Víðförli - 15.12.1989, Blaðsíða 28

Víðförli - 15.12.1989, Blaðsíða 28
Fermingarbörn frá Hafnarfjarðarkirkju og Fríkirkjunni í Hafnarfirði með fermingarfrœðurum sínum þeim sr. Gunnþóri Ingasyni og sr. Einari Eyjólfssyni fyrir utan Skálholtskirkju að loknu velheppnuðu námskeiði í Skálholti í október sl. Þankar um fermingarbarnanámskeið Nú eru fermingarnámskeið Kjal- arnesprófastsdæmis í Skálholti ný- afstaðin. Er engum blöðum um það að fletta að námskeiðin tókust mjög vel. Bæði börn og foreldrar hafa lýst yfir ánægju sinni. í könnun meðal foreldra í Garðabæ kom t.d. í ljós að það eftirminnilegasta í hugum barn- anna eftir dvölina í Skálholti var hversu prestarnir og leiðbeinendurn- ir hefðu verið skemmtilegir, myrkrið í kvöldgöngunni og guðsþjónustan og helgihaldið í kirkjunni. Þetta eru mjög jákvæðar niðurstöður. Þá hafa prestar og starfsfólk lýst yfir ánægju sinni. Tildrög Upphafið að þessum fermingar- barnanámskeiðum má rekja til þess að prófastur Kjalnesinga kom að máli við Skálholtsrektor. Hugmynd- in var sú að skipuleggja námskeið fyrir fermingarbörn, sem væru á nokkurn annan veg en verið hefði. Ferðalög með fermingarbörn hafa oft verið hreinar skemmti- og skáta- ferðir. Nú skyldi hins vegar skipulagt námskeið fyrir fermingarbörn, þar sem saman færu skemmtilegheit og trúarupplifun. í stað venjubundinn- ar kennslu, yrði fræðslan í formi skapandi vinnu og upplifunar. Svo virðist sem með þessari hugmynd hafi naglinn verið sleginn á höfuðið. Fræðsludeild kirkjunnar var fljót- lega fengin með í málið til að skipu- leggja dagskrá og útvega starfsfólk. Allt var þetta gert með góðum fyrir- vara, enda tókst að fá mjög gott fólk til starfa, sem er lykilatriði við þessi velheppnuðu námskeið. Einnig sá Fræðsludeildin um að útbúa bækl- ing og kennsluefni fyrir námskeiðin. Ákveðið var að börnin fengju í hend- urnar bækling, sem væri í senn fræðsla og minning um góða dvöl. Bæklinginn nefndum við „Eigi stjörnum ofar“, í samræmi við það að boðskapur námskeiðanna var sá að Guð er nálægur. Fyrir utan sam- nefndan sálm var í bæklingnum fræðsla og auðar síður, „mundu mjg, ég man þig“, þar sem börnin gátu safnað í nöfnum þátttakend- anna. Þriggja manna framkvæmda- nefnd sá öðrum fremur um skipu- lagninguna og framkvæmdina. í nefndinni áttu sæti þeir Gunnlaugur Garðarsson, prestur í Kjalarnespró- fastsdæmi, Sigurður Árni Þórðar- son, rektor í Skálholti og Magnús Erlingsson, fulltrúi Fræðsludeildar. Skipulag Góður árangur á námskeiðunum varð m.a. vegna þess hversu vel við vorum mannaðir. Fjórir leiðbein- 28 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.