handa okkur sjálf- um getum við beðið um að fá að gefa þá peninga, sem gjöfin kostar, fá að senda þá til einhvers pabba og mömmu, sem eiga hvorki mat né föt handa barninu sínu. Það eru svoleið- is jólagjafir, sem Jesús er glaðastur yfir. Þá erum við að gefa honum, því hann finnur svo mikið til með öllum, sem eiga bágt. I fréttum Skírnarkveðja Ákaflega fallegur bæklingur er kominn út hjá útgáfunni Skálholti og er ætlaður foreldrum skírnar- barna. Þar er greint frá inntaki og eðli skírnarinnar, leiðbeiningar um trúarlegt uppeldi barna og kynnt kirkjulegt starf meðal barna. Bækl- ingurinn hefur fengið mjög góðar undirtektir enda ítrekað verið beðið um aukna fræðslu fyrir foreldra skírnarbarna. Víða í söfnuðum afhendir fulltrúi safnaðarins foreldrum bæklinginn að gjöf frá söfnuðinum til áréttingar að heimili og söfnuður vinna saman að trúarlegu uppeldi barnsins. Leikmannastefnan 1990 að Löngumýri Hin þriðja Leikmannastefna kirkjunnar verður haldin að Löngu- mýri í Skagafirðj dagana 24.—25. mars. Hinar fyrri voru haldnar í Reykjavík og Garðabæ. Stefnuna sækja tveir fulltrúar úr hverju kirkjuþingskjördæmi en fjór- ir úr Reykjavík. Stefnan fjallar um mál sem vísað er til hennar frá t.d. Kirkjuþingi, auk mála sem þingmenn leggja fyrir. Þriggja manna leikmannaráð annast framkvæmdir leikmanna- stefnu milli þinga. Formaður þess er Helgi Hjálmsson forstjóri Tollvöru- geymslunnar í Reykjavík. Ráðgjafahópur um forskólastarf Skipaður hefur verið starfshópur innan fræðsludeildar til að stuðla að tengslum kirkju og dagvistarstofn- ana á sem breiðustum grunni. Hóp- inn skipa Unnur Halldórsdóttir djákni, Hellen Helgadóttir kennari, Málfríður Jóhannsdóttir fóstra, sr. Ólafur Jóhannsson aðstoðarprestur og Sæmundur Hafsteinsson sál- fræðingur Barnaverndarráðs. Fyrsta verkefni nefndarinnar var að vinna að námskeiði fyrir fóstru- nema um jólaundirbúning á barna- heimilum. Mjög gott samstarf héfur tekist við Fósturskólann í þessu efni. VÍÐFÖRLI — 23

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.