Víðförli - 15.12.1989, Blaðsíða 24

Víðförli - 15.12.1989, Blaðsíða 24
Safnaðar- starf í Laugar- nessókn Laugarneskirkja í Reykjavík verð- ur 40 ára á aðventunni. Um langan aldur voru aðeins tvær kirkjur í Reykjavík, Dómkirkjan og Fríkirkj- an, unz þrir nýir söfnuðir voru stofn- aðir í stríðsbyrjun, enda hafði borg- in stækkað mjög, það voru Hall- grímssöfnuður, Laugarnessöfnuður og Nessöfnuður. Sr. Garðar Svavars- son var kjörinn prestur Laugarnes- safnaðar. Þegar var tekið til við kirkjubygg- inguna, sem Guðjón Samúelsson teiknaði, og kirkjan vígð rétt fyrir jólin 1949 — fyrst hinna nýju kirkna. Reyndar var kórkjallari Hallgrímskirkju vígður um líkt leyti til helgihalds. Á þessu 40 ára bili hafa aðeins tveir prestar þjónað Laugarnessöfn- uði, sr. Garðar og sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson. Byggt hefur verið mynd- arlegt safnaðarheimili, að mestu neðanjarðar og raskar því ekki upp- runalegu útliti kirkjunnar. Sp: En hvað gerist í dæmigerðum meðalstórum Reykjavíkursöfnuði, eins og er í Laugarnessókn sr. Jón Dalbú, þegar fagna skal slíku af- mæli? Við höldum auðvitað hátíð við hæfi, en höldum jafnframt áfram venjubundnu starfi. Það er víðtækt safnaðarstarf hjá okkur held ég megi segja. Sp: Hvernig er því háttað? í barnastarfinu á sunnudags- morgnum eru yfirleitt um 120 börn, en sex hjón hafa tekið að sér þennan þátt undir forystu Bjarna Karlsson- ar. Ég kem einfaldlega ekki nálægt barna- og æskulýðsstarfi neina sem gestur. Á fimmtudögum kl. hálfsex hittist fjörmikill hópur 10—12 ára barna undir leiðsögn Jónu Hrannar Bolladóttur og Ólafar Ólafsdóttur. Þetta er skemmtilegur hópur og getumikill. Þau nota leikræna tján- ingu, myndlist og mikinn söng til þess að tileinka sér boðskap Bibl- íunnar. Verkefnin sem Fræðsludeild hefur útbúið hafa reynst prýðilega fyrir þennan hóp. Nú svo hittist Æskulýðsfélagið vikulega í kirkjunni. Þeir Hreiðar Örn Gestsson trésmiður og Andri Heide nemi eru þar í forystu. Þá höf- um við kyrrðarstundir í hádeginu á fimmtudögum. Við hlýðum í kyrrð á orgelleik í kirþjunni, þá er altaris- ganga og síðan sameinumst við í fyr- irbænum og koma bænaefnin víðs- vegar að. Á eftir er léttur hádegis- verður í safnaðarheimilinu. Þessi há- degisstund hefur unnið sér fastan sess í safnaðarlífinu. Kórinn æfir öll miðvikudags- kvöld. Samtökin um sorg og sorgar- viðbrögð hefur öll þriðjudagskvöld til sinna nota, en á mánudagskvöld- um funda m.a. kvenfélag kirkjunnar og Kristilegt félag heilbrigðisstétta þannig að aðeins föstudagskvöldinu er óráðstafað. Þá höldum við gjarn- an af og til opin fræðslukvöld, t.d. talaði geðlæknir nýverið um af- brýðisemi. Svo eru að sjálfsögðu guðsþjónustur, fermingarstörf m.a. i samvinnu við foreldra, hjóna- fræðsla, sálgæsla og annað sem presti ber að annast. Sp: Það hlýtur að vera nokkur hópur starfsmanna að baki þessu. Við héldum uppskeruhátíð í vor, að loknu vetrarstarfi, og þar voru kórfólk, nefndamenn og starfsfólk ásamt mökum alls 75 manns! Starfsmannafundir eru mánaðar- Iega, og bæði til uppbyggingar og betri samhæfingar í starfi. Sp: En hvað verður til hátíðar- brigða vegna 40 ára afmælis? Við höldum listaviku Laugarnes- kirkju sem lýkur með hátíðarmessu 17. des. Á listavikunni flytur kór kirkjunnar m.a. Missa Brevis eftir Mozart, eitt kvöld spilar Blásara- kvintett Reykjavíkur og Mótettukór Hallgrímskirkju heldur tónleika. í hádeginu alla daga listavikunnar leikur organleikari kirkjunnar Ann Toril Lindstad nýja efnisskrá hvern dag auk sérstakra tónleika síðdegis á laugardaginn. Hún hefur borið veg og vanda af undirbúningi þessarar listaviku. Það eru mikil forréttindi að fá að vinna með svo kunnáttu- miklum og hæfum listamanni á öll- um sviðum sem Ann Toril er. Sp: Er ekki ærið starf fyrir prest- inn að halda utan um þetta fjöl- breytta starf? Hann hefur sitt starf við hlið áhugasamrar sóknarnefndar og starfsmanna. Það er afar gaman að þjóna Laugarnessöfnuði, aðstæður eru góðar, verkefnið verðugt og blessun Guðs yfir lífi og starfi þar. 24 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.