Víðförli - 15.09.1993, Blaðsíða 16

Víðförli - 15.09.1993, Blaðsíða 16
Skálholtsútgáfan gerir tónlistar myndband fyrir sjónvarp til kynningar á barnastarfi kirkjunnar Skálholtsútgáfan hefur látið útbúa tónlistarmyndband til sýningar í sjón- varpi en markmiðið með útgáfu þess er að hvetja böm og foreldra til þátt- töku í bamastarfi kirkjunnar. Myndbandið er tekið upp í Garða- kirkju á Álftanesi og í Hafnarfirði, með þátttöku bama úr Hafnarfirði og úr Reykjavík. Leikstjóm og handrits- gerð var í höndum Odds Albertssonar skólastjóra í Reykholti en Magnús Kjartansson sá um útsetningu tón- listar. Lagið og textinn á myndband- inu um „Litla lærisveina" er eftir sr. Pétur Þórarinsson í Laufási. Á hann miklar þakkir skildar fyrir að bregðast skjótt við beiðni útgáfunnar um nýtt lag fyrir sunnudagaskólastarfið. Myndbandið verður sýnt í haust á Ríkissjónvarpinu og Stöð tvö og er það von útgáfunnar að allir hafi gaman að og syngi með í sunnudagaskólan- um í vetur lagið um „Litlu lærisvein- ana“ Þessar myndir em teknar við upp- töku á myndbandinu í Gerðubergi í ágúst. 16

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.