Víðförli - 15.09.1993, Blaðsíða 15
sig fyrir dauðann. Það gefur að skilja
að í þessu starfi mynda hjúkrunarstarf
og sálgæsla eina órjúfanlega heild.
Félagsleg aðhlynning
Innan vébanda kirkjunnar er að
finna umfangsmikið starf til hjálpar
unglingum, atvinnulausum, fíkniefna-
neytendum og félagslega illa stæðu
fólki. Það sem vakti sérstaka athygli
okkar var heimili fyrir ungar verðandi
og nýorðnar mæður (16-24 ára).
Þessar stúlkur höfðu alist upp við það
erfiðar félagslegar aðstæður að al-
menn umhyggja og virðing gagnvart
sjálfum sér og öðrum var þeim oft
framandi. Stúlkunum voru því kennd
grundvallaratriði í almennri umönnun
og heimilishaldi. Reynt var að skapa
hjá þeim sjálfsvirðingu og hjálpa þeim
á allan máta að reka eigið heimili. Til
að byrja með voru þær 4-5 í hóp sam-
an er ákveðinn starfsmaður sinnti. í
þessum hópi lærðu þær allt sem við
kom heimilisrekstri, bamauppeldi
o.frv. Eftir fæðingu barnsins áttuþær
kost á að búa í litlum íbúðum í tengsl-
um við heimilið og báru þá meiri
ábyrgð á eigin lífi. Eftir vissan tíma
var þeim útveguð bamagæsla svo
þær gætu sinnt námi eða vinnu.
Þannig var markvisst stefnt að því að
gera þær að sjálfstæðum og ábyrgum
einstaklingum.
í þessu samhengi er rétt að geta
þess að kirkjan í Stuttgart hefur sett á
stofn sérstaka neyðarþjónustu fyrir
fólk er glímir við geðræna sjúkdóma.
Til hennar getur það leitað á kvöldin
og um helgar, það er eftir lokunartíma
á göngudeildum geðdeilda. Tengt
þessu starfi er sérstök eyðniráðgjöf á
vegum kirkjunnar. Hér er unnið
óhemju mikið starf er sýnir okkur hve
umfangsmikil sálgæsluþjónuta kirkj-
unnar er orðin í nútímasamfélagi,
bæði í víðtækri og sértækri merk-
ingu.
Það „vandamál" sem þýska kirkjan
glímir við í dag gagnvart líknarþjón-
ustu sinni er að líknarþjónustan sem
slík er orðin það sjálfstæð og um-
fangsmikil að bein safnaðartengsl eru
oft óljós og munurinn á starfi hinna
ríkisreknu stofnana og kirkjunnar er
oft hverfandi lítill. Sú stefna hefur því
verið tekin að sameina og samræma
starfsemi ríkis og kirkju með þeim
hætti að ríkisvaldið sjái alfarið um
ákveðin svið en kirkjan um önnur.
Þessi staða er að vissu leyti jákvæður
vitnisburður um gott samstarf ríkis
og kirkju í þessum málaflokkum.
Fullorðinsfræðsla
Eftirtektarvert var hve fullorðins-
fræðslan er lík því sem kirkjan á ís-
landi stefnir að. I söfnuðum eru starf-
andi biblíuleshópar fyrir hina ýmsu
aldurshópa t.d eru haldnar sérstakar
biblíuvikur fyrir börn er tengjast
ferðalagi og umfjöllun um efni ritning-
arinnar. Njóta þær mikilla vinsælda.
Auk þess var boðið upp á fyrir-
lestra og námskeið bæði á vegum
safnaðarins sjálfs og prófastsdæmis-
ins um hin ýmsu efni. Það gefur að
skilja að framboð er mjög mikið þar
sem Stuttgart er stórborg. Athygli
okkar vakti að sami djákni (kateket)
sinnti fræðslu í nokkrum söfnuðum.
Hann gekk bæði inn í unglingastarf og
fermingarfræðslu safnaðanna. Biblíu-
lestur og fræðslukvöld voru í höndum
presta eða guðfræðinga (vikar).
Greinilegt var að djáknanum var ekki
ætlað þetta beina fræðslustarf. Þann-
ig var okkur ljóst að kirkjulegt starf í
Þýskalandi hefur tvö megin embætti.
Embætti djákna er ber ábyrgð á líkn-
arþjónustunni í víðri merkingu og em-
bætti prests sem ber ábyrgð á boðun-
inni og útdeilingu sakramenta.
Sú aðgreining getur verið okkur til
fyrirmyndar og rétt er að geta þess að
þannig var því háttað þegar í frum-
kristni og frumkirkjunni. Þessir tveir
þættir hins kirkjulega starfs hafa alltaf
verið til staðar þó að formleg og lög-
fræðilega skilgreind vígsla hafi fyrst
komið í rás sögunnar.
M O L A R
Nýtt námsefni
í kristnum fræðum
Nefnd á vegum Námsgagnastofiiun-
ar skilaði fyrir áramót niðurstöðum
af athugun sinni á viðhorfum kenn-
ara til námsefnis í kristnum fræðum.
Niðurstöður nefndarinnar í ljósi
athugunar sinnar er að semja þurfi
nýtt námsefni, og skuli það vera ís-
lenskt.
Tveir námefnishöfundar hafa
verið ráðnir til verksins, Iðunn
Steinsdóttir rithöfundur og sr. Sig-
urður Pálsson , sem um árabil var
námsstjóri í kristnum fræðum.
Námskrá grunnskólans er sú
grind sem þau skulu vinna eftir.
Verkefnastjóri í námsefnissamingu
þessari er Ingibjörg Ásgeirsdóttir.
ORÐIÐ í nýjum
búningi
Orðið, tímarit guðfiræðinema við
Háskóla íslands, um guðfræði, hefur
nú komið út í breyttri mynd.
Ritstjórar heftisins eru Haukur Ingi
Jónasson og Sigríður Konráðsdóttir.
Meðal efni blaðsins er : grein eftir
Jón Pálsson um ástarhugtakið í Gamla
testamentinu. Hjalti Hugason skrifar
undir fyrirsögninni „Skapandi guð-
fræðimenntun — Miðlun þekkingar
eða þjálfun til sjálfstæðisstarfs?“.
Þórarinn Bjömsson skrifar um
tölvur og guðfræði.Auk þess em í
ritinu fjöldi þýddra greina t.d. um heil-
brigði eftir P. Tillich og grein eftir
Carlos A. Ferrer um heimssiðfræði
Hans Kung.
Tímaritið er afar áhugavert og um
margt fróðlegt og forvitnilegt lesefni.
Áströlsk stúlka
óskar að kynnast
fjölskyldu
Madonna Polzin frá Ástralíu hefur
skrifað til íslensku kirkjunnar og
beðið um að komast í samband við
kristna fjölskylda. Hún er 25 ára
gömul og langar til að koma hingað
og fá að búa hjá kristinni fjölskyldu
og kynnast landi og þjóð. Hún mun
borga fæði og húsnæði.
Þeir sem áhuga hafa er bent á að
skrifa til Miss Madonna Polzin, 54
Woodstoch Street, MARYBOR-
OUGH Q 4650, Australia.
15