Víðförli - 15.09.1993, Blaðsíða 11
Unga konan í lestinni
„Les nokkur í þessum Biblíum?
Les nokkur í þessum Bibkum? Oft
erum við Gídeonfélagar spurðir
spuminga af þessu tagi. Reyndar
spyijum við okkur sjálfa gjaman slíkra
spurninga á stundum. Verður spurn-
ing sem þessi að teljast afar eðlileg.
Hverju getum við svarað? Að vísu
er það svo að Gídeonfélaginu berast
bréf og símtöl frá fólki sem hlotið hef-
ur blessun við lestur Bibhunnar eða
Nýja testamentisins, sem við höfum
gefið eða komið fyrir einhvers staðar.
Em þeir vitnisburðir og frásagnir þó
eflaust rétt eins og toppurinn á feikna
stórum ísjaka, sem hafið hylur að
öðm leyti.
EINSTÖK UPPLIFUN.
í júk 1990 átti ég þess kost að sækja
aðalfund og alþjóða mót Gídeonfélaga
sem haldið var í Kansas City í Banda-
ríkjunum ásamt þ.v. forseta Gídeon-
félaga á Islandi Geir Jóni Þórissyni frá
Vestmannaeyjum. Flogið var í gegn-
um New York þar sem við gistum í
íslensku gistiheimili í eina nótt. Á
gistiheimilið komum við seint um
kvöld og þurftum að yfirgefa New
York um miðjan dag daginn eftir. Um
morguninn vöknuðum við snemma og
ákváðum að taka neðanjarðarlest nið-
ur á Manhattan, en til New York hafði
hvorugur áður komið.
Tveir menn sem gist höfðu um
nóttina á gistiheimilinu ákváðu að
slást í för með okkur, þar sem þeir
áttu erindi niður á Manhattan.
Á leiðinni í neðanjarðarlestinni
voru þeir að spyrja um Gídeonfélagið
og starf þess. Þótti þeim starfið at-
Sigurbjörn Þorkelsson
hyglisvert fyrir marga hluta sakir, en
sáu þó ástæðu til að spyrja:
„En les nokkur í þessum Biblíum
og Nýja testamentum sem þið eruð
alltaf að gefa eða dreifa?“. Hverju átti
ég nú að svara svo að vit væri í .
Staddur í milljónaborginni New York,
og það í neðanjarðarlest. Það voru
margar hugsanir sem fóru gegnum
huga minn á örskammri stundu. Þá er
mér litið upp, á móti okkur situr ung
kona dökk á hörund, sem var að lesa í
lítilli blárri bók. Ég trúði varla mínum
eigin augum. Á bókinni sá ég merki
Gídeonfélagsins, ég kannaðist strax
við bókina. Þetta var Nýja testament-
ið. Eftir að hafa áttað mig á því sem
var að gerast benti ég samferða-
mönnum okkar á konuna og sagði eins
og ekkert væri sjálfsagðara: „Þama
er ein að lesa í Nýja testamentinu
sínu“. Þeir svöruðu: „Nú já, það er
sem sagt lesið í þessum Nýja testa-
mentum“.
Þetta atvik hafði sterk áhrif á okkur
alla, ekki síst á sjálfan mig. Ekki veit
ég hvað þeir félagar hugsuðu en þeir
spurðu ekki mikið eftir þetta.
Eftir þessa einstöku upplifun komu
í huga minn orð Jesú úr Lúkasarguð-
spjalli 21:14-15, „Verið ekki fyrirfram
að hugsa um, hvernig þér eigið að
verjast, því ég mun gefa yður orð og
visku“.
Sigurbjörn Þorkelsson
framkvæmdast j óri
Gídeonfélagsins á Islandi.
Gídeonfélagið
Alþjóðasamtök, stofnuð 1899 í
Bandaríkjunum.
Stofnað á íslandi 30. ágúst 1945.
Starfa nú í 156 löndum.
Markmið: Útbreiða Guðs orð,
ávinna menn fyrir Krist.
Gefur öllum 10 ára börnum Nýja
testamentið.
Flestir íslendingar 10-50 ára
höfðu fengið Nýja testamentið frá
Gídeonfélögunum um áramótin
1992-1993.
Leggur Bibkur eða Nýja testa-
menti á hótelherbergi, við sjúkrar-
úm, við rúm aldraðara á dvalar-
heimilum og víðar.
Gefur hjúkrunarfræðinugm og
sjúkraliðum Nýja testamenti við
útskrift.
11