Víðförli - 15.12.1989, Blaðsíða 5

Víðförli - 15.12.1989, Blaðsíða 5
að streyma til kapellunnar. Starfs- fólk stofnunarinnar safnaði fé, fyrir- heit voru gefin um minningagjafir um látið samstarfsfólk. Kapellan var svo vígð á skírdag 8. apríl 1982. Kap- ellan er afar látlaus og hrífandi í öll- um sínum einfaldleika. Hún er öll í hvítum litum, utan glugginn stóri, sem yfirgnæfir, og varpar hlýrri birtu og litum inn í rúmið. Stefin í myndbyggingu gluggans ganga síðan gegnum alla hluti og búnað kapell- unnar. í glugganum má sjá rauðan kross á bláum grunni. Krossinn er tákn endurlausnarinnar, rautt er litur kærleikans: „Svo elskaði Guð heim- inn, að hann gaf son sinn . . .“ Krossinn er á bláum grunni. Blátt er litur himinsins, guðdómsins. Fyrir ofan má sjá hvíta dúfu á gullnum fleti. Dúfan er tákn heilags anda og gullni liturinn minnir á dýrð Guðs — „Guðs míns ástar birtu bjarta . . .“ Stundum finnst manni dúfan líkjast fremur blómi en dúfu, og er það eng- in tilviljun. Þegar andi Guðs opnar augu manns fyrir dýrð Guðs, sjáum við þyrna þjáninganna springa út sem blóm. Skírnarfonturinn er af marmara, hringlaga, með silfurhúðaðri skál. Hringurinn merkir eilífðina. í skírn- inni erum við endurfædd til þess lífs, sem eilíft er. Að skírnarfonturinn er úr steini, minnir á klettinn í eyði- mörkinni, sem Móse sló, svo úr rann ferskt og svalandi vatn. Altarið er borð. Það er dúkað, eins og til veislu. Þannig á það ætíð að vera. Altari á aldrei að vera dúklaust, nema ef vera skyldi einn dag á ári, á föstudeginum langa. Dúkurinn minnir á klæði Krists, reifarnar, sem hann var vafinn í Betlehem, líkklæð- in, sem hann var sveipaður á Gol- gata. Það er þá tákn mennsku Jesú, sem „gerðist hold til hjálpar oss.“ Þessi dúkur er damaskofinn í hvítum hör, mikill kjörgripur. í honum má finna mörg tákn, krossinn, fanga- mark Krists, vínþrúgurnar, sem er tákn friðþægingardauða Krists á krossinum. Þrúguklasinn er hjarta- lagaður, sem minnir á kærleikann. Aldrei ættu að vera plastdúkar á ölturum. Fremur ætti þá að nota hlífðardúka, sem auðvelt er að þvo og strauja. Gerviefni eiga ekki heima á altari. Það á einnig við um ljós og blóm altarisins og annan búnað. Altarið er umfram allt tákn návist- ar Drottins. Hann lét okkur ekki eft- ir helgimynd til að tilbiðja og íhuga. Hann bauð okkur að hafa máltíð um hönd, fábrotna máltíð, brauðmola og dropa víns, og gaf okkur það sem pant nálægðar sinnar. Síðan er altar- ið, borðið hans, miðdepill og þunga- miðja hverrar kirkju og kapellu. Að því beinist bæn okkar og tilbeiðsla, og þaðan hljómar orðið, sem sefar og huggar og blessar. Fagnaðarer- indi kallast það. Gleðiboðskapur, gleðifréttir, lausnarorð fyrirgefning- . ar, vonar og gleði. Máltíðin við altar- ið er forsmekkur guðsríkis. Guðsríki er það svið, sá veruleiki, þar sem vilji Guðs er og ræður. Jesús líkir því í dæmisögum sínum við veislu, brúð- kaup konungssonar, dýrðlegan fagn- að. Sérhver guðsþjónusta kirkjunnar er aðventa þeirrar hátíðar. Við prýðum veisluborð með kerta- ljósum. En ljós altarisins hafa dýpri merkingu. Logandi kertaljósið er mynd og tákn hins upprisna Drott- ins, sem er í nánd, nálægur þeim, sem hans leita og á hann trúa. Kertið minnir á orð Jesú um sjálfan sig: „Ég er Ijós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkrinu heldur hafa ljós lífsins. “ Og hann segir líka um þá, sem á hann trúa og honum fylgja: „Þér eruð ljós heimsins . . . Þannig lýsi Ijós yðar meðal mann- anna, að þeir sjái góðverk yðar og vegsami föður yðar, sem er á himn- um.“ Blómin á altarinu bera líka sinn boðskap. Þau prýða og fegra veislu- borðið, og minna í senn á forgengi- leikann ( — „Allt eins og blómstrið eina . . .“) og upprisuvonina, og hið eilífa vor. Það á því alls ekki við að hafa plast- eða silkiblóm á altari. Aðventa. Tími óþreyju og eftir- væntingar. Við tendrum aðventu- ljós, setjum ljós og stjörnur út í glugga. Við fegrum og prýðum hús og híbýli, bökum og undirbúum jól- in. Varðveitum aðventuna. Látum ekki jólin kefja hana og kaffæra. Við þurfum að rækta og hlúa að væntingunni, tilhlökkuninni. Þáð er hún sem gefur gleðinni meiri dýpt og tærari hljóm. Aðventan á svo mörg yndisleg stef, sem ekki mega gleym- ast. Án undirbúnings aðventunnar verða jólin líka miklu snauðari en ella, og jólaþreytan og streitan á næsta leyti. Hvað sem allri kaup- mennsku og auglýsingaófriði líður, þá skulum við ekki láta jólin byrja fyrr en eins og íslenska hefðin hefur lengst af verið, við náttmál, kl. 18 á aðfangadagskvöld. En höldum þau þá lika allt til þrettánda. Aðventa. Skuggarnir þéttast á landinu kalda. Dagarnir verða stöð- ugt styttri og dimmri. En við tendr- um aðventuljós, eitt af öðru, eins og til að storka þessu myrkri. Já, og til að vitna um það sem framundan er. Því meir sem myrkrið er, þeim mun nær er dögunin, því skemmri sem dagarnir verða þeim mun nær færist hátíðin. Sjálf jólahátíðin er aðeins endurómur þeirrar hátíðar, flökt- andi endurskin hátíðarinnar þegar Jesús Kristur kemur og ríki hans, þegar vilji hans verður og lífið hans lýsir og ríkir — jólagleðin sú, sem tekur aldrei enda. VÍÐFÖRLI — 5

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.