Víðförli - 15.09.1993, Síða 4

Víðförli - 15.09.1993, Síða 4
Prestastefna 1993 Dagana 21. - 23. júní var haldin prestastefna í Áskirkju í Reykjavík. Meginviðfangsefni prestastefnu að þessu sinni var „Staða og skilgreining embættanna", en dr. Einar Sigur- bjömsson prófessor og sr. Bragi Skúlason héldu erindi, þar sem þeir frá ólíkum sjónarhornum fjölluðu um yfirskrift þessa. Dr. Einar dró fram hina guðfræði- legu stöðu og skilning á embættum kirkjunnar, en sr. Bragi rakti sögu- lega stöðu og starf sjúkrahúspresta, og annarra í sérþjónustu. Um málefni þetta urðu miklar um- ræður og tengdust þær einkum fyrir- huguðu djáknanámi, og stöðu og starfssviði presta, aðstoðarpresta og djákna. Annað meginefni prestastefnunnar var „Áfangaskýrsla um kirkjueignir“. Sr. Þórhallur Höskuldsson formaður kirkjueignanefndar þjóðkirkjunnar flallaði um hana og sr. Halldór Gunn- arsson formaður synodalnefndar, fjallaði um vörslu kirkjueigna. Tvö synoduserindi voru flutt í út- varpi, dr. Guðrún Kvaran fjallaði um „Sögu biblíuþýðinga á íslandi“ og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson talaði um „Kirkjuna og atvinnumálin“. Auk þess má nefna að sr. Karl Sig- urbjörnsson flutti skýrslu fráfarandi safnaðaruppbyggingamefndar, þar sem rakið er starf nefndarinnar og verkefnastjóra. Og fræðsludeild kynnti nýja tilhög- un á starfi leikmannaskólans, djákna- nám er hefjast mun við Háskóla Is- lands í haust og nýsamið fermingar- bamakver er tilraunakennt verður á vetri komanda. til gagngerrar endurskoðunar. Prestastefna kýs þriggja manna nefnd sem hefur fullt umboð prestastefnu til að móta framtíðarskipulag þessara greiðslna í samstarfi við stjóm Prestafélags íslands og biskup ís- lands. Prestastefnan mælist til þess við kirkjustjómina, að hún beiti sér fyrir framkvæmd skoðanakönnunar, þar sem kannað verði nánar viðhorf al- mennings til þjóðkirkjunnar og hvaða þættir það eru í þjóðmálaumræðunni og starfi kirkjunnar, sem helst móta þau viðhorf. Prestastefnan hvetur starfsfólk, fulltrúaráð og stjóm Sólheima í Grímsnesi til að vinna saman að far- sælum lyktum aðsteðjandi ágrein- ingsmála með hag og farsæld heimil- isfólks að leiðarljósi. Prestastefnan samþykkir að skora á yfirstjórn kirkjunnar að beita sér fyrir því að réttarstaða presta við mismunandi starfsaðstæður verði jöfn og skilgreind á viðunandi hátt. Hvar sem tveir eða fleiri prestar starfa í sama prestakalli verði prest- leg staða þeirra jöfn. Lagt er til að starfsheitið „aðstoðarprestur" verði lagt niður, vegna margháttaðs mis- skilnings sem af því hefur hlotist. í stað núverandi starfsheitis „aðstoð- arprestur" er lagt til að tekið verði upp starfsheitið „safnaðarprestur“ ellegar notað starfsheitið „prestur" og kenni presturinn sig þá við þá sókn er hann starfar við. Prestastefnan ítrekar og tekur undir ályktanir kirkjuþings og héraðs- funda sem leggja áherslu á skyldu þjóðkirkjunnar að taka á með þeim aðilum sem vinna að lausnum í at- vinnumálum og vilja styðja atvinnu- lausa og fólk í atvinnuleit. Ennfremur hvetur prestastefnan þjóðmálanefnd kirkjunnar til að halda áfram vandaðri umfjöllun sinni um þessi mál. Ályktanir presta- stefnu 1993 Prestastefna sendi frá sér eft- irtaldar ályktan- ir: Prestastefna íslands 1993 álít- ur að taka þurfi aukaverka- greiðslur presta 4

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.