Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 11

Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 11
afneiti okkur. Og einmitt í þessari hierarkísku skipan er fólgin mikil blessun fyrir söfnuðinn, fólkið. Fólkið þarf ekki að óttast að prest- urinn þeirra muni hætta að vera prestur til þess að gera því til hæfis. Þar sem presturinn er sér þess með- vitandi að hann er þjónn Guðs og hefur umboð sitt frá Guði gegnum kirkjuna þar elst fólkið við það sem við getum kallað liturgískan stíl: Við daglega morgun- og kvöldandakt, gjarnan í kirkjunni, við reglulegan biblíulestur og kirkjusókn og við líf markað af sakramentunum í hinum helga skírnarsáttmála í samfélaginu við Drottin Krist í Máltíð hans. (Aðsent) Lúther og íslenskt þjóðlíf Hið íslenska Lúthersfélag Reykjavik I9H9 Bókin Lúther og íslenskt þjóðlíf fjallar á aðgengilegan og skemmtilegan hált um Martein Lúther og áhrif hans hér á landi. Bókin bætir úr brýnni þörf þar sem í henni eru komnar á einn stað nýjustu athuganir og umþenkingar íslenskra manna um afleiðingar þeirria straumhvarfa á kirkju og þjóðlíf sem urðu í sögu okkar á 16. öld. í henni er t.d. rakið hvað skrifað hefur verið um Martein Lúther hér á landi; varpað er Ijósi á mannskilning Lúthers; áhrif siðbreytingarinnar á samfélag íslendinga og tengsl hennar við alþýðufræðslu eru könnuð; fjallað er um Stóradóm og siðbreytinguna; um hjúskaparmál í lútherskukm sið og um Lúther og lífsgleðina. Höfundar eru allir vel-kunnir á sínu sviði, hvort heldur er um að ræða sagnfræði eða guðfræði. Lúther og íslenskt þjóðlíf er öllum unnendum sögu og kirkju kærkomin bók sem lengi hefur verið vænst. Útgefandi er Hið íslenska Lúthersfélag en umsjón með útgáfunni hefur Skálholt. Bókin er 217 bls. að stærð og kostar kr. t.490,- I lún fæst í Kirkjuhúsinu Klapparstíg 27, hjá Máli og menningu á Laugavegi, hjá Bóksölu stúdenta og hjá Útgáfunni Skálholti. VÍÐFÖRLI — 11

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.