Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 6

Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 6
r Anauð óttans: Ég vann árið 1988-1989 í Útideild Reykjavíkurborgar. Úti- deildin sinnir leitar- og vettvangsstarfi meðal unglinga. Starfs- menn hennar vinna á göfunni, meðal unglinganna sjálfra, að því að kynnast þeim, mynda traust og leiðbeina þeim er í vanda lenda og vilja úrlausn. Útideild vinnur á forsendum ungling- anna, allt sem fer á milli starfsmanna og unglinganna er trún- aðarmál. Enda lífshættulegt fyrir starfsmennina að vera á göt- unni að nóttu til, ef þeir eiga ekki fullt traust þeirra er götunni ráða. Þennan formála vildi ég hafa til þess að undirstrika að sú stutta frásögn, lýsing, sem hér fer á eftir er sönn. Ég hef verið beðinn að skrifa þessa grein, vegna þess að stöð- ugt fleiri og fleiri fréttir segja frá ofbeldi í henni Reykjavík og erfitt er fyrir þá sem ekki þekkja götuna, að gera sér grein fyrir ástandinu. Ekki það að ég sé einhver sérfræðingur í þessum málum. Þó þekki ég götuna vel og hef því kannski frá ein- hverju að segja sem skýrt gæti eitthvað fyrir einhverjum. I. Kvöld í Reykjavík Það er venjulegt föstudagskvöld í Reykjavík. Hundruð ungíinga, ef ekki þúsundir, hafa safnast saman í gamla miðbænum, á Lækjartorgi, Austurvelli, Laugavegi, Lækjargötu og á hinu svokallaða Hallærisplani. Góður andi ríkir enda klukkan rétt rúmlega 24.00. Ölvun er nokkur, þó ekki áberandi, troðningur þó nokk- ur og læti eftir því. Um 01.00 fara síðustu strætisvagnarnir heim á leið og með þeim flestir unglingarnir. Sumir koma frá Hafnarfirði, aðrir frá Kópavogi, Mosfellsbæ eða utan af Nesi. Þó eru flestir úr Reykjavík. Eftir í bænum eru fáein hundruð. Ölvun eykst. Strætin taka á sig nýja mynd, mynd ofbeldisins þar sem lög- regluþjónar eru ekki óhultir nema margir í hóp. í húsasundi er barist með hnífum, bíll skemmdur, stúlku nauðgað eða rúða brotin. Kannski er einungis ver- ið að berja einhvern sem orðið hefur viðskila við „sinn“ hóp. Kannski gerist lítið annað markvert en það að 12 ára unglingur hnígur um koll í öl- vimu. Klukkan 03.00 tæmast skemmti- staðirnir af „fullorðnu" fólki. Nú breiðast ölvun og ólæti út. Rúðubrot og slagsmál hefjast fyrir alvöru. Inn- an um eru allt niður í 8 ára börn. Átta ára. Seinna reyna unglingarnir að fá far heim. Allt skotsilfur fyrir leigu- bílum er löngu þrotið. Stundum veita eldri „herrar“ þá þjónustu að aka börnunum heim. Stundum verða unglingsstúlkurnar að borga þjónustuna með „blíðu“ sinni. Aðr- ar sleppa betur. í þetta sinn. Upp úr 05.00 hreinsar lögreglan miðbæinn og ró fer að færast yfir. II. Annað kvöld í Reykjavík Blöðin gera sér mikinn mat úr slagsmálum og skemmdarverkum helganna og kenna unglingunum um allt saman. Oftar en ekki eru það þó eldri menn að verki. Minna er fjallað um hið daglega ofbeldi sem börnin verða að sæta. Daglega eru unnin skemmdarverk. Á skólalóðinni eru börn lögð í ein- elti, ofsótt af öðrum börnum og mis- þyrmt andlega og líkamlega. Sum bera aldrei sitt barr eftir upplifun æskuáranna. Ofbeldisverk tengjast „klíkunum“ er ráða hver ákveðnum svæðum af bænum. Beitt er hnúa- járnum og hnífum í baráttunni um áhrifasvæði. Farið er í víking, heim til þeirra sem á að kúga. Þar eru rúð- ur brotnar og allt eyðilagt sem hægt er að eyðileggja áður en lögreglan kemur á vettvang. Ofbeldið brýst út í sérhverju skúmaskoti borgarinnar þar sem unglingar safnast saman. í og við hinar ýmsu búllur. í skjóli undir stórmörkuðum. Á hinum fjöl- breytilegustu plönum. Þetta ofbeldi er verra en áður var. Hér er barist af fullri hörku. Oft blandast fíkniefni, innbrot, áfengi og peningar inn í spilið. En yfir öllu ræður óttinn. Hann er fylgifiskur allra á götunni. Enginn þorir að rísa gegn hertogum næturinnar sem stjórna stærstu klíkunum. Á þessum götum vinnur Útideild- in, meðal unglinganna. Hún er þeirra bandamaður, henni geta þau treyst. Aðrir aðilar leggja sitt að mörkum. Þar má nefna Rauða kross íslands sem rekur neyðarathvarf fyr- ir unglinga sem eiga í engin hús að venda. Þó er galli, finnst mér, á þeirri starfsemi, að enginn fær gistingu án þess að foreldrarnir séu látnir vita. Á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar vinnur Ungl- ingadeild og heyrir Útideild undir hana. Þar er reynt að leggja ungling- unum lið eftir fremsta mætti og einnig hjá Unglingaráðgjöf ríkisins. Að ónefndum öllum félagsmið- stöðvunum. III. Orsökin Reykjavík er orðin að tveimur borgum. Önnur er borg dagsins. Hin borg næturinnar. Enginn er óhultur einn á ferð um miðbæinn eftir mið- nætti. Orsakirnar eru efalaust marg- ar. Ofbeldi er hluti af daglegu lífi margra fjölskyldna. Faðirinn ber 6 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.