Víðförli - 15.12.1989, Blaðsíða 12
Viðtal við Ellert B. Schram ritstjóra
Að finna nýja veröld,
einnig um fimmtugt
Hann var fyrirliði knattspyrnu-
landsliðsins um árabil, formaður
Stúdentaráðs, yngsti þingmaðurinn
sem gaf eftir öruggt sæti svo að full-
trúi sjómanna kæmist á þing, gerðist
ritstjóri og stýrir nú næststærsta
dagblaði landsins, glæsimenni sem
kosinn hefur verið til ábyrgðarstarfa
á vettvangi íþróttaforystunnar al-
þjóðlegu.
Hann virðist hafa verið sólskins-
megin í Iífinu, ungur, áræðinn og
vinsæll.
En „enginn stöðvar tímans þunga
nið“. Hann er ekki lengur á þeim
aldri sem tilgreindur er í atvinnuaug-
lýsingum, þar sem menn eiga að vera
hressir, áhugasamir og reynsluríkir á
aldrinum 25—40 ára til þess að
koma til greina. Hann fyllti hálfa öld
um daginn.
Hvernig er að vera fimmtugur, EIl-
ert Schram? Er farið að halla undan
fæti?
Ég spyr mig oft: „Hvar ertu stadd-
ur í lífinu?“ og það gerist líka á af-
mælisdegi. Svona tímamót eru þó
aðallega í almanakinu, ég fann ekki
fyrir mikilli breytingu þann daginn.
En mér finnst afar gott að vera
kominn á þennan aldur, því fylgir
ákveðið frelsi. Maður þarf ekki leng-
ur að mæla sjálfan sig í þjóðfélags-
legum frama, eins og háir mönnum á
yngri aldri. Maður fær nýja sýn með
lífsreynslunni, fær önnur gildi og
verður ljóst að það er eigin þroski en
ekki frami sem er keppikeflið. Ég er
farinn að sjá fólk og atburði i nýju
ljósi, hið smáa og hversdagslega
verður mér æ mikilvægara.
Hefur það verið þér byrði að eiga
að ná langt í lífinu eins og flestir
karlar telja sig þurfa að gera?
Metnaður getur verið heilbrigður
og hefur aldrei verið mér byrði. Ég
hef verið metnaðarfullur sjálfur,
finnst gaman að takast á við hlutina.
Ef ég sé tind, vil ég gjarnan hlaupa
upp á hann. Þess vegna vildi ég verða
fyrstur í íslandsmótunum, komast á
Alþingi o.s.frv. Auðvitað hefur verið
stutt vel við bakið á mér beint og
óbeint, mammaglósaðit.d. fyrirmig
svo að ég gæti sinnt bæði skólanum
og fótboltanum!
Ég hleyp enn upp á tinda, en það
eru aðrir tindar en áður og ekki eins
sýnilegir. Við fimmtugir höfum okk-
ar metnað en máske með öðrum for-
merkjum. Ég held ekki að ég þurfi
að sanna mig með því að verða ein-
hver „stjóri“. Flestum um fimmtugt
finnst það hégómlegt að eltast við
vegtyllur, þær koma af sjálfu sér ef
maður stendur fyrir sínu.
Hverjir eru tindar þínir núna?
Ég er upptekinn af því að vera
glaður, njóta lífsins sem hraustur, já-
kvæður maður. Það er mér nautn að
reyna á mig líkamlega, það færir mér
jafnframt andlega vellíðan. Ég Iegg
mikið upp úr því að eiga samfélag
með góðu og glöðu fólki, að sinna
þörnum mínum, vinna störf mín
þannig að ég geti verið ánægður með
afraksturinn. Þetta er auðvitað svip-
að og þegar ég var yngri, en nú er ég
meðvitaður um það, sinni því þein-
línis. Áður lá metnaðurinn út fyrir
einkalífið. Ég hef lært að mannkost-
ir fara ekki eftir vegtyllum.
Hvað hefur breytt þessum við-
horfum þínum?
Atburðir lífs míns eins og hjóna-
skilnaður og gifting að nýju, lok
þingmennsku og annað, veldur því
að ég hef skipt um farveg, færst yfir
á aðra sjónarhóla, fengið nýja
ábyrgð og annarskonar frelsi. Þegar
ég var í stjórnmálunum, var ég í
flokki. Maður sér heiminn frá sjón-
arhóli hans og það takmarkar auð-
vitað möguleikana á að vera víð-
sýnn. Svo söðlar maður um, og nýjar
víddir opnast í lífinu. En slíkt fæst
ekki áreynslulaust. Það getur kostað
mikla erfiðleika og þjáningu. Ég hef
séð það hjá þeim sem hafa fengið
uppsagnarbréf. í því felst mikil sorg,
oft höfnun, og það tekur tíma að
sætta sig við breytinguna og finna
nýjan farveg. En mín reynsla er sú í
lífinu að hverri skúr fylgi skin.
Það þarf mikið til að rífa sig úr
þægilegu starfi, þótt maður sé hund-
leiður þar. En ef maður neyðist til að
takast á við ný verkefni, er það oft
eins og að ganga í endurnýjun lífdag-
anna. Jafnvel þótt menn séu komnir
yfir miðjan aldur. Er það ekki and-
stætt öllum lögmálum sköpunarinn-
ar að gera líf sitt leiðinlegt? Hversu
margir sitja fastir í sama farinu, af
því þeir þora ekki að takast á við
óvissuna?
Nú hefur þú væntanlega ekki haft
áhyggjur af því að verða atvinnu-
laus?
Nei, en ég hef skipt alloft um starf
og ég hef alla tíð starfað náið með
fólki og kynnst viðhorfum þess. Ég
12 — VÍÐFÖRLI