Víðförli - 15.09.1993, Síða 9

Víðförli - 15.09.1993, Síða 9
sögu merkri og svo samofinni ís- lenskri þjóð, að ekki verður greint í milli, en líka bar bjarma frá hinu ókomna yfir skrúðfylkingu, sem mjakaðist inn kirkjugólf hið fyrsta skipti.... Of mikil nánd er nú að árunum þrjá- tíu tii þess unnt sé að gera sér grein fyrir því, hvort vonir eða draumar vígsludagsins hafa rætst. Mörgu frækorni hefur þó verið sáð, og hljót- um við að vænta ávaxtar verði áfram þann veg að hlúð, að varið sé fyrir því, sem spillt getur. Um það hljóta allir að vilja sameinast. Að því ber okkur að keppa, hvar sem okkur kann að vera skipað í sveit.... Enn þykir mér við hæfi að líta til baka, nú til hátíðar 1956 fyrir 37 ár- um. Skálholtskantatanvarflutt, mikið verk, bæði í tónum og orðkynngi. Og er enn frekari ástæða til flutnings nú þegar ein öld er frá fæðingu tón- skáldsins dr. Páls ísólfssonar, og svo miðlaði hann kirkju sinni og okkar, að nafn hans gleymist ekki. Og svo sem við heiðrum minningu Páls ísólfsson- ar af góðu tilefni, kveðjum við einnig til sögu orðsnillinginn séra Sigurð Einarsson, sem í kvæði sínu miklu og merku hyllti stað og rakti sögu. Og var kantatan flutt í gær og þættir hennar nú í dag undir stjórn organista Skálholts Hilmars Arnar Agnarsson- ar. Mér verður tíðrætt um liðinn tíma, en virðið mér það þó til vorkunnar, að Skálholt er ekki og getur aldrei orðið svo einangrað, að ekki gjálfri við strendur öldur aldanna og beri hverju sinni sitthvað fram, sem fróðlegt er að skoða. Af þeim sökum er ástæða til að nefna enn eitt nafn hér í dag, en það er Hörður Ágústsson listamaður og sérstakur kunnáttumaður um kirkjur. Verk hans um Skálholt eru frábær að allri gerð og svo vel unnin að öllum gagnar. Héðan úr dómkirkju Skál- holts færi ég Herði Ágústssyni miklar þakkir og tjái honum virðingu okkar og kirkju íslands. Og enn hljótum við að hverfa langt til baka, já , sem nemur átta öldum og nemum staðar við þann helga biskup Þorlák Þórhallsson. En átta hundruð ára ártíð hans er á þessu ári. Að því tilefni komu katólskir prestar með biskup sinn í fararbroddi og annað fólk úr katólskri kirkju héðan af landi sem úr öðrum löndum til að syngja hér messu í morgun og mæra þann mæta dýrling. Við minnumst hans í þökk og sjáum í starfi hans nokkra fyrirmynd og samsvörun við verkefni þau, sem kirkjan í dag stendur andspænis, eins og í eignamálum sínum og forræði sem öðru. ... Því ber að fagna að í Skálholti sam- tímans, er gengið til kirkju til tíðar- gjörðar hvem dag, bæði að morgni og svo kveldi og veit ég, að fátt er betra Skálholtsstað, heldur en slík iðja og miða þar við kraft þann, sem felst í Guðs orði og þeir njóta, sem þiggja. Og er ekki í þessu fólgið hlutverk Skálholts? Að flytja Guðs orð hér og um byggðir lands, og er þess þeim mun betur umkomið, sem glæstari er sagan og fleiri þekkja. Skólastarf, æskulýðsstarf og flutn- ingur tónlistar, hvort heldur er af til- efni messunnar eða á sérstökum tón- listardögum, sem dýrmætir hafa verið á liðnum árum, skal allt miðast við það, að Guðs orð lifi, að í auðmýkt sé komið fram fyrir hann og náð hans þegin. Og mun sá ekki sístur þáttur Skálholts að kveikja auðmýkt í hvers manns huga, sem söguna þekkir og veit sig í nokkurri ábyrgð vegna henn- ar og þeirra, sem njóta mega eða síð- ar skulu þiggja. Þakka ég því öllum, sem hér hafa staðið að góðum stundum, fólki frá þjóðminjasafni, sem ljær sögunni búning góðra gripa og klæða, svo allt verður raunverulegra, helgisiðanefnd þjóðkirkjunnar, sem efndi til málþings um helgisiði, og síðast en ekki síst þá, sem hafa staðið að þessari hátíð, bæði í undirbúningi þátta og flutningi, þar með talið allt tónlistarfólkið. Hafið öll heila þökk. Það er heill hvers manns að mega miðla nokkru til vegsemdar Skálholti, í því er göfug þjónusta og Guði veitt. Blessi Drottinn allra alda og allra tíða og allra manna þennan göfuga stað og landið allt, og þjóð sem það byggir. Guð blessi Skálholt og kirkju gjörvalla og svo okkur öll. 9

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.