Víðförli - 15.12.1989, Blaðsíða 29

Víðförli - 15.12.1989, Blaðsíða 29
endur störfuðu í Skálholti. Auk þess komu tveir fylgdarmenn með hverj- um hópi. Hlutverk prestanna var að sjá um helgihaldið og persónulega sálgæslu, en ekki sjálfa fræðsluna. Þetta gaf góða raun. Dagskráin sjálf tókst vel. Hóparn- ir komu kl. 13 í Skálholt og gistu í sólarhring. Við byrjuðum alltaf með miklum krafti, söng og leikjum, áð- ur en farið var í sjálfa verkefnavinn- una. Krakkarnir skiptu um verk- efnahóp á 40 mínútna fresti. Þetta skapaði tilbreytingu. Bæklingnum var dreift eftir kvöldmat þegar krakkarnir áttu frítíma fyrir hönd- um og þar með voru þau komin með verkefni við að fylla út síðurnar „mundu mig, ég man þig“. Kvöld- vakan varð svo nokkurs konar upp- skeruhátíð þar sem blaða- og leik- listarhóparnir sýndu hvað þau höfðu verið að gera og æfa fyrr um daginn. Hápunktur hvers námskeiðs var svo ljósgangan og fararblessunin í kirkj- unni við brottför. Það verður hverju barni eftirminnileg athöfn. Breytingar Það hafa komið fram hugmyndir um að hópar yrðu í tvo sólarhringa í Skálholti þá. Námskeiðin í haust skiluðu þeim árangri að fermingar- börnin eru væntanlega jákvæðari í garð kirkjunnar en áður. Ekki er víst að það jákvæða traust aukist til muna þó að gist væri í tvær nætur í Skálholti. Hins vegar er það athyglis- verð hugmynd að börnin gisti í fleiri nætur. En þá erum við auðvitað far- in að tala um ný markmið með nám- skeiðunum í Skálholti. Námskeiðin í haust voru nokkurs konar tilbreyting í fermingarfræðslu safnaðanna og stóðu fyrir utan fræðslu prestanna. Hins vegar hafa ýmsar nágranna- þjóðir okkar flutt hluta af ferming- arfræðslunni yfir í svokallaðar ferm- ingarbúðir. Ekki veit ég þó hvort þetta er raunhæf hugmynd hjá okk- ur í dag. Helst sýnist mér að slikar fermingarbúðir henti fremur dreif- býli en þéttbýli. Mat Niðurstaða mín er sú að þessi fermingarnámskeið hafi tekist vel í alla staði. Þau hafa skilað góðum árangri. Börnin hafa upplifað trú og kirkju á dýpri og skemmtilegri hátt Frá helgistund í Skálholtskirkju á fermingarbarnanámskeiði en áður. Boðskapurinn, Guð er ná- lægur („Eigi stjörnum ofar“), hefur náð til þeirra. Þá hefur okkur tekist að eyða þeirri þjóðsögu að starf á fermingarþarnanámskeiðum sé ein- hver þrælavinna. Ánægt starfsfólk vitnar um það. Magnús Erlingsson. r ___ O, Drottinn, sagði badmintonspaðinn Nú orðið tilheyrir sunnudagurinn mér, Drottinn. Ég vannþá keppni fyrir þig, án þess að vilja það. En enn hafa mennirnir þörf á að endurnærast frammi fyrir þér. Gef þú kall þitt, kirkjuklukkurnar, yfirgnœfi af og til hið fábrotna spaðanna hviss. VÍÐFÖRLI — 29

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.