Víðförli - 15.12.1989, Blaðsíða 32

Víðförli - 15.12.1989, Blaðsíða 32
Frá Hjálparstofnun kirkjunnar Styðj um skólana í N amibíu Namibía er strjálbýlt Iand sunnar- Iega í Afríku. Um þessar mundir eru miklir atburðir að gerast þar. Nami- bíumenn eru loks að öðlast sjálf- stæði, eftir langa og blóðuga sjálf- stæðisbaráttu. í 74 ár hefur landið verið hernumið af hinu volduga ná- grannaríki, S-Afríku, en stjórnvöld þar hafa loksins samþykkt að gefa völdin eftir í Namibíu. í byrjun nóv- ember voru haldnar fyrstu frjálsu kosningarnar í sögu Namibíu og síð- ar í vetur mun landið endanlega fá sjálfstæði. Það er mikið uppbyggingarstarf framundan í landinu. Þar á meðal er uppbygging skólakerfisins, en mikill skortur er á skólum. Hingað til hefur hvítum og svörtum börnum verið bannað að ganga í sömu skóla. Það hafa því verið tvö ólík skólakerfi í Namibíu. Annars vegar góðir skólar fyrir hvíta og hins vegar yfirfullir og lélegir skólar fyrir svarta. Þetta hef- ur verið ein af mörgum afleiðingum kynþáttaaðskilnaðarstefnu s-afr- ískra stjórnvalda, en samkvæmt þeirri stefnu á fólk af mismunandi kynþáttum að hafa sem allra minnst saman að sælda og það nýtur ekki sömu réttinda. Kirkjan í Namibíu hefur um árabil barist gegn aðskilnaðarstefnunni og hefur raunar verið einn sterkasti málsvari hinna fátæku í Namibíu. A.m.k. 70% íbúanna eru meðlimir kirkjunnar og hefur hún mikil áhrif í landinu. Kirkjan starfar á mörgum sviðum þjóðlífsins, m.a. hefur hún beitt sér mikið í baráttunni gegn mannréttindabrotum og hún hefur rekið öflugt starf til aðstoðar fórnar- lömbum mannréttindabrota. Auk þess rekur kirkjan barnaheimili, heilsugæslustöðvar, þjónustu við aldraða og lestrarkennslu fyrir full- orðna. Kirkjan er einnig áhrifamikil á sviði skólamála í Namibíu. Þeir skólar sem kirkjan styður eða rekur sjálf eru meðal þeirra fáu í landinu, sem hafa afneitað aðskilnaðarstefn- unni og verið reknir á jafnréttis- grundvelli. Þessir skólar búa því yfir reynslu, bæði hvað varðar kennsluhætti og innihald námsefnis, sem getur orðið skólakerfinu í heild að miklu gagni nú þegar landið fær sjálfstæði. Kirkjan tók einnig að sér það verkefni að sjá um móttöku tugþús- unda namibískra flóttamanna, sem hafa verið að snúa aftur heim á und- anförnum mánuðum, eftir langa dvöl í nágrannalöndunum. Meðal þessara flóttamanna er fjöldi barna og þeim þarf að koma fyrir í skólum. En skólarnir eru yfirfullir og skortur er á öllum kennslugögnum. Það er þvi knýjandi þörf á að útvega skóla- stofur og láta gera við gamalt hús- næði svo að hægt sé að nota það. Hjálparstofnanir kirknanna á Norðurlöndunum hafa tekið hönd- um saman um að aðstoða við upp- byggingu skólanna og móttöku flóttamannabarnanna, með því að reisa skólastofur í Namibíu, ásamt því að kaupa skrifföng, pappír, stóla og fleiri nauðsynlega hluti í skólana. Þetta er eitt af þeim verkefnum sem við söfnum fyrir núna í landssöfnun okkar „Brauð handa hungruðum heimi“. 32 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.