Víðförli - 15.09.1993, Blaðsíða 5

Víðförli - 15.09.1993, Blaðsíða 5
0 Safnaðaruppbygging Tækifæri kirkjunnar Starfshópar um safnaðaruppbyggingu Prestakall/sókn Ár Prestakall/sókn Ár Árbæjai-prestakall, R-ey 1991-1992 Egilsstaðasókn 1992-1993 Breiðholtsprestakall, R-ey 1991-1992 Akureyrarprestakall 1993 Digranesprestakall, R-ey 1991-1992 Glerárprestakall 1993 Seljaprestakall, R-ey 1991-1992 Möðruvailaprestakall 1992-1993 Dómkirkjuprestakall, R-ve 1990 Hríseyjarprestakall 1992-1993 Grensásprestakall, R-ve 1991-1992 Dalvikur- og Ólafsfj. pr. köll 1992-1993 Hallgrímsprestakall, R-ve 1991-1992 Fella- og Hólabrekkupr.köll 1992-1993 Háteigsprestakall, R-ve 1991-1992 Hafnarfjarðarprestakall 1993 Laugamesprestakall, R-ve 1991-1992 Utskálasókn 1993 Nesprestakall, R-ve 1991-1992 Vestmannaeyjaprestakall 1993 Seltjarnamesprestakail, R-ve ísafjarðarsókn 1991- 1992 1992- 1993 Fjöldi hópa 22 Nú haustar og þjóðlífið skiptir um takt. Skólar hefja störf að nýju og fræðslutilboðin handa almenningi eru auglýst á markaðstorgum. I marg- brotnu samfélagi samtímans eru þarf- irnar ólíkar og tilboðin mörg. Margs- konar hugmyndafræði er boðuð, ýmis afbrigði kristinnar trúar og jafnvel önnur framandi trúarbrögð. Hver er tilgangur lífsins? Hvar er hamingjuna að finna? Hvernig get ég náð betri tökum á lífi mínu? Hvar finn ég frið? Þessar spurningar og margar aðrar brenna á einstaklingum og fólk hópast á námskeið og greiðir í sumum tilfell- um stórfé fyrir. Á vegum Þjóðkirkjunnar fer fram mikil fræðsla um land allt, eins og reyndar hefur verið um aldir, en um leið er hún öll að færast í aukana á sviði námskeiða og fræðslu fyrir full- orðna. Leikmannaskóli kirkjunnar hefur verið vel sóttur s.l. tvö ár og í vetur verður þar boðið upp á enn meiri fjölbreytni en áður. Fræðslu- fundir og ráðstefnur verða haldin í prófastsdæmum og söfnuðum í vet- ur. Á vegum safnaðaruppbyggingar hafa verið haldnir fjölmargir fundir s.l. þrjú ár og margir hópar fræðst um grundvöll og markmið safnaðarupp- byggingar eins og sjá má á meðfylgj- andi töflu: V idhorfskannanir Áðumefndir hópar hafa sumir framkvæmt kannanir meðal kirkju- gesta og foreldra fermingarbarna og fer úrvinnsla nú fram á vegum Guð- fræðistofnunar. Verður án efa fróð- legt að skoða niðurstöður og bera þær saman við könnun stofnunarinn- ar frá 1986. Á námskeiðum með hópunum hafa viðhorf fólks til kirkjunnar og safnað- aruppbyggingar verið könnuð. Alls svömðu 64 einstaklingar. Á meðfylgj- andi töflum gefur að líta, annars vegar helstu hindranir, sem fólk telur vera í vegi safnaðaruppbyggingar og hins vegar það sem fólk lætur sig dreyma um. Kallað er eftir meiri fræðslu og þjálfun safnaðarfólks og meiri virkni almennings í kirkjunni. Svör þessa fólks sem lætur sig varða eflingu kirkjunnar ættu að vera öllum starfs- mönnum safnaða hvatning til að vinna markvissar að því að ná til almennings með boðskap Jesú Krists. Safnaðar- uppbygging er ekki valkostur sem söfnuðir taka afstöðu til, með eða á móti og hún er ekki heldur einstakt gæluverkefni starfsfólks á Biskups- stofu. Safnaðaruppbygging er ein af frumskyldum hvers kristins safnaðar. Starfsfólkið og nefndin sem móta stefnuna er til þjónustu við söfnuði kirkjunnar svo að þeir geti enn betur sinnt þessari frumskyldu sinni. Nú hafa yfir tuttugu söfnuðir tekið þátt í þessu átaksverkefni kirkjunnar og ber að þakka þann áhuga en um leið er þess vænst að fleiri söfnuðir gefi þessari frumskyldu vaxandi gaum í náinni framtið. 5

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.