Víðförli - 15.12.1989, Blaðsíða 19
Kirkjan og
nýaldarhreyfingin
að vinna meira en fullan vinnudag til
að framfleyta heimilinu. Þannig
missir barnið einnig hluta af móður
sinni við fráfall föður og hefur engan
veginn þann stuðning sem full þörf
er á.
Einnig má nefna að ekknabætur
og makalífeyrir eru að fullu skatt-
lagðar sem atvinnutekjur og ekkjur
eru skattlagðar sem einstaklingar.
Hvenær linnir sorginni?
Það er mjög persónubundið.
Huggunarorðin, að tíminn lækni öll
sár hafa oft verið sögð við mig en
þau standast ekki. Sorgin er erfið og
sársaukafull vinna sem getur tekið
langan tíma. Sorgin hefur áhrif á
manneskjuna í heild. Áhrif á hegð-
un, tilfinningar og líkamlega heilsu.
Það hefur hjálpað og stutt mig
mikið á liðnum árum að þekkja
kenningar um sorg og sorgarvið-
brögð og að það er eðlilegt og heil-
brigt að syrgja. Sorgin þarf að fá út-
rás, að geta tjáð tilfinningar í tárum
og orðum er forsenda þess að lífið fái
aftur tilgang. Þá er hægt að lifa með
minningunum og þá er hægt að
njóta þess að lifa og elska.
Edda Möller
Víðförli þakkar Ólöfu Helgu Þór
kærlega fyrir hreinskilið viðtal og
óskar henni, syni hennar og fjöl-
skyldu allri sem og öllum þeim sem
eiga um sárt að binda, gleði, friðar
og Guðs blessunar á komandi jólum.
Hvað eru samtökin um sorg og
sorgarviðbrögð?
Samtök um sorg og sorgarvið-
brögð voru formlega stofnuð árið
1987. Samtökin settu sér markmið
að styðja syrgjendur og þá sem vinna
að velferð þeirra. Þessum tilgangi
hyggjast samtökin ná m.a. með því
að:
— efna til almennra fræðslufunda
og samverustunda
— veita þá upplýsingaþjónustu sem
auðið er á hverjum tíma
— vinna að stofnun stuðningshópa
— greiða fyrir heimsóknum stuðn-
ingsaðila til syrgjenda
— standa fyrir námskeiðahaldi og
þjálfun stuðningsaðila
— efla almenna fræðslu um sorg og
sorgarviðbrögð í fjölmiðlum og
sem víðast á opinberum vetvangi
í guðspjalli sunnudagsins, þess 25.
eftir þrenningarhátíð segir Jesús:
„Ef einhver segir þá við yður: „Hér
er Kristur“ eða „þar“, þá trúið því
ekki. Því að fram munu koma fals-
kristar og falsspámenn, og þeir
munu gjöra stór tákn og undur til að
leiða afvega jafnvel hina útvöldu, ef
orðið gæti. Sjá ég hef sagt yður það
fyrir. “ (Matt. 24:23-25)
Ritstjóri Víðförla kom í messu
þennan sunnudag í Seltjarnarnes-
kirkju og bað mig um að draga út úr
predikuninni orð mín um nýaldar-
hreyfinguna til birtingar í blaðinu og
verð ég hér við þeirri beiðni.
í guðspjallinu fáum við að heyra
um tákn hinna síðustu tíma. Mörg
eru þau tákn, sem okkur eru gefin í
Biblíunni, sem eiga að boða okkur
hina síðustu tíma áður en Kristur
kemur aftur í mætti og mikilli dýrð.
Þessi tákn hefur fólk á öllum öldum
þóst sjá í samtíð sinni, svo margvís-
leg eru þau og full af leyndardómi.
Litríkust og myndrænust eru þau
í opinberunarbók Jóhannesar, en af
og til í guðspjöllunum fáum við að
heyra um þau af munni Jesú sjálfs.
Og í flestum tilvikum eru þau aðvör-
unarorð, aðvörunarorð um að vera
vakandi, því dagur Drottins er í
nánd. Við eigum ekki að víkja af
veginum, sem liggur til eilífs lífs,
heldur halda okkur við orð Drottins.
í guðspjallinu er okkur sagt frá því
að falskristar komi fram og falsspá-
menn, sem reyni að afvegaleiða fólk
af hinum þrönga vegi, jafnvel hina
útvöldu, jafnvel þau sem viðurkenna
Jesú, sem Drottinn sinn og frelsara.
Vissulega þykjumst við einnig sjá
merki þessa skýrt í dag á tímum
hinnar svokölluðu nýaldarhreyfing-
ar, sem ríður á þessum dögum yfir
heiminn á fótfjörugum fáki. Þessi
hreyfing boðar frelsi og frið í eigin
mætti. Hún boðar jákvætt og betra
líf þar sem manneskjan sjálf er Guð,
sem ræður yfir líkama sínum og sál.
Manneskjan sjálf er lykillinn að
friði og frelsi. Hún boðar náið sam-
band við náttúruna, kraft frá orku-
steinum, stjörnuspár, spilaspár,
ræktun hugans, hollt mataræði,
betra líf. Hún boðar Iækningu
meina, galdra og drauma.
Þessi hreyfing skreytir sig með
stolnum fjöðrum, regnboginn er
hennar aðalsmerki, táknið sem Guð
gaf Nóa eftir syndaflóðið, táknið um
að Guð myndi aldrei aftur eyða lífi af
jörðinni með vatnsflóði.
Á veggspjöldum þeirra sést jafnvel
krossinn, hið sérkristna tákn, tákn
þess að enginn geti frelsað okkur
undan hinu illa nema Jesús Kristur.
Þannig reyna falskristar og falsspá-
menn að leiða afvega, jafnvel hina
útvöldu, jafnvel þau, sem eru helguð
Kristi og játa trú á hann einan. Við
verðum að vera vakandi gagnvart
slíkum hreyfingum á öllum tímum.
En til þess að við getum verið vak-
andi og á varðbergi gagnvart því að
láta ekki slíkar hreyfingar hafa áhrif
á líf okkar, þurfum við að þekkja
grundvöll kristindómsins.
Við þurfum að þekkja þann, sem
dó fyrir okkur á krossinum, þekkja
þann, sem reis upp á páskadags-
morgun og gaf okkur eilíft líf með
sér. Við þurfum að þekkja hann og
rækta samfélagið við hann daglega
og í einlægni, þar sem við játum fyrir
honum vanmátt okkar gagnvart því
VÍÐFÖRLI — 19