Víðförli - 15.12.1989, Blaðsíða 6

Víðförli - 15.12.1989, Blaðsíða 6
Helgileikur á Jolahátíð í Bjarkarási. — yður er í dag frelsari fæddur sem er Kristur Drottinn — og um Jesú- barnið sem fæddist í fjárhúsi og var lagt í jötu. Boðskapurinn var ein- faldur og á hann var hlustað með þeirri athygli og skilningi er hverjum og einum var gefinn. Þessi boðskapur hljómaði enda kunnuglega svo oft hafði verið um þennan atburð rætt og sungið við aðventuljósin. Arin liðu og húsnæði ásamt ýmsu öðru rýmkaðist og þá komu tæki- færin til að verða enn meiri þátttak- andi í undirbúningnum. Helgileikir þar sem jólaguðspjallið allt var lært utanbókar og flutt af mikilli innlif- un. Sigurinn var mikill og margt tár- ið hrundi af hvörmum foreldra og annarra er heyrðu og sáu, a.m.k. í fyrsta sinn. Vistheimilið var kvatt og starf á dagstofnun tók við. Samband mitt við vistfólkið varð að sjálfsögðu á annan máta. Að loknum degi fór hver heim til sín og eyddi kvöldum og helgum í faðmi fjölskyldu. Aðventuundirbúningur á heimilum gefinna Á sl. aðventu hlustaði ég á hug- leiðingu um aðventuna og undirbún- ing jólanna. Fyrirlesari ræddi m.a. um hið veraldlega vafstur er ein- kennir svo mjög þennan árstíma. Þessi fyrrnefnda hugleiðing kom upp í huga minn er ég að beiðni rit- stjóra settist niður til þess að skrifa um aðventuna og jólaundirbúning á heimilum vangefinna og hvernig þeir vinir mínir meðtaka og hugsa um boðskap aðventunnar. Að sjálfsögðu einkennist þessi tími hjá þeim sem öðrum mjög af veraldlegu umstangi sem skyggir um of á það sem okkur kristnum mönn- um ætti að vera efst í huga. Við sem störfum með vangefnum, leiðbein- um þeim og mótum líf, umhverfi og athafnir þeirra, ættum að hafa þetta hugfast. Er ég lít til baka, til fyrstu áranna er ég veitti forstöðu vistheimili fyrir vangefna, koma margar minningar í huga minn, ekki síst minningar tengdar jólaundirbúningi. Við bjuggum öll undir sama þaki fyrstu árin. Þrengsli voru mikil og fjár- munir af skornum skammti, en að- ventan var yndislegur tími. Við sungum svo ákaflega mikið og margir lærðu jóla- og kristilega söngva sem ekki hafa fallið í gleymsku. Á sinn einfalda og barns- lega hátt upplifðu þau aðventuna og voru full eftirvæntingar er jólahátíð- in nálgaðist. Sóknarpresturinn kom á jólagleði heimilisins og flutti jóla- guðspjallið, um hirðana á Betle- hemsvöllum er sáu stjörnuna, um engilinn er birtist þeim og flutti hin gleðilegu tíðindi — fagnaðarerindið í fyrstu kveið ég þessari breytingu, saknaði hins nána sambands, t.d. kvöldstundanna er ég hafði átt með vinunum mínum. Starfsemi dagstofnunarinnar hófst skömmu fyrir jólaföstu svo ein af okkar fyrstu samverustundum tengdist undirbúningi jólahátíðar. Kvíði minn reyndist óþarfur. Við ræddum saman, sungum við að- ventuljósin og héldum okkar fyrstu jólagleði. Þessir unglingar höfðu svo sannnarlega fengið fræðslu og und- irbúning á heimilum sínum og þeirri dagstofnun er þau höfðu dvalið á fram á unglingsárin. Söngurinn var þeim að vísu ekki jafn eðlilegur og einlægur og þau kunnu ekki jafn marga söngva og vinir mínir á vist- heimilinu. Þar var söngur ákaflega mikið notaður til fræðslu enda 6 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.