Víðförli - 15.12.1989, Blaðsíða 17
létu hvorki óhreinindin né kuldann á
sig fá.
En þessa nótt fæddi Maria barnið
sitt. Hún vafði um það þeim flíkum,
sem hún hafði við höndina, og lagði
það í jötuna.
Úti í haganum í grenndinni voru
fjárhirðar, sem vöktu yfir fé sínu.
Nóttin var dimm og allt var kyrrt og
hljótt, nema þegar lamb jarmaði í
myrkrinu.
En skyndilega Ijómaði skært ljós í
kring um þá — svo skært, að þeir
fengu ofbirtu í augun. Þeir grúfðu
sig niður, dauðskelkaðir.
Þá birtist engill Guðs og sagði við
þá:
„Verið óhræddir, því ég flyt ykkur
gleðifréttir, og öllum mönnum.
Frelsarinn er fæddur í Betlehem —
konungurinn, sem Guð hét að senda,
Kristur. Þið munuð finna þar ung-
barn, sem liggur í jötu.“
Allt i einu sáu þeir ótal engla, sem
sungu Guði dásamlegan lofsöng:
„Dýrð sé Guði í upphæðum, og
friður á jörðu hjá mönnunum sem
Guð elskar.“
Svo hurfu englarnir, og nóttin
varð niðdimm á nýjan Ieik, og hirð-
arnir sögðu hver við annan:
„Við skulum flýta okkur til Betle-
hem og sjá þetta.“
Þeir gengu úr skugga um að féð
væri óhult og hröðuðu sér síðan til
bæjarins. Þeir fundu Mariu og Jósef
i fjárhúsinu — og ungbarnið litla í
jötunni, — allt eins og engillinn
hafði sagt.
Þeir sögðu Maríu og Jósef hvað
þeir höfðu séð og heyrt, og sneru svo
aftur út i hagann, en á leiðinni sögðu
þeir öllum, sem á vegi þeirra urðu,
frá barninu í jötunni og því, sem
englarnir sögðu um það. Þeir voru
svo glaðir, að þeir sungu hátt og alla
ævi minntust þeir þessarar nætur
með gleði og þakklæti til Guðs.
Úr Barnabiblíunni.
VÍÐFÖRLI — 17