Víðförli - 15.12.1989, Blaðsíða 16

Víðförli - 15.12.1989, Blaðsíða 16
Jósef smiður var áhyggjufullur. María, unnusta hans, átti von á barni. Það var ekki hans barn, og þau voru ekki gift. Mikið var slúðrað í þorpinu, öllum fannst sjálfsagt að Jósef sliti trúlofuninni. En þádreymdi Jósef draum. Hann dreymdi að engill Guðs kæmi til hans og segði: „Jósef, þú skalt ekki slíta trúlof- uninni. María hefur ekkert rangt gert. Guð hefur ákveðið að hún verði móðir konungsins, sem hann hefur heitið að senda. Þú átt að láta hann heita Jesú (en það þýðir frelsari), því hann mun frelsa mennina frá synd- inni.“ Þegar Jósef vaknaði var eins og þungu fargi væri af honum létt. Hvað varðaði hann um bæjarslúðr- ið? Hann ætlaði að ganga að eiga Maríu og annast hana og barnið. Eigi löngu síðar gaf keisarinn í Róm, Ágústus, út fyrirskipun um, að allir íbúar ríkisins skyldu láta skrá sig á manntal í þeirri borg eða bæ þangað sem þeir áttu ættir að rekja til. Keisarinn vildi vera viss um að allir væru á skrá og enginn kæmist hjá því að borga skattana! Fjölskylda Jósefs var komin af Davíð konungi. Þess vegna varð hann að fara til Betlehem, þorpsins þar sem Davið fæddist. Hann varð að taka Maríu með sér þessa löngu leið suður yfir fjöllin. Það voru meira en hundrað kílómetrar, vegirnir víðast varla meira en göngustígar eða fjárgötur. Asninn þeirra bar farangur og nesti til þessarar löngu og erfiðu ferðar. Þegar þau náðu loks áfangastað, var María uppgefin af þreytu. En þá var hvergi hægt að fá gistingu. Gisti- húsið var fullt af ferðalöngum. Hvergi var rúm. Nema í fjárhúsinu. Og mikið voru þau Jósef og María fegin er þau gátu lagst til svefns í hey- inu eftir svona erfiðan dag, og þau 16 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.