Víðförli - 15.12.1989, Blaðsíða 9

Víðförli - 15.12.1989, Blaðsíða 9
Það var ég sem fann fjárhúsið. Við kíktum varlega inn fyrir. Ung stúlka stóð á miðju gólfinu og beygði sig yf- ir eitthvað sem var þar. Og maður sem var eitthvað eldri en hún stóð hjá henni og hélt varlega um axlir henn- ar. Ljós frá olíulampa lýsti upp fjár- húsið. í einu horni fjárhússins sá ég uxa og þar var líka asni. Ég læddist inn fyrir án þess að nokkur tæki eftir því og fór út í hornið til asnans. Enginn sá mig. Ég skammaðist mín svolítið að vera að læðast svona inn því þetta hlutu að vera María og Jósef með Jesúbarnið. Mikið var hún María ung. Varla eldri en hún Móa, stóra systir mín. Og mikið var hún falleg. Svolítið föl, það var kannski bara vegna ljóssins frá olíulampanum, nú eða vegna þess að hún var nýbúin að fæða barn. Jósef var miklu eldri, örugg- lega eitthvað fjörtíu ára, eins og pabbi. Barnið sá ég ekki úr horninu. Það lá í jötunni. María stóð við jöt- una hjá barninu og beygði sig yfir barnið. Ætli mömmur geri ekki svo- leiðis þegar þær eru nýbúnar að fæða börn. Hvað veit ég svosem um það. Við dyrnar sem lágu inn í fjárhús- ið stóð Jóhanns. Bankaði varlega í vegginn og ræskti sig svo þau yrðu vör við að gestir væru komnir. Maríu brá og hræðsla færðist yfir andlit hennar. Jósef sneri sér snögglega við. Fjárhirðarnir færðu sig inn í fjárhúsið. Síðan hóf Jóhannes að segja þeim frá englasöngnum og hvað engillinn hafði sagt þeim úti í haganum. Ég hlustaði ekki svo vel á hvað þeir sögðu, ég hafði líka séð þetta og heyrði allt saman sjálfur. En ég sá að María róaðist við orð þeirra og brosti við þeim. Komið inn, sagði hún, komið inn. Þeir sem Guð hefur sent eru alltaf velkomnir. Já, við erum komnir til að sjá barnið, ef það er í lagi, sagði Jó- hannes. Við viljum ekki trufla og alls ekki vekja það, maður veit jú að svona lítil börn geta orðið ergileg ef þau eru vakin. En engillinn sagði að við ættum að fá að sjá hann, svo . . . Auðvitað, sagði María. Komið hingað fjárhirðar. Hér er hann sem er Messías, frelsari heimsins. (Ég verð að spyrja ömmu einhvern tím- ann hvað frelsari er, og Messías . . .) Fjárhirðarnir gengu að jötunni. Þegar þeir sáu barnið féllu þeir á kné, alveg eins og þegar þeir sáu eng- ilinn í haganum. Og aftur urðu þeir svo fallegir í framan. Samt var ekkert ljós frá stjörnu hérna, bara frá olíu- lampanum. Þeir horfðu stöðugt á barnið og það var eins og þeir hugs- uðu ekki um neitt annað. En loks sneri Jóhannes sér að mér þar sem ég var inni í horninu og sagði: Komdu hingað strákur og sjáðu frelsara þinn. Ég gekk að jötunni. Ég hikaði. Ég var ekki hræddur en mér leið samt svo undarlega. Ég átti að fá að sjá Jesúbarnið. Og svo sá ég Jesúbarnið! Það var svo líkt litla bróður hans Mikka í útliti, já bara eins og önnur smábörn. Hann var líka góður eins og ég held að flest smábörn séu. Nú krupu María og Jósef líka við jöt- una. Það var svo skrítið að standa einn á gólfinu svo ég ákvað að krjúpa eins og hinir. Ég hélt áfram að hugsa um hve hann væri líkur litla bróður hans Mikka og öllum öðrum smábörnum. Svo góður og fallegur. Það eru allir, sem eru svona litlir. Hirðarnir, Jósef og María sungu bænarsöng. „Þú ert sonur minn, ég hef í dag fætt þig, til opinberunar heiðingjum“ og svoleiðis. Aðan hafði Jóhannes kallað mig heið- ingja. Voru þau þá að tala um mig. Um Jesús og mig, nei, ég næ þessu ekki. Þýð.: Edda Möller VÍÐFÖRLI — 9

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.