Víðförli - 15.09.1993, Blaðsíða 20
t t nw\T t Tunn tmuac
„Kirkja og börn í borg“
A vegum Dómkirkjusafnaðar voru í
sumar haldin tvö námskeið fyrir börn.
Annað var haldið í júní og hið síðara í
ágúst. Þetta var tilraun á vegum safn-
aðarins og þótti hún takast afar vel.
Gæti þetta orðið öðrum söfnuðum
hvati til sumarstarfs. Sr. Jakob
Hjálmarsson og sr. María Agústs-
dóttir höfðu yfirumsjón með nám-
skeiðunum , en nutu auk þess starfs-
krafta Kristínar Þórunnar Tómas-
dóttur í ágúst. Auk þess lögðu
sjálfboðaliðar kirkjunefndar kvenna
Dómkirkjunnar málinu lið.
Myndirnar eru teknar á námskeið-
um Dómkirkjunnar.
Sumarbúðir ÆSKR
í Heiðarskóla.
Eins og undanfarin ár voru reknar
sumarbúðir á vegum ÆSKR í sumar í
Heiðarskóla. Forstöðumenn sumar-
búðanna voru Haukur Ingi Jónasson
og Kristín Þórunn Tómasdóttir. En
þau höfðu með sér flokk valinkunnugs
starfsfólks, Astu Sóllilju, Jónas, Hug-
rúnu og Svenna.
Sumarbúðirnar gefa einstakt tæki-
færi til fræðslu og miðlunar kristin-
dómsins, söngva og góðrar og
skemmilegrar samveru.
Enda voru það glaðir krakkar sem
við sjáum hér á myndunum, og undu
sér vel við margs konar skemmtun
starf og fræðslu.
Það var nýnæmi í starfmu að sam-
starf var tekið upp við Kvennaat-
hvarfið.
20