Víðförli - 15.12.1989, Side 14

Víðförli - 15.12.1989, Side 14
Vímulaus æska Jón Guðbergsson hefur ekki valið sér vinsælustu og best borg- uðu störfin. Um árabil vann hann að gæzlu geðsjúkra og drykkjumanna á Kleppi. Hann starfaði síðan með unglingum í erfiðleikum í Útideildinni í Reykjavík, síðan sem áfengisfulltrúi hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur, og nú vinnur hann að for- varnarstörfum hjá Áfengisvarnarráði. Ég hef oft sagt að ef við hefðum byrjað með sama krafti að uppbygg- ingu forvarnarstarfs og að uppbygg- ingu meðferðarstofnana, væru þær ekki eins nauðsynlegar og þær eru nú. Eftir þessa löngu reynslu af áfengismálum, brennur á mér for- varnarstarfið. Það er erfitt að sjá krakka sem maður hitti í útideildinni en voru ekki til viðtals og eru nú á Hrauninu eða annarsstaðar í kerf- inu. Þar sjást vel áhrif félagsskapar- ins. Ég minnist einnar bekkjardeild- ar í skóla, sex af strákunum eru nú á stofnunum. Sumir geta gert sér grein fyrir kostnaði þjóðfélagsins af því, margir geta gert sér grein fyrir þján- ingunum sem þar eru að baki, og ég vona að allir sjái nauðsyn forvarnar- starfsins, til að forða slíku. En það er ótrúlega lítið lagt í það. Hvernig er forvarnarstarf unnið — felst það í fræðslu barnanna? Við fáumst ekki við hræðslu- fræðslu, heldur reynum að hjálpa krökkum að greina hvað gæti komið fyrir, við hverskonar aðstæður fer fólk að drekka eða nota efni. Hvern- ig eru krakkar stemmdir þegar þau fara í partý — þreytt, örg út í for- eldra, glöð — og hvaða áhrif hefur það á atburði kvöldsins. En nú eru börn og unglingar ekki ein í heiminum, flest eiga sér foreldra og heimili. Jú svo sannarlega, en það er mjög erfitt að ná til foreldra. Meðan allt leikur í lyndi, hafa þau gjarnan „þetta-kemur-ekki-fyrir-mitt-barn“ afstöðuna. En forvarnirnar hefjast heima. Foreldrar þekkja börnin sín betur en aðrir. Þegar eitthvað fer að ganga úrskeiðis hjá unglingnum er gjarnan leitað að sökudólg utan heimilis. Hver er oftast sökudólgurinn? Ætli það sé ekki fyrst og fremst af- skiptaleysi og agaleysi á heimilum eins og reyndar í þjóðfélaginu al- mennt, þótt auðvitað spili margt ut- anaðkomandi þar inní. Við viljum hjálpa foreldrum að greina aðstæður á heimili — í forvarnarskyni. Þá hef- ur okkur reynst bezt að byrja að ræða um námsárangur. Ef skólinn er farinn að ganga ver, er það oft vegna útivistar krakkanna, enda skapast þar vítahringur. Syfjaður unglingur fær skammir og verður kargur. Það er hægt að breyta miklu með því að laga útivistarmynstrið hjá krökkun- um. En það nægir ekki að banna þeim að vera úti á kvöldin, það verð- ur að skapa þeim tilboð um eitthvað í staðinn, t.d. að fjölskyldan geri eitt- hvað saman og þá annað en imba- kassagláp. Það er ekki létt að koma á aga eftir 15 ára afskiptaleysi, en það er brýnt. Hvernig tilboð? Já það fer auðvitað eftir aðstæð- um og áhugamálum. Ég get gefið dæmi af sjálfum mér. Eitt árið var konan mín í námi á kvöldin. Eitt sinn er ég fór út í sjoppu, var þar stærri og leiðari hópur en endranær. Ég rabb- aði við þau og þeim fannst allt leiðin- legt, leiðinlegt heima, leiðinlegt að hanga í sjoppu og félagsmiðstöðvar voru fyrir smábörn. Það vildi svo til að bílskúrinn minn var tómur, nema hvað gamalt sófasett var þar í geymslu. Ég bauð þeim þangað, og áður en varði voru þau farin að und- irbúa tombólu, skömmu síðar ball fyrir yngri krakka og síðan koll af kolli. Ég minntist á veislu fyrir for- eldra og það var snarlega kveðið nið- ur. Um vorið tóku þau að sér hreins- unarverkefni í Saltvík og þá stungu þau upp á að ljúka því með grill- veislu fyrir ættingja! Þau voru greinilega orðin svo örugg með sig í hópnum að þau gátu jafnvel hugsað sér að hafa foreldrana með. Eru ekki víða lítt notaðir bílskúr- ar? Hvernig gengur að ræða við ungl- inga. Það er meiriháttar að tala við fólkið í 7—9 ára bekkjum. Ef þau fást til að tala á annað borð, eru þau svo elskulega hreinskilin. Þau hafa ekki lært ennþá af þeim fullorðnu, að tala mikið og fela sannleikann, láta allt líta vel út. En foreldrar eru a.m.k. á vissu skeiði fyrirmynd barna sinna, móta að nokkru lífs- munstur þeirra. Unglingar fá þau skilaboð frá okkur, að það þurfi að hafa áfengi um hönd, þegar fólk kemur á mannamót, það er dýrðar- ljómi yfir áfengi, glans. Þau vita líka að óviðeigandi atferli er afsakað með að viðkomandi hafi verið fullur. Þessvegna er áfengið auðvitað leið- in, þegar unglingar vilja prófa sitt- hvað sem þau annars þyrðu ekki að gera. Útihátíðir eru í þeirra huga drykkjusamkomur. Þar er nánast skylda að drekka, ef á annað borð er farið með. Fólk hefur sætt sig við þessar „úti- hátíðir“, eða öllu fremur gefist upp og lokar augunum fyrir því að slíkar „útihátíðir“ í smærri mæli eru um nær hverja helgi í miðbæ stærri staða. Hvernig er að halda baráttukjarki við þessar vonlitlu aðstæður? Ég horfi á björtu hliðarnar. Þær eru líka til, það gleymist of oft. Það hafa t.d. orðið til margskonar úrræði í áfengismálum. Eitt af því bezta eru sambýli fyrir drykkjumenn sem eiga enga nána fjölskyldu. Þau eru 6 á höfuðborgarsvæðinu. Þar fá menn fæði og húsnæði, sem þeir borga fyr- ir, enda verða þeir að vinna og halda sér þurrum. Þarna fá þeir félagsskap og stuðning, annars er þeim gjarnt að einangra sig þegar þeir koma af meðferðarstofnunum. SÁÁ hefur unnið merkilegt starf og Vífilsstaðir er afbragðs viðbót við 14 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.