Víðförli - 15.12.1989, Blaðsíða 31

Víðförli - 15.12.1989, Blaðsíða 31
I 90 ár hafa KFUM og KFUK í Reykjavík haldið uppi fjölbreyttu kristilegu starfi, fyrst lengi vel aðeins í miðborg Reykjavíkur, en síðan hafa verið byggðar upp starfsstöðvar í nýjum hverfum. í vetur er rekið barna- og unglingastarf á nærri 10 stöðum ýmist í félagshúsum, skólum eða kirkjum. Nýlega var hús félag- anna við Amtmannsstíg 2b selt rík- inu og framundan er því það stór- verkefni að byggja nýjar aðalstöðvar fyrir félögin. Til að fá nánari fréttir af félagsstarfinu var leitað til Mál- fríðar Finnbogadóttur formanns KFUK og Arnmundar Kr. Jónasson- ar formanns KFUM. — Helsta verkefni stjórna félag- anna í vetur verður að ganga frá framtíðarskipulagi fyrir aðalstöðvar félaganna nú eftir að húsið við Amt- mannsstíg var selt. Félögin eiga að afhenda það í vor svo Ijóst er að við höfum ekki mikinn tíma. Félags- svæðið við Holtaveg, þar sem nú er fyrir hendi félagsheimili og íþrótta- aðstaða, hefur verið valið sem fram- tíðarstaður. Ákveðið er að núver- andi húsnæði við Holtaveg verði að mestu breytt í skrifstofu- og starfs- mannaaðstöðu og síðan verði reist þarna framtíðaraðstaða fyrir starfið í Reykjavík. Þetta verkefni er mjög umfangsmikið og hefur þegar verið leitað til sérfræðinga innan félags sem utan til að leggja á ráðin, því auk þess sem sjálfar byggingarfram- kvæmdirnar eru umfangsmiklar, er Ijóst að fjáröflun til þeirra verður ekki síður viðamikið mál. Aðalmarkmið KFUM og KFUK segja þau vera þau að kynna börnum og unglingum boðskap Biblíunnar um einn sannan Guð og Jesú Krist sem frelsara. — Félögin starfa í dag að sama markmiði og þau gerðu við stofnun fyrir 90 árum en auk þess að halda merki kristindómsins á lofti í öllu fé- lagsstarfinu er leitast við að bjóða börnum ýmislegt annað fundarefni um leið. Það var kannski einkum áð- ur fyrr þegar minna var um hvers konar tilboð um tómstundastarf, íþróttir eða tónlistariðkun að félögin höfðu forgöngu um slíkt starf. Ekki má gleyma sumarbúðunum í Vatna- skógi og Vindáshlíð sem hafa í ára- tugi haft aðdráttarafl fyrir þúsundir barna og unglinga. í dag má hins KFUM OG KFUK í REYKJA- r VIK 90ÁRA vegar segja að aðrir aðilar bjóði upp á svo fjölbreytta starfsemi á þessum sviðum að félögin keppi varla við það allt en þá viljum við leggja því meiri áherslu á að sinna kristin- dómsfræðslunni — þessu sem við viljum meina að sé jafnan aðalatrið- ið i starfi félaganna. Á þessu ári hafa félögin minnst 90 ára afmælisins með ýmsum hætti. Afmælissamkoma var haldin snemma á árinu, sérstakur hátíðar- fundur barnastarfsins fór fram í Há- skólabíói á liðnu vori og hinar ýmsu deildir og starfsgreinar hafa haft sín- ar afmælishátiðir. í október var tek- ið í notkun nýtt félagshús við Suður- hóla í Breiðholti og er þegar byrjað barnastarf þar. Þau Málfríður og Arnmundur eru spurð nánar um stjórnun á félagsstarfinu: — Félögin starfa sem tvö sjálf- stæð félög hvort með sína stjórn en samstarf er að sjálfsögðu mikið og sameiginlegir stjórnarfundir því tíð- ir. í fyrra var tekin upp sú nýbreytni að skipa sérstök ráð fulltrúa beggja stjórna til að annast ákveðna mála- flokka og hefur það gefið góða raun. Þannig hefur samfélagsráð séð um að leggja línur varðandi fundi og samkomur, æskulýðsráð sér um starf meðal barna og unglinga og rekstrarráð um ýmis fjármál og rekstur félagshúsanna. Síðan eru nokkrir launaðir starfsmenn en fjöldi þeirra er þó í algjöru lágmarki enda hafa félögin jafnan lagt áherslu á að byggja upp starf sitt með fram- lagi sjálfboðaliða. Verður áfram þörf fyrir þessi félög — hafa ekki aðrir tekið við hlutverk- inu? — Ljóst er að framboð á kristi- legu starfi fyrir börn hefur aukist en um Ieið hefur einnig vaxið framboð á öðrum tómstundatilboðum. Á sama tíma virðist þekking barna á kristindómi, biblíusögum og bæn- um hafa minnkað. Meðan enn eru til börn og unglingar á íslandi sem ekki þekkja Jesú Krist þá er þörf á starfi KFUM og KFUK. Frá stúlknafundi í hinu nýja félagshusi KFUM og KFUK við Suðurhóla í Breiðholti. VÍÐFÖRLI — 31

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.