Víðförli - 15.09.1993, Blaðsíða 7

Víðförli - 15.09.1993, Blaðsíða 7
Kristjcm Valur Ingólfsson: Pistlar um helgisiði í tengslum við Skálholtshátíð var haldið málþing í Skálholti undir yfir- skriftinni: „Samræður um helgisiði". Málþingið var vel sótt, (yfir 30 þátt- takendur) og er vonandi einungis hið fyrsta í röð margra. Það stóð frá föstudagskveldi til kl. 14.30 á laugar- dag. Meginviðfangsefni þingsins voru tvö: Annars vegar spurningin um tengsl kirkjusiðar og kirkjukenningar: „Hvernig speglar kirkjusiðurinn kirkjukenninguna?“, og hins vegar spurningin um útgáfuform helgisiða- bóka: „A að vera sérstök bók með ritningarlestrum fyrir hvem helgan dag?“ — „Á að skipta helgisiðabók- inni í messubók og bók fyrir aðrar athafnir?" Málþingið hófst með ávarpi bisk- ups, herra Olafs Skúlasonar en síðan flutti formaður helgisiðanefndar, dr. Einar Sigurbjömsson, prófessor, inngangserindi. Sr. Axel Árnason punktaði hjá sér gang umræðnanna og er fyrirhugað að vinna upp úr þeim punktum greinargerð sem gagnast mun frekara starfi helgisiðanefndar. Að loknu inngangserindi hófust al- mennar umræður og var þeim fram- haldið næsta dag. Umræðan var mjög Kfleg og var komið inn á fjölmarga þætti í þeirri vinnu sem fyrir liggur við endurskoðun handbókarinnar frá 1981. Umræðan staðfesti álit helgisiða- nefndar að leggja nú um sinn fyrst og fremst vinnu í endurskoðun annarra athafna en messunnar sjálfrar, en breið samstaða er um form hennar. Nefndin er að vinna að endurskoðun skírnarformsins og gerði formaður nefndarinnar grein fyrir guðfræðileg- um forsendum þeirrar endurskoðun- ar, sem og þróun þeirri sem orðið hefur í skírnarferlinu til þessa. Fyrri daginn snérist umræðan um skírnaratferlið, um skímarguðsþjón- ustur, skemmri skírn og tengsl skím- ar og um leið skímarþega við söfnuð- inn. Annan daginn var þallað m.a. um textaraðimar, orðalag messujátning- arinnar og notkun hennar, hjóna- vígsluformið og frekar um skírnina. Þá er rætt um sálmasönginn í mess- unni og tvöföldun messuliða, þegar t.d. er bæði sunginn inngöngusálmur úr sálmabók og biblíulegur inngöngu- sálmur eða vfxlsöngur, eða bæði lesin þakkarbæn og sunginn sálmur eftir kvöldmáltíðina. Bent var á að saman þurfi að fara endurskoðun handbókar og sálmabókar. Og reyndar þurfi að gæta að samræmingu við endurskoð- un bibkuþýðingarinnar. Þá var getið þeirrar nauðsynjar að hverfa frá einhliða karlkyns málfari í kirkjunni, og ganga mun lengra en gert var að hluta með handbókinni 1981. Vakin var athygli á þeirri breytingu sem orðin er síðan handbókin 1981 kom út, bæði hvað varðar almenna þátttöku safnaðarins í messunni og kvöldmáltíðinni. Þátttaka safnaðarins í öðrum athöfnum er ekki eins mikil. Því þarf að breyta. Lengra verður ekki rakið að sinni. 7

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.