Víðförli - 15.09.1993, Blaðsíða 12

Víðförli - 15.09.1993, Blaðsíða 12
LEIKMANNASKÓLI KIRKJUNNAR1993-1994 Vetrarnámskeið Haustönn 1993 Námsefni: Inngangsfræði Gamla testamentisins Kennari: Dr. Gunnlaugur A. Jónsson Tími: Miðvikudagar, 22. sept. - 6. okt. kl. 20.00 - 22.00 Inngangsfræði Nýja testamentisins Kennari: Sr. Kristján Búason Tími: Miðvikudagar, 13. - 27. okt. kl. 20.00 - 22.00 Trúfræði Kennari: Dr. Einar Sigurbjömsson Tími: Miðvikudagar, 3. nóv. -1. des. kl. 20.00 - 22.00 Vorönn 1994 Námsefni: Helgisiðir og táknmál kirkjunnar Kennari: Sr. Karl Sigurbjörnsson Tími: Miðvikudagar, 12. jan. - 9. febrúar kl. 20.00 - 22.00 Siðfræði Kennari: Dr. Björn Bjömsson Tími: Miðvikudagar, 16. feb. - 16. mars kl. 20.00 - 22.00 Sálgæsla Kennari: Sr. Sigfinnur Þorleifsson Tími: Laugardagur, 19. mars kl. 10.00 -16.00 Þjónusta leikmannsins í kirkjunni Kennari: Halla Jónsdóttir, sagnfræðingur Tími: Laugardagur, 26. mars kl. 10.00 -16.00 Kennsla fer fram í Odda, Háskóla íslands, stofu 101. Styttri námskeið Haustönn 1993 Námsefni: Helstu trúarbrögð mannkyns Kennari: Gunnar Jóhannes Gunnarsson, lektor Tími: Mánudagar 4. - 25. október kl. 20.00 - 22.00 Um tilgang lífsins Kennari: Dr. Páll Skúlason Tími: Miðvikudagar 3. - 24. nóvember kl. 20.00 - 22.00 Kennsla fer fram í aðalbyggingu Háskóla íslands, stofu 5. Vorönn 1994 Námsefni: Kristin íhugun Kennari: Guðrún Edda Gunnarsdóttir, guðfræðingur Nýtrúarhreyfingar Kennari: Sr. Þórhallur Heimisson Leiðsögn við lestur Biblíunnar Kennari: Sr. Sigurður Pálsson Upplýsingar og innritun á Biskupsstofu, Suðurgötu 22, 150 Reykjavík, símar 91-621500/12445. M O L A R Rósir handa Rosemarie Köhn Fyrsti kvenbiskup á Norðurlönd- um, Rosemarie Köhn var vígð í Hamar dómkirkju 20. maí síðastlið- inn. Hún er þriðja konan í heiminum sem hlýtur biskupsvígslu innan lút- ersku kirkjunnar. Áður hafa verið vígðar þær Maria Jepsen í Hamborg og April Larson í Bandaríkjunum. Eftir vígsluathöfnina í Hamar beið flöldi fólks á tröppunum og færðu margir henni rós er hún gekk út. Val hennar og vígsla hefur vakið mikla umræðu í Noregi. Hópar presta hafa sett sig upp á móti henni af slíkri heift að það hlýtur að vekja ótta allra kristinna að slíkar ofsóknir skuli eiga sér stað á milli kristinna systkina. En hún á einnig stuðning og fyrir- bæn trygga hjá mörgum. Köhn tek- ur við starfí sínu 1. september. Megi biskupsvígsla Rosmarie Köhn verða mikilvægt skref til að stuðla að auknu jafnrétti kynjanna í kirkjunni á Norðurlöndum. Nómskeið á Lögumkloster Lögumkloster er háskóli er einkum býður upp á framhaldsmenntun fyrir presta. Dæmi um námskeið sem í boði eru: í september verður þar námskeið um fermingarfræðslu. í febrúar verður námskeið í brúðkaups- og jarðarfararræðum, ná mskeið fyrir fermingarfræðara og um Gamla testamentið í guðsþjónust- unni. Námskeið um Bibhumyndir á 20. öld verður í apríl og í maí 1994 verður námskeið um barnaguðsþjónustur. Þetta eru aðeins örfá dæmi um allan þann fjölda námskeiða sem í boði eru . Þeir sem áhuga hafa skrifi eftir nánari upplýsingum til: Folkekirkens Pædagogiske Institut Slotsgade 9 6240 Lögumkloster Danmark Staalsett hættir Framkvæmdastjóri Lúterska heimssambandsins Gunnar Staals- ett tilkynnti í mars síðastliðnum að hann segði starfi sínu í Genf lausu. Staalsett var ráðinn framkvæmda- stjóri 1985 og náði ráðning hans til ársins 1997. Ástæðuna fyrir uppsögn sinni segir hann vera að hann vilji gjarnan flytja heim með fjölskyldu sína. 12

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.