Víðförli - 15.12.1989, Blaðsíða 8
J ÓLASAGA
Þessi saga er fengin úr bók eftir sænska rithöfundinn Lars
Collmar um drenginn Jóhannes sem á að vera gæddur þeim eig-
inleikum að geta ferðast aftur í tímann; Upplifað ýmislegt í for-
tíðinni, jafnvel atburði sem við þekkjum vel og standa nærri okk-
ur kristnum mönnum. Þessi kafli sem hér birtist fjallar einmitt
um einn slíkan atburð, sjálfa fæðingu frelsarans.
Jóhannes hefur er hér er komið
sögu reikað inn í kirkju og sér þar
„jólamyndina“, styttu af Maríu og
Jósef og Jesúbarninu ásamt fjár-
hirðunum. Þreyttur og slæptur sest
hann niður og einblínir á fjárhirð-
ana. En allt í einu er hann kominn í
eigin persónu á Betlehemsvelli meðal
fjárhirðanna og kindanna í hagan-
um. í faðmi hans hvílir lítið lamb
sem nefnt er Aron. Það fer ekki hjá
því að fjárhirðunum finnst drengur-
inn undarlegur í klæðaburði en þeir
bjóða honum að setjast hjá þeim við
viðareldinn.
Um nóttina vaknar Jóhannes síð-
an upp við undarlega atburði:
Það var Aron sem vakti mig.
Hann sleikti mig í framan með litlu
tungunni sinni og það fór ekki hjá
því að ég glaðvaknaði. Um leið varð
mér ljóst að ég var staddur í landinu
helga. En hvaða ljós var þetta. Það
lýsti sem sólarljós á miðjum degi. Ég
nuddaði augun og settist upp. Þá sá
ég fjárhirðana, þá Jóhannes og
Símeon og ísak og Sebulon. Þeir
höfðu fallið á kné og litu svo undar-
lega út. Fyrst hélt ég að þeir væru
svona hræddir við ljósið. En ég upp-
götvaði um leið að það gat ekki verið
því andlit þeirra ljómuðu og þannig
lítur maður ekki út þegar maður er
hræddur. Það lýsti af þeim, vegna
hins skæra ljóss af himnum auðvit-
að.
Svo sá ég engilinn. Hann var ekk-
ert líkur englinum í kirkjunni, miklu
frekar eins og amma hafði sagt að
englar litu út; eins og frændur. Og
þessi var sko bara mjög venjulegur
en samt sá ég strax að þetta var eng-
ill. Ég get ekki útskýrt það, það er
kannski svolítið skrýtið en svona er
það. Englar lita út eins og venjulegir,
góðir frændur. Samt sér maður um
leið að þeir eru englar, af því það lýs-
ir af þeim á svo sérstakan hátt. Ekki
eins og af lampa, nei öðruvisi. Æ,
það er svo erfitt að útskýra þetta. Þið
getið bara dæmt um það sjálf ef þið
hittið engil. Því englar eru til, það
veit ég núna fyrir víst.
Verið óhræddir, sagði engillinn.
Og þá sá ég að fjárhirðarnir voru
svolítið hræddir. En ég var ekki
hræddur. Ekki heldur Aron. Hann
sleikti mig allan í framan. Hann var
svo ofsaglaður. Honum fannst að
engillinn og ljósið væri það falleg-
asta sem hann hefði nokkru sinni séð
á sinni lambsævi.
Þetta var líka það fallegasta sem
ég hafði séð á minni stráksævi.
Ég er sendur af Guði, sagði engill-
inn. Og ég boða ykkur mikinn fögn-
uð sem öllum mun veitast því að
frelsarinn er fæddur. Hann er fædd-
ur í borg Davíðs, í Betlehem, sagði
hann. Og ef þið farið þangað þá
munið þið sjá hann, liggjandi í jötu
í fjárhúsi.
Ég hefði ekki skilið allt sem hann
sagði nema vegna þess að amma
hafði sagt mér frá jötunni og fjár-
húsinu. Það er svo gott með hana
ömmu, hún segir alltaf þannig frá að
maður skilur. Mamma og pabbi eru
allt öðruvísi. Þau segja svo skringi-
lega frá. Ef þau hafa þá tíma til að
tala við mig.
Samt er ég ekki viss um hvað frels-
ari er. En ég held að það sé eitthvað
gott.
Þegar engillinn hætti að tala tók
ég allt í einu eftir því að fleiri englar
voru með honum. Og ég er næstum
því viss um að þeir voru heldur ekki
með vængi. En mikið sungu þeir fal-
lega. Ég heyrði einu sinni Mótettu-
kórinn syngja heima og þegar hann
er ekki að syngja eitthvað sorglegt þá
hef ég alltaf hugsað að ekkert væri til
fallegra en þegar hann syngur. En
núna veit ég að hann er sko ekkert
miðað við englana!!
Þeir sungu um Guð, englarnir, og
það hríslaðist um mig, þeir sungu
svo fallega. Það var eitthvað um frið
í öllum heiminum og svo eitthvað
sem ég skildi ekki, en það var sko fal-
legt.
Síðan hurfu þeir allt í einu og þá
varð mjög dimmt, fannst mér. En
smátt og smátt sá ég betur og þá tók
ég eftir því að fjárhirðarnir risu á
fætur og fóru að tala hver við annan.
Þeir höfðu legið á hnjánum allan
tímann, alveg eins og fólk gerir
stundum upp við altarið.
Eigum við að fara, hvísluðu þeir.
Getum við skilið féð hérna eftir,
hvað finnst ykkur?
Örugglega. Á slíkri nóttu gætir
Guð sjálfur hjarðarinnar fyrir okk-
ur.
En ég tek Aron með mér, sagði Jó-
hannes.
Má ég líka koma með, hvíslaði ég.
Hann svaraði ekki. En hann kink-
aði kolli, alvarlegur.
Síðan héldum við af stað í myrkr-
inu.
Fjárhirðarnir héldu nú til Betle-
hem í næturmyrkrinu.
8 — VÍÐFÖRLI