Víðförli - 15.12.1989, Blaðsíða 30
Þröstur Eiríksson
Kirkjulegir starfsmenn
Staða prestsins er sterk í íslensku
þjóðkirkjunni. Það er bæði verðugt
og rétt, því þjónusta prestsins er
kirkjunni ekki einasta mikilvæg
heldur nauðsynleg. Við prestsvígslu
er talað um hið heilaga prests- og
prédikunarembœtti og er inntak þess
útskýrt og áréttað með þessum orð-
um biskups: Að prédika Guðs orð til
iðrunar, afturhvarfs og hjálprœðis;
að veita heilög sakramenti skírnar og
kvöldmáltíðar; að hlýða skriftum og
boða í Jesú nafni fyrirgefningu
syndanna. (Handbók íslensku kirkj-
unnar, s. 188)
Þjóðfélagsleg staða prestsins hef-
ur breyst mikið á tiltölulega skömm-
um tíma. Áður var presturinn einn
fárra lærðra embættismanna og um
aðra kirkjunnar þjóna var vart að
ræða. I vitund fólks var presturinn
og kirkjan nánast hið sama. Þessi
prestsímynd er víða ríkjandi í vitund
fólks enn í dag og oft ekki hvað síst
meðal prestanna sjálfra. Það er því
ekki að ófyrirsynju að oft er talað
um íslensku þjóðkirkjuna sem
prestakirkju. Með tilkomu fjöl-
mennra safnaða er útilokað að
presturinn einn geti sinnt öllum þeim
verkefnum sem sinna þarf. í dag er
staðan oft sú að öll þau mál sem
koma inn á borð safnaðanna fara
um hendur prestanna og eru þeir oft
tregir til að láta einhver þeirra frá sér
fara. Það er mín skoðun að þessu sé
þörf á að breyta. Söfnuðirnir þurfa í
dag fleiri kirkjulega starfsmenn til
að starfa við hlið prestanna, ekki til
að rýra prestsembættið heldur miklu
fremur til að styrkja þá þjónustu
sem það er fyrst og fremst til vegna.
Kirkjan virðist í dag vera að fá
aukið fjárhagslegt sjálfstæði og bol-
magn til að sinna verkefnum sínum
betur. Þetta svigrúm hefur hingað til
fyrst og fremst verið notað til að
fjárfesta í steinsteypu, sem vissulega
er þarft. Hins vegar vill oft gleymast
að jafnhliða þarf að byggja upp það
starf sem hinar nýju byggingar eiga
að rúma. Það er fátt um kirkjulega
starfsmenn fyrir utan presta. Eink-
um er um að ræða kirkjuverði, m^ð-
hjálpara og organista sem oftast eru
aðeins í hlutastörfum. Auk þess
sinna guðfræðinemar og aðrir æsku-
lýðsstarfi víða gegn einhverri greiðslu.
En hvernig lítur kirkjan á þessi
störf? Af mörgu má ráða að mikið
skorti á að litið sé á þau sem sjálf-
stæða kirkjulega þjónustu. Þetta
endurspeglast meðal annars í við-
horfum margra presta til þess starfs-
fólks sem hér var nefnt að framan.
Þeim er oft tamara að tala um það
sem aðstoðarfólk sitt en sem sam-
starfsfólk. Þessi mál virðast ekki
vera ofarlega á baugi á þeim vett-
vangi þar sem kirkjuleg mál eru
rædd og ákveðin. í svonefndu starfs-
mannafrumvarpi er t.d. nánast ekki
minnst á aðra starfsmenn en presta.
Að mínu mati er ekki hægt að skýla
sér á bak við það, að eingöngu sé ver-
ið að fjalla um starfsmenn launaða
af hinu opinbera. Kirkjan á að láta
sig varða málefni allra starfsmanna
sinna og tryggja réttindi þeirra og
skyldur í lögum sínum og reglum.
Hér er nefnilega ekki eingöngu um
að ræða málefni einstakra safnaða,
heldur kirkjunnar í heild.
Kirkjan þarf auk þess að standa
fyrir menntun til kirkjulegrar þjón-
ustu, svo að þeir sem fyrir hana
starfa geri það á kirkjulegum grunni.
í því samhengi er vert að undrast
hversu lítið það form handbókar ís-
lensku þjóðkirkjunnar sem nefnist
djáknavígsla hefur verið notað. Þar
er þó um að ræða vígslu og blessun
til kirkjulegrar þjónustu sem eðlilegt
væri að nota meira.
Ein er sú starfsstétt í kirkjunni
sem nefnist organistar. Stundum
virðist svo litið á störf organista, að
hlutverk þeirra sé að sjá fyrir tónlist
til að skreyta og punta upp á guðs-
þjónustuna eins og um einhverskon-
ar andlega skemmtun sé að ræða.
Slíkur hugsunarháttur ber vott um
lítinn skilning, ekki einasta á eðli
organistastarfsins heldur á gildi
messunnar og miðlægri stöðu henn-
ar í kirkjustarfinu. Nýlega var í sjón-
varpi greint frá ráðagerð um bygg-
ingu safnaðarheimilis í söfnuði úti á
landi. Það væri ekki í frásögur fær-
andi ef í fréttinni hefði ekki komið
fram sú fullyrðing, að kirkjuhúsið á
staðnum væri með öllu óhentugt
undir hvers konar safnaðarstarf. í
þeirri þörfu viðleitni að bjóða upp á
sem fjölbreyttast safnaðarstarf, vill
stundum gleymast að messa sunnu-
dagsins er kjarninn í öllu starfi kirkj-
unnar. Þar sem aðstæður leyfa, get-
ur kirkjan sinnt ýmiss konar félags-
legri þjónustu sem þer vott um kristi-
legan náungakærleik. En mikið af
þeirri þjónustu geta aðrir aðilar
sinnt. En ef kirkjan er ekki kirkja,
þá geta engir aðrir tekið við. Hin
miðlæga staða messunnar verður
ekki of oft undirstrikuð.
Messan er samfélag um orð Guðs
og borð. Þar kemur kirkjan saman
til samfundar við Guð sinn. Himinn
og jörð mætast í samfélagi heilagra á
himni og jörðu. í þessu umhverfi
vinnur organistinn starf sitt. Hann er
ráðsmaður yfir lofsöng safnaðarins
og leiðtogi kirkjutónlistarþjónust-
unnar í söfnuðinum. Því er hér í
hæsta máta um kirkjulega þjónustu
að ræða. Þannig viljum við organist-
ar líta á störf okkar og því er mikil-
vægt að kirkjan geri það einnig, svo
hið kirkjulega eðli þjónustunnar
verði undirstrikað. Þegar undirritað-
ur réðst til organistastarfs í Noregi á
námsárunum, fékk hann ráðningar-
bréf frá biskupi biskupsdæmisins
með hvatningu og áminningu til min
og safnaðarins. í slíku felst ákveðin
kirkjuleg viðurkenning á organista-
starfinu, sem því miður á sér ekki
hliðstæðu hérlendis.
Meðal organista hefur sú skoðun
komið fram, að eðlilegt væri að þessi
starfsstétt fái að taka virkan þátt í
umræðum og ákvarðanatökum um
innri mál kirkjunnar, sem fram fara
á vettvangi eins og héraðsfundum og
á kirkjuþingi. Organistar hafa flestir
mjög góða þekkingu og innsýn í hið
kirkjulega starf og eðli þess. Kirkjan
Frh. á bls. 2.
30 — VÍÐFÖRLI