Víðförli - 15.12.1989, Blaðsíða 11
Þá hefur verið ákveðið að taka
þátt í samnorrænu verkefni til
styrktar skólum í Namibíu og er sagt
frá þessu verkefni sérstaklega, ann-
arstaðar í blaðinu.
Nýlega barst beiðni um aðstoð
vegna flóttamanna frá Mósambík
sem komnir eru yfir landamærin til
Malawi. Þar er nú að skapast mjög
slæmt ástand og er skortur á bæði
fatnaði og matvælum, einkum
skreið.
Áfram verður fylgst með þróun
mála í S-Súdan og matvæli send
þangað ef nauðsyn krefur og að-
stæður leyfa. Við þurfum einnig allt-
af að vera viðbúin því að geta brugð-
ist fljótt við ef skyndilega skapast
neyðarástand einhversstaðar í heim-
inum. Neyðin gerir ekki alltaf boð á
undan sér.
Án stuðnings þjóðarinnar erum
við þó einskis megnug. Starfsemi
Hjálparstofnunar kirkjunnar byggir
algerlega á frjálsum framlögum al-
mennings til hennar. Mörg lítil fram-
lög verða að einu stóru þegar saman
safnast. Framlag hvers og eins skipt-
ir máli. Það er okkar reynsla að hver
króna margfaldist að gildi í hjálpar-
starfi í þriðja heiminum.
Með ósk um gleðileg jól.
Starfsfólk Hjálparstofnunar
kirkjunnar.
I fréttum
Heimsþing Lúterska
heimssambandsins í Brasilíu
30. jan.—8. febr. 1990.
Lúterska heimssambandið heldur
heimsþing á 6—7 ára fresti, sem víð-
ast um heiminn. Síðasta þingið var i
Budapest í Ungverjalandi og þar á
undan í Dar-es-Salaam í Tanzaníu.
íslenska kirkjan fær að senda full-
trúa á þingið. Þeir verða herra Ólaf-
ur Skúlason biskup, séra Dalla Þórð-
ardóttir, sem ein íslendinga situr í
stjórnarnefnd á vegum heimssam-
bandsins og sr. Bernhafður Guð-
mundsson ritari utanríkisnefndar
sem annast erlend samskipti af hálfu
Biskupsstofu, svo og sr. Þorbjörn
Hlynur Árnason, prestur á Borg á
Mýrum, en Gunnbjörg Óladóttir
guðfræðinemi verður starfsmaður á
þinginu. Hópur ungs fólks er jafnan
ráðinn til margs konar starfa á slík-
um þingum. Einnig mun biskupsfrú-
in Ebba Sigurðardóttir sækja þingið.
Yfirskrift þingsins er: „Ég hef
heyrt ákall lýðs míns“, en fjórir
málaflokkar eru til grundvallar um-
ræðu þingsins: Um líf í kristnu sam-
félagi, um hjálpræði, um frið með
réttlæti, um sköpunarverkið leyst
undan oki.
Tveir umræðustjórar stýra hverj-
um málaflokk, eða átta talsins og
mynda þeir starfshópinn sem skrifar
niðurstöður þingsins. Sr. Dalla er í
hópi umræðustjóranna, en aðeins
tveir Norðurlandamenn hafa verið
kallaðir til þess vandasama hlut-
skiptis. Auk sr. Döllu er þar Andreas
Aarflot Oslóbiskup. Þá stýrir sr.
Bernharður umræðum eins hópsins
um umhverfismál.
Þingið er haldið í Curatiba, nokk-
uð fyrir sunnan höfuðborgina Rio
de Janeiro. Rúmlega 1000 manns
sækja þingið, auk fréttamanna og
starfsfólks.
Kyrrðardagar
Skálholtsskóli gekkst fyrir nám-
skeiði nú í haust fyrir leiðtoga kyrrð-
ardaga. Elsa og Per Mases önnuðust
fræðsluna og stýrðu síðan kyrrðar-
dögum fyrir þátttakendur. Síðan
hefur verið efnt til tveggja slíkra
samvera í Vindáshlíð fyrir konur
undir leiðsögn Margrétar Hróbjarts-
dóttur, Rannveigar Sigurbjörnsdótt-
ur og Sigríðar Halldórsdóttur, en
þær eru allar hjúkrunarfræðingar. í
nóvemberlok voru kyrrðardagar í
Skálholti undir leiðsögn sr. Karls
Sigurbjörnssonar.
VÍÐFÖRLI - 11