Víðförli - 15.09.1993, Blaðsíða 2

Víðförli - 15.09.1993, Blaðsíða 2
VÍÐFÖRLI Skálholtsútgáfan, útgáfufélag þjóðkirkjunnar RlTSTJÓRl OG ÁB.MAÐUR: Halla Jónsdóttir Biskupsstofu, sími 621500 PRENTUN: G. Ben. prentstofa hf. Meðal efnis: Biskup skrifar bls. 2 Nýtt starfssvæði valið bls. 3 Prestastefna bls. 4 Tækifæri kirkjunnar bls. 5 Skálholt bls. 6-9 Fáein orð um sjálfsvíg bls. 10 Frá Gídeon bls. 11 Ný dögun bls. 13 Líknarstarf og fræðsla bls. 14-15 Barnakór Breiðholtskirkju bls. 17 Um sálgæslu bls. 18 Forsíða: Myndir úr nýju barnaefni fyrir kirkjuna, Litlir lærisveinar. Biskup íslcmds, herra Ólafur Skúlason: Réttlátt stríð? Enn er barist í Evrópu. Það dugðu víst ekki heimsstyrjaldirnar tvær og átök vítt í veröld frá lokum þeirrar síðari til þess að þjóðir fyndu leið að friði. Fréttir frá „sálaðrijúgóslavíu“, þar sem Islendingar nutu forðum sólar og alls konar yndis í fögru umhverfi, eru orðnar slíkar, að hugur rúmar ekki til skilnings. Og öll þessi orð, sem flutt hafa verið. Allar tillögurnar, sem sam- þykktar hafa verið. Allir sáttasemjar- arnir, sem kvaddir hafa verið á vett- vang. Allt til einskis? Eða er einhvers staðar von? Stjómarfundur Lúterska heims- sambandsins tók málið eðlilega fyrir á fundi sínum í Kristiansand í sumar. Strax í skýrslu framkvæmdastjórans, hins norska Gunnars Staalsett, var rætt um vandann og bent á, hvað kirkjan og samtök kirkna hafa leitast við að gera. Og við hinn sama tón kvað einnig í setningarræðu forset- ans, hins brasillíska Gottfried Bakk- emeier. Leitaðist hann við að tengja vanda samtímans hjá íbúum héraða Balkan- skagans við sögu Israels og átökin, sem alla tíð hafa átt sér stað hjá þess- ari „Guðs útvöldu" þjóð og vegna hennar. Sekt heimsins andspænis kúgun, hvers kyns ofsóknum og for- dómum verður aldrei afplánuð nema fyrir náð Guðs og með því að losa fólk undan böli stríðs og hörmungum þeim, sem orrustum fylgja, benti for- seti heimssambands lúterskra stjórn- armönnunum á. Með hvatningarorð í huga hefði mátt ætla þingfulltrúar hefðu ekki átt í erfiðleikum með að koma sér saman um ályktun. Og það stóð ekki á því, að allir voru sammála um, að hörmungar fylgja styrjöldum og engin lausn finn- ist í byssugelti og sprengjugný. En vandinn óx, þegar kom að því, hvort réttlætanlegt gæti verið að beina herjum að stríðshrjáðum löndum og leitast við með byssum og sprengju- árásum að kúga stríðsherra til sátta. Getur stríð verið réttlætanlegt? Er mögulegt að fmna í orði Guðs og kenningum kirkjunnar stuðning við það, að herjum sé beitt, jafnvel í þeim tilgangi að koma á friði? Um þetta var hart deilt. Og að lokum var það sam- þykkt, að utanaðkomandi herafli geti aðeins komið á tímabundnum friði. En þegar litið er lengra fram á leiðina er það ljóst, að varanlegur friður fæst aðeins, þegar mannréttindi allra eru virt og aðstæður færðar til manns- æmandi vegar. Þingið varaði við því að binda vonir við vopn, en horfðist einnig í augu við það, að þjóðir heims og samtök þjóða geti ekki látið það viðgangast að lífið sé murkað úr heilum kynstofnum. Því var lögð áhersla á það, að því aðeins væri hægt að samþykkja hemaðar- íhlutun, að samfara slíku væri unnið að líknarstarfi og án undanlátssemi barist fyrir frelsi og jafnrétti allra manna í viðkomandi landi. En allir voru sammála um það, að hvað sem liði kenningum um „réttlátt eða réttlætanlegt stríð“ væru slíkar bollaleggingar hættulegar og fram- kvæmd slík, að þar yrði aðeins gripið inn í, eftir að allt annað væri fullreynt. Þurfum við, þjóð án vopna, að hugsa um slíkt? Jú, vitanlega. Enginn er án ábyrgðar og sá sem felur sig vegna fjarlægðar eða máttleysis, er að neita að horfast í augu við kröfuna miklu um að hver gæti bróður síns — og systur. 2

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.