Víðförli - 15.09.1993, Blaðsíða 3

Víðförli - 15.09.1993, Blaðsíða 3
Frá Hjálparstofnun kirkjunnar Stjórn Hjálparstofnunar kirkjunnar hefur ákveðið að velja næsta nýja verkefni í Mósambik en þar fer nú fram mikið uppbyggingar og endurreisnarstarf eftir ófrið og borgarastríð um árabil. Ibúar landsins sem höfðu hundruðum þúsunda saman hrakist frá heima- högum sínum eru nú sem óðast að snúa heim, vilja sá í akra sína og yfirleitt byggja upp það þjóðfélag sem þeir þekktu áður en hörmungarnar byrjuðu. Á verk- efnalista Hjálparstofnunar næstu misserin verða því aðallega ásamt Mósambik, Indland og Kenýa auk inn- anlands- og neyðarverkefna sem gera verður sífellt ráð fyrir. Nýtt starfssvæði valið Lútherska heimssambandið (LWF) hefur með höndum yfirstjóm á hjálparstarfi kirkjuhjálparstofnana í landinu og heimsótti Jónas Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar landið síðast í ágúst og ræddi við Nat- han Simonson og aðra leiðtoga starfs- ins. Á vegum LWF verður á næstu árum varið nokkrum hundruðum milljóna króna á ári til endurreisnar- starfsins og er ætlunin að Hjálpar- stofnun kirkjunnar taki að sér ein- hvern einn þátt sem hæfilegur er fjár- hag stofnunarinnar. Ljóst er að þar verður aðeins um að ræða fáar mill- jónir króna á ári en verkefnavalið mun skýrast á næstu vikum eftir að fram- kvæmdastjóri hefur kynnt sér starfið í Mósambik. Reyndar hafa þegar fengist fimm milljónir króna sem fara eiga til neyð- arverkefna í Mósambik en það fjár- magn kemur frá sérstöku framlagi ríkissjóðs til neyðarhjálpar og friðar- gæslu. Sótti Hjálparstofnun í vor um framlag vegna verkefna í Mósambik og var umsóknin samþykkt snemma í sumar. Aðalfundur í Stykkishólmi Ákveðið hefur verið að aðalfundur Hjálparstofnunar verði í Stykkishólmi 30. október næstkomandi. Síðastiað- alfundur var haldinn á Akureyri og var fulltrúum sókna í Eyjafirði boðið að sitja fundinn. Fóru þar fram ágæt upplýsingaskipti og þykir nú ráð að endurtaka svipað fundaform með þátttöku Snæfellinga. Auk venjulegra aðalfundarstarfa er því ráðgert að bjóða fulltrúum sókna á Snæfellsnesi til skrafs og ráðagerða á fundinum eða í framhaldi af honum en fundarboð með nánari dagskrá verða send út á næstunni. Kostnaður við að halda aðalfund annars staðar en á höf- uðborgarsvæðinu er ekki að ráði meiri þar sem fulltrúar koma víðs vegar af landinu. Styrktarmannaátak Nú stendur yfir á vegum Hjálpar- stofnunar sérstakt átak til að afla nýrra styrktarmanna en nú eru tæp- lega eitt þúsund. Eins og áður hefur verið bent á í þessu blaði eru regluleg framlög styrktarmanna sem berast allt árið einna verðmætustu tekjur Hjálparstofnunarinnar. Er stefnt að því að auka tekjur frá styrktarmönn- um um 30%. Auðunn Bjami Olafsson hefur verið ráðinn til að stjórna þessu verki sem er unnið þannig að send eru út kynningarbréf til valinna hópa og hringt í viðkomandi í framhaldi af því. Einnig er um þessar mundir verið að huga að fyrirkomulagi jólasöfnunar- innar en sem fyrr verður stefnt að því að draga sem mest úr kostnaði. Er í ráði að fá nokkur fyrirtæki til sér- stakrar samvinnu um jólasöfnunina. I lokin má minna á að hafi lesendur Víðförla skoðanir á starfi Hjálpar- stofnunar væri fróðlegt að heyra frá þeim og gott er alltaf að fá hugmyndir og ábendingar um hvaðeina sem verða mætti starfinu til framdráttar. 3

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.