Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 19

Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 19
II Hugmyndir Hebrea um umhverfi mannsins og lífshamingju hans, og atferli þeirra til styrkingar mannin- um og gróðurmætti jarðar eru að verulegu leyti hinar sömu og þær grundvallarhugmyndir sem birtast í sið og háttum menningarsvæðisins við botn Miðjarðarhafs. Við rennum því huganum í sem skjótastri svipan til þeirrar reynsluþekkingar sem bjó með Súmerum, Aködum, Amorít- um, Hebreum og öðrum þjóðum á þessu svæði og þeirra athafna sem menn tóku sér fyrir hendur til þess að efla ár og frið. í hugarheimi og þjóðfélagi þessa tíma skipti tíminn miklu máli. Árs- tíðir, misseraskipti, hátíðir ársins að vori og hausti, allt voru þetta undir- stöður tilverunnar. Við þekkjum þetta frá íslenskum miðöldum. Al- manak Guðbrands biskups hafði inni að halda allt það sem íslenski bóndinn þurfti á að halda: Þar var greint hvenær voru fráfærur, hvenær fardagar eða hvenær sláttur hófst, hvenær jól og páskar, hvenær páska- tungl var fullt, og svo mætti lengi telja. Aftan við almanakið voru prentaðar bænir sem bóndinn gat ekki án verið til þess að styrkja sig í lífsbaráttunni. Þetta sagði mér dr. Jón Steffensen, fyrrverandi prófess- or i læknisfræði og mikill rannsókn- armaður í mannfræði íslands. Hann var því sár mjög er Almanak Guð- brands var prentað að nýju fyrir ekki allmörgum árum án bænanna sem þar fylgdu með. Þær voru, sagði hann, ómissandi þáttur almanaks- ins. Á sama veg þurfti súmerski eða hebreski bóndinn að fylgjast með tímanum — eftir himintunglunum sem „greini dag frá nóttu og séu til tákns og til að marka tíðir og daga og ár.“ Hátíðirnar voru fastmælum bundnar, og helgisiðirnir sem þar fóru fram skyldu efla krafta náttúr- unnar og hrinda öflum tortímingar, dauða og ófrjósemi. Þessar hátíðir voru bundnar til- teknum sögnum, sem við gætum nefnt fornsagnir (Mythen, myths). Þannig var nýjárshátíðin í Mesopót- amíu að vori endurtekning á sköpun heims skv. sköpunarsögunni Enuma elisj. Kraftar gróðurmagns, árs og friðar voru með því efldir og bardagi Mardúks við kaosdrekann Tíamat endurtekinn — með sigri Mardúks yfir kaos, sigur sköpunar yfir- óskapnaði. Fornsögnin gaf rítúalinu líf, og rítúalið var til þess fram- kvæmt að endurnýja lífið og frjó- semina á þeim tíma þegar náttúran þarfnaðist þess mest og gróðurnálin spratt, að vori. í fornsögnum guðsdýrkunarinnar í Úgarít má sjá dæmi þess að helgi- siðirnir og sagnaminni þeirra í ljóð- um og söngvum voru til þess að við- halda gangi missera og árstíða og endurnýja gróðurmagn jarðar. Um alla veröld og á öllum fyrri tímum hafa þessi tengsl ríkt milli árstíð- anna, náttúrunnar og frjóseminnar. Gamla árið með böli sínu og þraut er rekið út og með trúarlegum athöfn- um er nýju ári, með kröftum þess og frjósemi, greiddur vegurinn til manna. III A. Um sköpunarsögurnar tvær. Hér er ekki rúm að rekja lífsskilning og atferli nágrannaþjóða ísraelit- anna til neinnar hlítar. Ábending- arnar hér að ofan verða að nægja til að sýna hverjir voru nokkrir höfuð- þættir í afstöðu þessara þjóða til þess sem við nefnum náttúru (sem er nútímahugtak, ekki til í fornum text- um). En lítum nú til Gamla testa- mentisins. Að baki síðari sköpunarsögunnar í 2. kapítula 1. Mósebókar sjáum við elstu hugmynd Hebreanna um sköp- unina: í fyrstu var veröldin eyði- mörk, þar sem ekkert líf var og ekk- ert kvikt þreifst. Þá spratt fram lind er vökvaði eyðimörkina, og tré og runnar komu fram, maðurinn og dýrin. „Verdens Skabelse er Skabel- sen af Bondens Verden.“ Þ.e. sköpun heimsins er sköpun heims bóndans, segir Johannes Pedersen. Fyrri sköpunarsagan, í upphafs- kafla Biblíunnar, er ofin öðrum þáttum. Heimurinn er auðn, hann er tómið. En frumhafið (kaos) tehom, ríkir. Myrkur grúfir yfir. Andi Guðs flöktir sem fugl yfir kaoshafinu (eða hann liggur á sem á eggi, segir Peder- sen). Þá kveður skyndilega við rödd sem mælir skapandi orð, og Guð skapar ljósið. Þá fer fram aðgrein- ingin, sem er mjög mikilvæg táknleg athöfn: Guð greinir ljós frá myrkri og haf frá landi, þ.e. bægir hafinu frá, og landið kemur þá í ljós. Því VÍÐFÖRLI — 19

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.