Víðförli - 15.12.1989, Blaðsíða 10
Frá Hjálparstofnun kirkjunnar
Brauð handa
hungruðum heimi
Um þessar mundir er að hefjast hin árlega landssöfnun Hjálp-
arstofnunar kirkjunnar. Eins og mörg undanfarin ár ber söfnun-
in yfirskriftina „Brauð handa hungruðum heimi“. í byrjun des-
ember var gíróseðlum og söfnunarbaukum dreift inn á öll heimili
í landinu. Það er von okkar að sem flestir taki þessari beiðni vel
í ár eins og undanfarin ár og leggi Hjálparstofnun kirkjunnar lið.
Á þessu ári eru 20 ár síðan ákvörð-
un um stofnun Hjálparstofnunar
kirkjunnar var tekin. Á þessum
tímamótum er ekki úr vegi að rifja
upp tildrögin að þessu framtaki og
líta yfir farinn veg.
Það var á Prestastefnu árið 1969
að prestar samþykktu að verja 1%
launa sinna til hjálparstarfa í fátæk-
um löndum. Þar með lögðu þeir
hornsteininn að stofnun Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar. Frumkvöðull
þessa framtaks var dr. Sigurbjörn
Einarsson biskup. Kirkjan hafði áð-
ur veitt nauðstöddum aðstoð, en nú
þótti ástæða til að kirkjan hæfi
skipulegt hjálparstarf, eins og tíðk-
ast hafði lengi í nágrannalöndunum.
Frá upphafi tóku landsmenn kalli
Hjálparstofnunar kirkjunnar vel og
sýndu það með fjárframlögum sín-
um að þeir skildu mikilvægi þessarar
starfsemi. I þau 20 ár sem stofnunin
hefur starfað hafa framlög þjóðar-
innar til hennar ævinlega verið
rausnarleg. í Iandssöfnuninni fyrir
síðustu jól söfnuðust um 20 milljón-
ir króna.
Verkefni þessa árs
Hjálparstarf Hjálparstofnunar
kirkjunnar hefur aukist mikið á
undanförnum 20 árum, enda hefur
þörfin fyrir aðstoð því miður síst far-
ið minnkandi. Á árinu sem nú er að
ljúka hefur Hjálparstofnunin tekið
þátt í hjálparstarfi í tæpum tug
landa, í Asíu, Afríku og S-Ameríku.
Sú stefna hefur verið mótuð að
velja annars vegar lítil sjálfstæð
verkefni og hins vegar að taka þátt í
samstarfsverkefnum með öðrum
hjálparstofnunum. Helstu sam-
starfsaðilar erlendis eru systurstofn-
anir á Norðurlöndunum svo og Lút-
herska heimssambandið og Al-
kirkjuráðið.
Meðal þeirra verkefna sem Hjálp-
arstofnunin tók þátt í á þessu ári
voru matvælasendingar til nauð-
staddra í Suður-Súdan. Borgara-
styrjöldin þar í landi hefur Ieitt til
langvarandi hungursneyðar. Hjálp-
arstofnanir kirkna víða í heiminum
hafa haldið uppi Ioftbrú frá Nairobi
í Kenya til Juba í Suður-Súdan um
langt skeið og með því komið í veg
fyrir hungur þúsunda manna.
Hjálparstofnunin tók einnig þátt í
hjálparstarfi í Armeníu eftir jarð-
skjálftana sem þar urðu í Iok síðasta
árs og er mörgum enn í fersku minni.
Fjöldi hjálparaðila lagði þar hönd á
plóginn. Héðan voru send teppi og
matvæli til jarðskjálftasvæðisins.
Á Indlandi eru tvö verkefni í gangi
á vegum Hjálparstofnunar kirkj-
unnar. Þar erum við að byggja heim-
ili fyrir vangefin börn og er ætlunin
að styrkja einnig rekstur heimilisins
fyrstu árin. Við sendum einnig
skólastyrki til fátækra barna á Ind-
landi. Hér er um að ræða á annað
hundrað börn sem nú fá tækifæri til
að ganga í skóla. Verkefni þetta er
fjármagnað af fyrirtækinu Kaup-
þingi og ýmsum einstaklingum, en
Hjálparstofnunin hefur milligöngu
um að senda peningana áfram til
Indlands.
Síðastliðiö vor barst Hjálpar-
stofnuninni beiðni frá kirkjudeild-
um í Brasilíu um fjárhagsaðstoð
vegna útgáfu fræðsluefnis um um-
hverfismál fyrir kirkjur í landinu.
Regnskógarnir í Brasilíu eru í mikilli
hættu vegna mengunar og ágangs af
manna völdum. Eyðing þeirra hefur
alvarlegar afleiðingar í för með sér
fyrir Iífríkið í landinu. Kirkjan í
Brasilíu starfar á breiðum grunni og
er í góðri aðstöðu til að vekja fólk til
umhugsunar og hjálpa því að sporna
gegn hinni óheillavænlegu þróun.
Með stuðningi Hjálparstofnunar
kirkjunnar tókst að ljúka þessari út-
gáfu.
I Lesotho í Afríku styrkjum við
átak gegn ofneyslu áfengis. Áfengis-
vandi er mikill þar í landi, og má
m.a. rekja þetta vandamál til hins
hrikalega atvinnuástands sem þar er.
Átakið felst í fræðslu um afleiðingar
fíkniefnanotkunar og ofneyslu
áfengis, auk þess sem áfengissjúkl-
ingum er boðið upp á meðferð og
ráðgjöf. Hjálparstofnun kirkjunnar
hefur skuldbundið sig til að styrkja
þetta verkefni í að minnsta kosti 3 ár.
Eins og sjá má af þessari upptaln-
ingu eru verkefni Hjálparstofnunar-
innar margvísleg, bæði stór og smá.
En öll miða þau að því að bæta lífs-
kjör þeirra sem líða skort eða eiga
undir högg að sækja.
Starfið framundan
Það er einnig mikið starf fram-
undan hjá okkur. Þar má nefna sam-
starf við Kristniboðssambandið um
að reisa heilsugæslustöð i afskekkt-
um dal í Eþíópiu. Fram til þessa hef-
ur ekki verið nein heilsugæslustöð í
dalnum, en fjöldi alvarlegra sjúk-
dóma herja á íbúana.
10 — VÍÐFÖRLI